Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Blaðsíða 11
Karin Struck
EINSKONAR
TRÚSKIPTI
„Ég missti trúna á að fiugrit og hópvinnan ein gæti
breytt staðföstum sannfæringum og fordómum í hjörtum
mannanna. Mér fannst ég hafa verið tæld og svikin. Haiði
ég ekki alltaf verið lokuð inni í einhverjum hópi eins og
fángelsi, hvort heldur hópurinn var fjölskylda mín eða
/
skólar. Eg hafði aldrei verið ein og gengið á vit sjálfrar
Við drögum mörk persónuleikans
alltaf of þröngt og ætlum honum of lftið
svigrúm. Við teljum það einungis til
persónuleika vors, sem greinir okkur
sem einstaklinga frá öðrum. En við er-
um heimur f hnotskurn. A sama hátt og
lfkami okkar geymir þróunarsögu Iffsins
allt aftur til fiskanna og jafnvel lengra,
þá finnst f sálinni allt það sem nokkru
sinni hefur bærst með manninum.
Hermann Hesse: Demian
Hvaðan kemur mér sú ofdirfð að ætla
einkalifið — meira að segja mitt eigið —
stjórnmálalegs eðlis? Er ég haldin ein-
hverri réttlætingaráráttu? Ég vil seðja
forvitni þeirra, sem sí og æ eru að spyrja
mig: Hvað gerið þér til þess að breyta
heiminum? Get ég með skrifum mínum
breytt einhverju í málefnum hinna fjöl-
mörgu atvinnulausu, hinna geðbiluðu,
hinna kúguðu og fyrirlitnu, eiturlyfja-
þræla og þessa ólæknandi normala
fólks? Hvaðan kemur mér sú ofdirfska
að tjá almenningi atriði úr einkalífi
mínu, sjálfsævisögu og skáldskap, ramm-
lega samanslungin.
Sú var tiðin að ég steig upp á borð og
bekki til þess að halda ræður. Ég hvatti
til kröfugangna. Ég lagði undir mig
sendiráð og lögregluþjónar slógu mig í
andlitið. Ég samdi flugrit og hélt ræður
fyrir verkamenn. Ég starfaði í SDS. Ég
var meðlimur I kommúnistaflokknum
(DKP). Ég ferðaðist til Austur-
Þýzkalands til þess að fá þar skólun. Ég
stóð á götum úti og ræddi við vegfar-
endur um Austur-Þýskaland. Ég hrópaði
„Ho Si Mín“. Siðan sagði ég mig úr
Kommúnistaflokknum. Ég skrifaði
skáldsögu. Ég ól börn. Ég stundaði vinnu
eins og milljónir annarra og hjónaskiln-
aður varð hlutskipti mitt. Einkalífið með
sínum óteljandi skyldum heimtaði alla
mína krafta. Ég var ekki lengur stúdína,
sem fékk námsstyrkinn sinn lagðan inn
á bankareikning. Ég varð að borga skatt,
og ala upp börn. Ég varð að leggja upp í
gönguna miklu gegn um myrkviði einka-
erfiðleika, sem voru námserfiðleikum og
verkkvíða stúdentsins þyngri. Ég var
þreytt og að niðurlotum komin. Ég hafði
ekki lengur frelsi og olnbogarými
stúdentsins, sem hæglega getur frestað
prófi um eitt misseri. Æskudraumarnir
mísstu lit sinn og hugtakið bylting kom
ekki jafn létt og af sömu hrifningu fram
á varirnar. Mér féllu ekki lengurí geð
ræður um breytingu og byltingu þjóð-
félagsins og alls heimsins. Ég fylltist
þörf til þess að vinna sem einstaklingur.
Ég hafði ekki löngun til þess að tala um
öreiga og verkamenn. Ég leitaði vináttu
við fátæka barnafjölskyldu og ég trúlof-
aðist verkamanni. Var ég að takmarka
sjálfa mig? Var ég að hörfa til einkalífs-
ins? Ég reyndi að hjálpa eiturlyfjaneit-
anda. Ég skynjaði, hversu yfirborðs-
kennd ég sjálf og nánustu vinir minir
voru. Má ekki kalla þetta flótta til einka-
Hfsins. Mig langar til þess að skrifa bók
um f jölskyldu mina, þvl mér virðist svo
sem að líf hennar sé „privat" og „póli-
tískt“ dæmigert fyrir líf svo margra.
