Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Blaðsíða 14
Þaö heitir Látrabjarg fullu nafni og er ekkert smá-
smíöi. í kvæöi hefur þaö verið kallað: öldubrjóturinn
kargi. Hann býður úthafinu byrginn: Hingaö og ekki
lengra.
Það er mátturinn 14 km. langur og 300—440 m. hár þar
sem hæst er.
Þaö er ógnarbjarg þeim, sem vanmáttugir vilja vió þae
fitla.
Það er dýrðarbjarg og þjónar fleygu lífi. Það er þes;
fæðingarbjarg og barnaskólastaður. Það er uppeldisstað.
ur heimsfrægrar karlmennsku í Rauðasandshreppi
íslandi, er sannaði sig áþreifanlega sem slíkan 12.—15.
desember 1947. Það er undrið, sem að baki stóð og undiv
Björgunarafrekinu“, sem fór um víða veröld.
Enginn veit hversu margar vængjaðar milljónir út
skrifast þaðan úr skóla lífsins á ári hverju. Enda þótt
Magnús Gestsson hafi skrifað um það heila bók og sagt
eitthvað á þessa leið að gamni sinu: Ef allir íbúar þess
með vængi tækju sig til í eindrægni og gerðu ferð sína
samtímis upp í tungl I einfaldri fylkingu, goggur við stél,
myndi hún ná alla leið þangað upp. Þó gerir hann hálft
um hálft ráð fyrir að þrefalt fleiri en það búi í bjarginu,
jafnvel fimmfalt fleiri.
Enginn maður er ég til að fullyrða að endurskoða
útreikning Magnúsar. En burði hef ég til að fullyrða að
aldrei dettur neinum Látrabjargsfugli í hug að leggja
upp í tunglferð. Þeir hafa öðru að sinna við sköpun nýrra
og nýrra fugla í bjargi að boði lifsins lögmála.
Á síðasta sumri gerðu Suður-Þingeyingar ferð sína i
stórum hóp til Vestf jarða, flestir í fyrsta sinn, og gáfu sér
viku til. Vegna vinsælda okkar í hæstu hæðum fengum
við viku sólskin til ferðar og gáfum Vestfirðingum af þvi
með okkur. Ferðin var farin á vegum búnaðarsambands
sýslunnar undir stjórn Hermóðs í Árnesi. En landkynn-
ingu annaðist Halldór á Kirkjubóli, Rebekka Eiríksdóttir
kona hans og fleiri stórmenni vestur þar.
Svo hefur mér sagt vestanmaður að sðlskinið hafi
horfið með þingeyingum og ekki sést framar á því sumri.
En ég var byrjaður að reyna að draga til stafs um
Látrabjarg.
Ferðir sem þessi kallast bændafarir.
Við höfðum haft tvo ferðalagsdaga er við tókum að
nálgast Bjargið, sem tíðum nefnist svo stuttu nafni af því
það er meira öllum öðrum björgum á landi hér.
í dag höfum við komið á stórstaðinn Reykhóla. En ekki
gat ég séð Gretti bera uxann frá sævi heim til bæjar. Því
á leið hans er risin þörungaverksmiðja, þeirra þar aðal-
stolt. Sagt er þó að hún eigi að fara á hausinn, en er
vonandi lýgimál. Annað stoltið til er kynbótahrútabú.
Þeir stóðu inni hvítir sem snjórinn fyrir norðan og eiga
að koma fótum undir eins hvíta ull og útrýma gulkunni,
sem verið hefur okkar norðanmanna mesta stolt að rækta
í nærri 100 ár.
Annars: Undir háttatíma vorum við öll samankomin að
Flókalundi í ágætu gistihúsi sem stendur í landareign
Flóka heitins Vilgerðarsonar. Þar við hús og inni í því var
þá samankomið allt stórmenni vestfirskra sveita ásamt
okkur, önnum kafið að kjálka okkur niður til næturdval-
ar í Vestursýslu. Hlutskipti mitt og Friðu konu minnar,
svo og Þorsteins á Bjarnastöðum varð gisting í Kvíindis-
dal í Rauðasandshreppi hjá Þórdísi Magnúsdóttur og
Snæbirni Thoroddsen.
Þau biðu eftir okkur langt fram á nótt með hlaðið borð
og fögnuðu okkur eins og þjóðhöfðingjum eða eigin
krökkum, sem væru að koma frá Ameriku. Þó var eitt að:
Við vorum bara þrjú. „Og ég sem hélt að við ættum að fá
fjóra gesti“, sagði Þórdís.
Næsti dagur. Og það er Látrabjargsdagur þegar á hann
líður. í Kvíindisdal komum við aftur. Hann er nú að baki
um sinn, Sauðlauksdalur að baki og garðurinn Ranglátur,
heldur hrörlegur orðinn, enda býr nú enginn framar í
sjálfum Sauðlauksdal.
Ó, guó! Sú báran er brött og há, hún brotnar í himininn
inn! Svo kvað Matthías. Frá þessum bæ reið Eggert
Ólafsson og Ingibjörg, brúður hans, og sukku bæði „ofan
í bráðan Breiðafjörð“ rétt á eftir.
