Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Síða 5
ÞaO var ekki aoeins þýska beitiskipio Emden. sem kom til landsins rétt fyrir striS til þess a8 sýna hir
hakakrossinn heldur komu hingaB tveir kafbátar U nr. 26 og 27 i júlí 1939. f september sama ár kom
kafbáturinn U 30 hingaB til Reykjavíkur. Hann sökkti farþegaskipi Breta Artheniu 3. september
nokkrum klukkustundum eftir upphaf striðsins. Þýskur bátur U 26 eBa 27 leggst a8 IngólfsgarSi.
Þessi mynd er af
töku kafbáts sunnan
viS ísland i septem-
ber 1941. Bóturinn
var dreginn inn i
Hvalfjörð. Breskar og
norskar flugvélar
héSan frá íslandi
tryggSu töku bátsins.
Þetta var einstæSur
atburSur, aS þýskur
kafbátsforingi gæfist
upp. StaSa hans fyrir
uppgjöf var ekki talin
vonlaus.
Stór íþróttahöll, er Bandaríkjamenn reistu við
Hálogaland, var gefið heitið „Andrews Memorial
Hall" til minningar um hershöfðingjann. íþróttafélög-
in studdust mjög við þessa höll fyrstu eftirstríðsárin.
Kvikmyndahúsið á Keflavikurflugvelli, sem enn er í
notkun fyrir liðsmenn þar suður frá, heitir Andrews
Theater.
í apríl 1941 gerði Bandaríkjastjórn samkomulag
við Kauffmann, sendiherra Dana í Washington, um
að Bandaríkjamenn tækju að sér vernd Grænlands.
Var siðan ráðist i lagningu flugvalla og annarra
stöðva og nefndu Bandarikjamenn þær nöfnunum
Blue West 1 til 8. Mikilvægasti völlurinn var í fyrstu
Blue West I (Narssarssuak) nálægt Eiriksfirði. Seinna
komu aðrir flugvellir svo sem við Syðri Straumsfjörð.
Mest umferð mun hafa verið um Blue West I, bæði
flutningur flugvéla og eins flug suður fyrir Hvarf við
kafbátaleit og verndun skipalesta. Til aðgreiningar
hétu stöðvarnar á austurströnd Grænlands Blue East.
Seint á árinu 1941 og frá 1942 fara landsmenn
að fá far i flugvélum, austur og einkum yestur yfir
hafið, aðallega embættismenn í erindum fyrir ríkis-
stjórnina. Hafa margar sögur orðið til frá þeim
ferðum. Kom þar margt til, svo sem aðbúnaður í
hervélunum, oft margra daga bið á flugvöllum,
einkum er bilanir urðu t.d. i Goose Bay á Labrador,
Gander á Nýfundnalandi, Presque Isle í Maine eða
Blue West í Grænlandi. Var sérstaklega sögulegt að
koma á grænlenska flugvöllinn Blue West I, (sem er i
fullri notkun i dag í Narssarssuak) aðflug inn þröngan
fjörð og fjöruborðið við flugvöllinn þakið flugvélum,
er hlekkst hafði á.
Var hætta á þýskri innrás?
Viðskiptamálin.
Þessu er óhætt að svara neitandi. Heyrst hefur um
þýska áætlun um innrás i ísland, sem kann að hafa
verið samin á einhverju stigi. Ekki mun hafa verið
ástæða til að óttast hana meðan Bretar héldu velli í
heimalandi sínu og Bandamenn höfðu yfirhöndina
að mestu, að minnsta kosti með yfirsjávarskipum á
hafsvæðinu kringum landið. Mesta hættan fólst í því,
að Þjóðverjar hæfu sprengjuárásir t.d. á Reykjavik og
hættunni raunverulega boðið heim með öllum þeim
herbúnaði, sem var t.d. rétt utan við eldhúsgluggana
hjá íbúum Reykjavikur. Lánið var, að Þjóðverjar áttu
ekki mjög langfleygar flugvélar, meðan varnir voru
veikastar hér á landi fram á mitt ár 1 941. Til dæmis
hefur verið bent á, að Heinkel 111 vél frá Sola við
Stavanger hefði mest getað borið eina 2-60 kílóa
sprengju hingað til Reykjavikur til að ná aftur til
heimaflugvallar.
Aðstæður austur og norðaustur af landinu voru
aðrar. Til dæmis hröktu Þjóðverjar norska herstöð frá
Spitsbergen með skipum og flugvélum og rætt er um
örlög sumra skipalesta á leið til Murmansk, er þær
sigldu norðan Noregs.
Freistandi væri að ræða stuttlega viðskiptamálin í
striðinu, ef efni væru til. Má þar nefna bresku áhrifin
á þau mál fyrstu árin, störf tveggja manna nefndar-
innar skipuð Magnúsi Sigurðssyni, Landsbanda-
stjóra, og C.R.S. Harris frá Englandi. Tilvist fslands
innan sterlingssvæðisins kemur inn í þá sögu,
greiðsiur fyrir ísfiskinn, er fór mestallur til Bretlands
öll stríðsárin, með dollurum svo að landsmenn gætu
greitt fyrir innflutning frá Bandarikjunum og Kanada
o.fl. Er að finna frásagnir um þetta í skýrslum
Landsbankans frá stríðsárunum, en lítið heillegt
hefur verið skrifað um þessi mál.