Faðir minn hafði starfað á ýmsum
sviðum atvinnulífsins. Hann hafði verið
bóndi, slðan járnsmiður, þá vefari og
slðast póstur. Fjölskyldan hafði hrakist
upp frá slavnesku löndunum og slðan
flúið frá Austur-Þýzkalandi. Mig langar
til þess að skrifa um þessa fjölskyldu
svipað og Tómas Mann gerði I verki slnu
Buddenbrooksfjölskyldan. Er þetta
hroki eða skýjaborgir? Hvaðan kemur
mér sú sannfæring að með því að kafa
niður I minn eigin hugarheim og rann-
saka mínar eigin tilfinningar leiði ég i
ljós sannindi, sem hefðu pólitískt og
almennt gildi. Höfðu menn skapað sér
sjálfir þessar andstæður, annars vegar
opinbert líf, hins vegar einkalif. Höfðu
menn búið til þessi hugtök til þess að
einangra meðbræður sína og til þess að
hindra að menn skyldu á almennum
vettvangi þjáningu hvers annars ? Sam-
hengið hefur rofnað. Þegar einhver
byrjar að drekka og missir atvinnu sina
segja menn; þetta er hans einkamál.
Siðan kemur það í hlut bókmenntanna
/ yy
mm .
að reyna að lýsa atburðum I llfi ein-
staklingsins. Þá kemur I ljós að hér er
vandamál almenns eðlis á ferð. Til þess
að halda mér við dæmið af drykkju-
sjúklingnum nefni ég bók Hans Fricks
„Afvötnun — dagbók", þar sem hann
lýsir nákvæmlega reynslu sinni — og um
leið reynslu milljóna annarra.
Ekki finn ég samt til samviskubits út
af því að geta ekki státað mig af eftirfar-
andi; ég hef hvorki tekið þátt I þrýstiað-
gerðum gegn kjarnorkurafstöðvum, né í
að stofna kvennahús handa konum, sem
sætt hafa misþyrmingum. Og svo mætti
lengi telja. Ég spyr sjálfa mig, hvort ég
hafi ekki samviskubit af þvi ég sat
aðeins 10 stundir daglega við ritvélina,
annaðist uppeldi barnanna, skrifaði
stundum undir áskoranir, og sinnti um
vandamál kynvilltra kvenna I heimaborg
minni. Ekki gat ég helgað þessum mál-
efnum alla krafta mina, heldur vann ég
að þeim á höppum og glöppum, enda var
ég I fullu starfi og hrjáð af streitu. Ég
sagði við sjálfa mig; Ég er enginn stjórn-
málamaður. Ég kem ekki meiru I verk en
að ala upp börnin min og lesa mig til um
stjórnmál. Áhyggjuleysið var á enda og
brauðstritið tók alla krafta mina og jafn-
vel meira en það. Hin pólitiska hrifning
stúdentaóeirðanna hafði sett á mig sitt
mark en gat ekki náð valdi á þjáningu
samfélagsins, sem holdtekst I hverjum
einstaklingi. Tilraun mín til þess að
byggja upp „kommúnu" með verka-
mannabörnum misheppnaðist. Ég bjó
ein og barðist harðri baráttu til þess að
sýna að kona getur staðið ein. For-
ingjarnir úr stúdentaóeirðunum skrif-
uðu doktorsritgerðir eða var vísað frá
kennslu. Þannig fór t.d. um Hannes
Heer, leiðtoga SDS i Bonn sem mótað
hafði mig og aðra samstúdenta. Félags-
málavafstrið og sú staðreynd að ég
þrástarði á hinn ytri veruleika varð til
þess að ég vanrækti minn innri mann.
En nú heimtaði hann sinn rétt, þrengdi
sér fram og kallaði á athygli mlna og
skilning.
A timum stúdentaóeirðanna fór ég
ásamt félögum minum I SDS til Austur-
Þýskalands. 1 Leibzig heimsóttum við
stúdenta úr FDJ. Ég hafði vænst að I
híbýlum þeirra héngju pólitísk vegg-
spjöld, rauðir fánar og krepptur hnefi.