Átakanlegar sögur og yndislegar líka loða við alla bæi.
Brátt er Örlygshöfn að baki og Hnjótur og æðarvarp Egils
Ólafssonar undir litskrúðugum flöggum og öðrum tilfær-
ingum til augnayndis og hagsbóta kollum. Fyrir fáeinum
árum var þar ekkert varp.
I Látravíkurlýsingu einhverri segir eitthvað á þessa
leið: Þar verður dalur i landið og heiði að baki Bjargs,
Látradalur, Látraheiði.
Þar erum við nú komin og vitum hérumbil hvar á
landinu, skólagengið fólk og lesið í landafræði. Aldrei
líta Þingeyingar á hlutina með annarra manna augum.
Hver getur kallað þessa dældarnefnu dal? Hver getur
gefið grjótunum á Látraheiði heiðarnafn? Ekki þeir í
Aðaldalnum, hvað þá Laxdælir. Ekki þeir sem smala
Bárðardalsheiðar og Fljótsheiði. En sleppum nú einu
sinni öllum ríkismannaríg.
Hvallátrar. Þar er mikið um byggingar heldur fornar.
Þar býr Þórður hreppstjóri. Þar býr Ásgeir vitavörður.
Báðir eru þeir kunnir af athöfnum frægðarárið 1947 og
fleíru. Þá bjuggu 8 fjölskyldur á þessum stað og komu
allar mikið við sögu. Sama má víst segja um flest fólk í
þessum hreppi, Rauðasandshreppi.
í dag er mannmargt á Látrabæjum, þó ekki eigi þar nú
heima nema 5 manneskjur. Hvað má slíkt lengi svo til
ganga. í dag standa bifreiðar i öllum hlaðvörpum og
finna vist engan áhyggjuþunga í sólskini okkar af óviss-
unni um framtíð byggðarlagsins.
En áfram, þvi ekkert erum við annað en flýtirinn.
Áfram til hliðar við forna verstöð, sem tíminn er búinn
að leggja í rúst undir brúnleitan sand eða rauðan. Þar
örlar þó á grjótveggjum og grjótgörðum. Einnig höfum
við veður áf kumlum og sögum af þeim og mannlífi
Látravíkur fyrr á öldum af lifandi mannavörum. En
ákafinn áfram er meiri en svo að sagnir um dauðra
manna dysjar og verbúðir tolli verulega í okkur. Svo er
fiskivíkin að baki utan einn blágrýtissteinninn með nafni
og heitir Júdas. Hann verð ég endilega að finna aftur i
fjöru.
Allt er að baki I svona stórferðum á samri stundu og til
móts við það er komið. Nú bregður samt útaf því. Lengra
til vesturs efur enginn lifandi maður. Landið er ekki
lengur til í þeirri áttinni nema undir sjónum. Nú nær það
þannig alla leið vestur að miðlínu millum Látrabjargs og
Grænlandsjökla síðan ríkisstjórnin færði þegnum sínum
til fullra umráða 200 mílurnar. Það var vel af sér vikið.
Og ætti hún að fá fyrir það meira lof en nokkur önnur en
engar skammir út kjörtímabilið og annað til, hrósyrði
allra að verðleikum.
Þar sem hjól okkar hætta að snúast hjá Bjargtangavita,
er allt sléttlendi þakið bifreiðum. Engum duldist að þar
voru þær allar komnar okkur til sæmdar, sem gefum nú
sólskin á báðar hendur, vestur á landsenda.
Býsn eru meðan brothætt jörð
brestur ekki undan fargi
þar sem á hennar holu skurn
hlaðið er Látrabjargi.
Aldrei hefur nokkur íslendingur sem ég fundið aðra
eins list í þessum orðum Jóns Helgasonar.
Áður hafði ég ekki hugmynd um að ég kynni svona <
mikið í honum.
En það var anhað: Lofthræðslan greip mig þegar ég var
kominn fram á fremstu brún, eða rétt að segja þangað.
Hún var svo mögnuð að ég er viss um að hún hefur
verið eins og útmálaður aumingjaskapur frá hvirfli og
langt niður á bak — í augum allra sem á mig vildu líta.
En það gerði vist enginn. Okkar tími á verulegu Bjargi
var ekki kominn. Hressingu urðum við að fá áður. Það lá í
loftinu og bætti heilsuna, alltént um stundarsakir.
Allt kvennaval úr Rauðasandshreppi og nærliggjandi
byggðarlögum, börn og öldungar að viðbættum knálegum
körlum, situr þarna fyrir okkur hjá vitanum. Blandast nú
saman þingeyingar og barðstrendingar, án verulegrar
blóðblöndunar þó, svo vitað sé. Einhverjir heimamenn
eru komnir lengst upp í vita, t.d. hreppstjóri þeirra, að
fræða gesti. En konur og heimasætur hlaða upp lönum af
pönnukökum á guðsgræna jörðina. Og í öðru lagi koma
Framhald ð bls. 16.