Mat á hernaðargildi
íslands f stríðinu
Þpð má meta í þessari röð eftir mikilvægi:
1) Aðstaðan í orrustunni um Atlantshafið var tví-
mælalaust mikilvægust hér á landi fyrir Bandamenn,
bæði sem flotastöð og aðstaða fyrir flugárásir á
kafbáta og við vernd skipalesta og almennan stuðn-
ing við flota Breta og Bandarikjamanna. Skipalestir á
leið yfir hafið áttu hér skjól á fjörðum íslands og hafði
það mjög verulega þýðingu í sambandi við siglingar
yfir Atlantshafið, því að margar skipalestir til og frá
Ameríku til Bretlands fóru norðurleiðina eftir mati á
hverjum tíma, hvar kafbátastyrkur Þjóðverja var
talinn vera mestur. Enn mikilvægari var aðstaðan
fyrir skipalestir á leið til Murmansk, er yfirleitt lögðu
upp frá Seyðisfirði. Hvergi var baráttan eins hörð og
norðan Noregs, þar sem Þjóðverjar höfðu oft aðstöðu
með kafbátum og flugvélum til að granda stórum
hluta skipalesta. Héðan var haft eftirlit með ferðum
Þjóðverja og lagt til atlögu, hvenær sem færi gafst.
Þjóðverjar reyndu oft að leynast og komast út á
Atlantshaf á skipum með ísröndinni milli íslands og
Grænlands. Frægust varð ferð Bismarcks og Prinz
Eugens.
2) Næst að mikilvægi fyrir Bandamenn var önnur
flugaðstaða Breta og Bandaríkjamanna hér á landi.
Flugumferðin yfir hafið með nýjar og notaðar flugvél-
ar með viðkomu á íslandi varð ákaflega mikilvæg. Á
þann hátt komust vélarnar sæmilega örugglega og
fljótt yfir hafið og mikilvægt skipsrými var í staðinn
notað fyrir önnur hergögn og matvæli fyrir vesturvíg-
stöðvarnar og Bretland.
3) í þriðja lagi var ísland all mikilvægt sem herstöð
fyrir landher og sem eyja í stóru hafi, sem varð að
hernema til þess að óvinurinn gerði það ekki. Hér
varð þvi almenn herstöð og þjálfunarstöð með mikla
aðstöðu m.a. hersjúkrahús fyrir særða menn frá
vígvöllum Vestur Evrópu og ekki síst úr hinni hat-
römmu orrustu um Atlantshafið. Hér voru mikilvæg-
ar veðurathugunarstöðvar, flugsamband við Græn-
land og nokkuð við Rússland. Hér störfuðu herdeildir
Breta ekki aðeins frá Englandi heldur líka herlið frá
samveldislöndunum í þjálfun og biðstöðu. Hernám
íslands reyndist mikilvægur áfangi við að fá Banda-
ríkjamenn til að blanda sér í styrjöldina og við það
léttu Bandaríkjameng á styrjaldarbyrðum Breta. ís-
land varð og geysimikilvæg birgðastöð Bandamanna
fyrir flug og flota, með olíu, mannafla og ekki síst
vopn, sem var hlaðið hér upp.
Einna mest áberandi voru hraukar af djúpsprengjum,
sem vörðuðu veginn endalaust upp á Hellisheiði,
einnig í birgðarstöðvum, utan vegar. Djúpsprengj'um
þessum var ætlað að granda kafbátum Þjóðverja og
var kastað úr flugvélum, en einkum skotið út frá
korvettum og tundurspillum Bandamanna I eltingar-
leik við kafbáta, er stóð alla styrjöldina.
4) Þá liggur í augum uppi, að landsmenn voru
komnir að all verulegu leyti i vinnu fyrir Bandamenn,
sem hluti striðsvélar þeirra. All stór hluti verkamanna
og annars starfsfólks var í einni eða annarri mynd
starfandi fyrir Bretland og Bandarikin við mannvirkja-
gerð, þjónustu og framleiðslu. Síðast en ekki síst’ber
þess að geta, að öll stærri fiskiskip landsmanna voru
í flutningum með ísfisk til Bretlandseyja. Var þáttur
fólks, sem vann i landi að fiskverkun, að sjálfsögðu
einnig verulegur.
5) Friðbjörn Aðalsteinsson, stöðvarstjóri Landssím-
ans á Loftskeytastöðinni á Melunum skrifaði grein
eftir stríð í Simablaðið og hélt því fram, að stöðin á
Melunum TFA hafi haft geysimikla þýðingu i orrust-
unni um Atlantshafið. Stöðin var sterk, vel tækjum
búin og sérstaklega vel staðsett. Þar höfðu Bretar
aðstöðu út mest allt stríðið. Þeir komu fyrir eigin
stöð, en studdust mjög mikið við þann tækjabúnað,
sem Landssíminn hafði komið upp þarna til almennra
radíoviðskipta við skipalestir. Hitt er ráðgáta, hvar
Bretar og seinna Bandaríkjamenn höfðu miðunar-
stöðvar til þess að finna óvinaskip og kafbáta á
grundvelli radíó-sendinga þeirra. Það kemur t.d.
fram að í eltingarleiknum við Bismarck hafði Bretum
tekist að finna skipið eftir hlustun á sendingar þess.
Voru miðunarstöðvar á Bretlandi, íslandi og Gíbraltar
notaðar í þessu sambandi.
Almennt séð var hernaðargildi landsins fyrst og
fremst tengt flutningum á sjó og í lofti. Straumur
Sjá nœstu j
síðu_^^g
©