Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Blaðsíða 6
ATTU EKKI
OKKAR LAN AÐ
MJÖG LANGDRÆGAR FLUGVELAR
Merkileg heimildar-
mynd: Þýzkur flug-
maður flaug inn yfir
Reykjavlk 4. október
1942 og tók mynd-
ina. Punktallna hefur
veriS dregin utan um
flugvallarsvæSiS.
sem er nálega jafn
stórt og allur bærinn.
BúiS er aS byggja I
NorSurmýri. en ekki
byrjaS að byggja I
HliSunum. Efst til
hægri sjást garSlönd.
þar sem Hvassaleiti
er núna og gamli
golfvöllurinn. Á flug-
vallarsvæSinu er aS-
eins búiS aS leggja
NorSur-
suSur-brautina. en
hinar eru i undirbún-
ingi. Á myndinni
stendur. aS á vellin-
um séu 10 eins
hreyfils, og 20
tveggja hreyfla flug-
vélar. Myndin er tek-
in úr 5.600 metra
hæS.
Stabia Lfl.-Kcio.S
Aus wertu ng •
trkennbare Beleguno/
2.0 mehrmot. T/gzg.
REYKJAVIK
ÚR LOFTI
4. október 1942
iír) 120
B<eob ■ Oö/t Löhr
JS30/L2 &K r. k-.10.L2.
Naflstab etwa 128000
Höhe etwa S600 m
hergagna, vista og herliðs austur yfir Atlantshafið var
með mikilvægustu þáttum styrjaldarinnar. Haft hefur
veríð á orði, að Bandamenn hefðu einkum unnið
styrjöldina með Liberty flutningaskipum, Dakota
flugvélum og jeppanum. Öll þessi tæki voru fram-
leidd í Bandaríkjunum.
Er freistandi, áður en skilið er við þetta mikilvæga
efni, að vísa í heimsfrægan vísindamann.
Einn aðalþátturinn i striðsrekstri Breta og Banda-
ríkjamanna fram að innrásinni i Normandí árið 1 944
voru sprengjuárásirnar á Þýzkaland, ítaliu og her-
numdu löndin. í striðinu sjálfu voru lengi átök milli
sprengjuflugvéladeildar (Bomber Command) og
strandvarnasveitar (Costal Command) breska flug-
hersins um fjögurra hreyfla langdrægar flugvélar,
einkum Liberator vélarnar. Hinn fyrrnefnda vildi fá
vélarnar til sprengjuárása en hin siðarnefnda til að
vernda skipalestir á Atlantshafinu fyrir kafbátum. Var
þetta ágreiningsefni mikið rætt á eftirstriðsárunum.
Má hér vitna i ummæli Professors Blackett, sem var
eínna fremsti kjarnorku vísindamaður Breta á stríðs-
árunum og eftir þau, og starfaði m a. fyrir flotamála-
ráðuneytið að hertæknimálum. Hann skrifaði í Brass-
ey's Annual 1953 þetta: „Á grundvelli talna um
gagnsemi flugverndar, þá má áætla, að langdræg
Liberator flugvél, er starfaði frá íslandi að vernd
skipalesta á miðju Atlantshafi, mundi sjá fyrir öryggi
sex flutningaskipa á þjónustutima vélarinnar, er
myndi spanna yfir um það bil þrjátíu flugferðir. Ef
sömu flugvél væri beitt til sprengjuárása á Berlín,
mundí hún á sama tíma kasta niður tæplega 100
lestum af sprengjum og myndi eyða húsum og valda
dauða 24 borgara." Segir Blackett ennfremur, að
enginn geti rengt, að hernaðarlega hefði verið miklu
gagnlegra fyrir Breta að bjarga sex flutningaskipum
með áhöfnum og farmi. Var því mjög haldið fram, að
sprengjuárásirnar á borgir og iðnaðarhéruð hafi ekki
dregið svo mjög úr framleiðslugetu Þjóðverja. Það,
sem er m a. merkilegt við þessa frásögn er, að
Blackett notar ísland (eða aðstöðu hér) sem dæmi til
að lýsa sinni skoðun. Orrustunni um Atlantshafið fór
ekki að linna að ráði, fyrr en komið var fram á vorið