En þvi fór víðs fjarri. A heimilum
nokkra FDJ félaga héngu eftirprentanir
franska impressionistans Renoir. Ég
minnist þess að innra með mér fitjaði ég
upp á nefið og hugsaði með mér. „Drott-
inn minn dýri, en hvað þau eru ópólitisk
i einkalífi sinu.“ Nú held ég að ég skilji,
hvers vegna þessir stúdentar hföðu
myndir Renoirs uppi við. Hvarvetna
blöstu við þeim veggspjöld. Stjórnmálin
og hið opinbera þrengdi sér allstaðar inn
I einkalíf þeirra og þess vegna þráðu þau
aðra hluti, persónulega hamingju og feg-
urð — nú skil ég þetta. Það, sem virtist
vera flótti og ósigur uppreisnarinnar,
var nauðsyn, endurnýjun kraftanna og
ný mótmæli. Mótmæli gegn einbeyt-
ingarleysi félagsmálavafstursins, sem
gerði mann æ innantómari og
óánægðari.
Áður fyrr hefði ég ekki spurt um
dauðann. Ef ég hefði spurt, þá á eftir-
farandi hátt: hve lengi varir byltingin?
Þá var svarið; hún varir kannski I 50 ár.
Þá verðum við orðin forgömul eða jafn-
vel dauð og sú spurning vaknar; hvað
höfum við unnið með þessu? Ekki stóð á
svari; eftirkomendurnir munu njóta
þessa. Þegar þú deyrð, deyrðu ekki öll.
Félagarnir lifa áfram fyrir þig og halda
verkinu áfram við að breyta veröldinni.
En sú stund kom að mér varð ljóst, að
ég lifði aðeins einu sinni. Ég átti rétt á
einkalífi. Ég átti einnig rétt á þvi að leita
hamingjunnar. Ég vildi breyta
heiminum, en vildi samt ekki fórna mér
fyrir málefnið. Timinn leið og enginn
spurði mig, hvernig .mér fyndist að eld-
ast og hvernig ég sætti mig við hrörnun
og elli. Stuttu eftir að ég gekk úr
Kommúnistaflokknum heimsótti ég
gamlan flokksbróður, sem hafði dregið
. sig I hlé. Mér skildist að til hafði verið
fólk á undan mér, sem hafði reynt að
breyta heiminum. Þetta fólk hafði elzt
og dáið. Ég mýssti trúna á að flugrit og
hópvinnan ein gætu breytt staðföstum
sannfæringum og fordómum I huga og
hjörtum mannanna. Þessi skilningur
hafði slík áhrif á mig að mér fannst ég
hafa verið tæld og svikin. Hafði ég ekki
alltaf verið I einhverju samfélagi? Hafði
ég ekki alltaf verið lokuð inni I ein-
hverjum hóp eins og I fangelsi, hvort
heldur að hópurinn var fjölskylda mín
eða skólar. Ég hafði aldrei verið ein og
gengið á vit sjálfrar mín. Ég hafði enga
tilfinningu fyrir eigin gildi, enga vitund
um eigin tilvist. Frá fæðingu hafði ég
verið I einhverjum hópum, að vlsu alltaf
einangruð. Atti þetta að ganga svona til
eilífðarnóns? Ég hafði fundið til styrks
þegar ég hrópaði slagorðin „Ho Sí Mín“
og „Nixon er morðingi". Mér fannst mér
aukast afl við það að vera I sama hóp og
Rudi Dutschke, en ein var ég ekki sterk.
Ég hafði lært mikið og ef stúdenta-
óeirðirnar og umbylting þessara ára
hefðu ekki komið til, þá hefði ég ef til
vill drýgt sjálfsmorð. Ég var reikul og
hafði ekki lært að lifa. Ég var ekki
lifsglöð, miklu fremur var ég þunglynd.
Sálfræðingur gat ekki hjálpað mér. Eg
þarfnaðist máls til tjáningar. Ég hafði
líka þörf fyrir að koma einhverju I verk.
Ritstörf urðu atvinna min. Ég varð þess
áskynja að lestur og skriftir voru ef til
vill markvissari aðgerðir en kröfugöng-
ur og stjórnmálavafstur. Ég var þess
áskynja að með þvi að skrifa gat ég
umgengist samfélag mitt og tekið þátt I
stjórnmálum. Þetta veitti mér meiri og
djúpstæðari ánægju en fyrri stjórnmála-
störf min. Mér datt I hug það sem Ung
kona, rithöfundur að atvinnu, sagði við
mig. „Meðan að kunningi minn, gamall
kommúnisti, ber konuna sina með herða-
Framhald á bls. 12