1943. Þá höfðu Bretar m.a. komið upp litlum
flugmóðurskipum, sem fylgdu skipalestum til vernd-
ar. Radio- og radarteknikkinn var þá kominn á hátt
stig í kafbátaleitum. Dönits sem stjórnaði kafbáta-
flota Þjóðverja, þurfti sífellt að beita nýjum aðferð-
um. Þegar liða fór á stríðið, voru þýskir kafbátar
farnir að starfa saman í stórum hópum, sem röðuðu
sér upp fyrir skipalestum. Þeir tóku að verjast
flugvélum ofansjávar, þeir urðu að sækja lengra og
lengra, þar sem varnir Breta og Bandaríkjamanna
voru veikari, t.d. undan ströndum Bandarikjanna og
suður í Karabiska hafið. Þjóðverjar eignuðust
„Snorkel" kafbáta, sem þurftu ekki að koma upp á
yfirborð sjávar til að ná i súrefni, ma. til að hlaða
rafhlöður. Loks er ástæða til að leggja áherslu á, að
verkaskipting var milli Breta og Bandarikjanna. Hern-
aður á sjó og landi á Kyrrahafsvígstöðvum hvíldi nær
eingöngu á Bandaríkjunum. Það kom fyrst og fremst
á Breta að heyja orrustuna um Atlantshafið. Er
jafnvel ástæða til að ætla, að Reykjavíkurflugvöllur
hafi verið með mikilvægari flugvöllum i þeirri orrustu
a.m.k. fram á mitt ár 1 943.
Ýmislegt um stríðið
Það er fróðlegt en erfitt verkefni að gera grein fyrir
hinu breska og síðan bandariska áhrifaskeiði hér á
landi á striðsárunum. Mörkin eru alls ekki greinileg.
Breski flotinn og flugherinn voru hér til stríðsloka.
Bandarisku áhrifin hefjast að sjálfsögðu haustið
1941. Árin 1940 og 1941 voru einkennileg hér í
Reykjavík. Árásarhætta virtist raunveruleg. Breskir
hermenn gerðu sér tíðförult í öll samkomuhús og
kvikmyndahús i bænum. Víða spruttu fram veitinga-
stofur fyrir hermenn og „Fish and Chips" sjoppur,
sem seldu steiktan fisk og kartöflur, framreitt i
íslenskum dagblöðum fyrir hermennina. Bresk frétta-
blöð gefin út af íslendingum og seld á götunum og
Bretar fengu eigin tíma frátekinn í Ríkisútvarpinu,
svo að nokkuð sé nefnt, þegar breskra áhrifa gætti
mest hér á stríðsárunum, en „ástandið" hélzt út allt
stríðið.
Af sparnaðarástæðum munu Bretarnir hafa byggt
sin herskálahverfi, sína „campa", nálægt íbúðahverf-
um, m.a. til að spara leiðslur og götulagnir. Eru til
miklar heimildir hjá Reykjavíkurborg um innréttingar
Bretanna hér í Reykjavík og nágrenni. Upp í Mos-
fellssveit og á Kjalarnesi þurftu Bretarnir að kosta
miklu til fyrir ýmis konar aðstöðu, svo sem vatnsból,
sem sveitirnar munu enn styðjast við. Bandarikja-
menn tóku upp aðrar aðferðir og þurftu ekki eins að
gæta sparnaðar og voru með marga „campa" fjær
byggðu bóli landsmanna. Besta dæmið er, hvernig
þeir lögðu undir sig Miðnesheiði vestur í sjó og svæði
t.d. norðvestur af Grindavík og víðar.
Mikill áhugi er að vakna fyrir atburðarás og
afleiðingum stríðsáranna og orðið timabært fyrir
fræðimenn að skrifa um þetta tímabil. Margt má
nefna, svo sem stjórnmálalegar, menningarlegar,
verklegar og aðrar afleiðingar stríðstímans. Þá má
nefna þróun viðskiptamála á landshagi. Áhrifin voru
griðarlega mikil og seint séð fyrir enda á þeim, enda
her reyndar enn í landinu.