Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Qupperneq 8
Þjöðgarðar ReykjavTkur FRÖÐLEIKSFÖR HEIÐMÖRK Hversu margir Reykvíkingar þekkja þjöögarö sinn og hversu margir fara þar um ön sambands viö nöttúruna? Effir Þuríði J. Árnadötfur Er menningargildi útivistarsvæðisins i eiðmörk vanmetið? Ekki er mér grunlarust um að svo sé. Almenningi er að visu kunnugt að þar er fengist við trjárækt og uppgræðslu lands en minni gaum- ur er því gefinn að skógrækt, landgræðsla og mannrækt eru nátengdir menningarþættir, ekki síst í okkar landi. Á yfirstandandi „stein"-öld heyrast háværar raddir um sambandsleysi manns- ins við náttúruna. í Heiðmörk stendur borgar- búum til boða að komast i beint samband við sitt eigið land með iítilli fyrirhöfn. Þar bíður foreldra og annarra uppalenda gullið tækifæri til að kenna börnum sinum náttúruvernd, að hafa ánægju af gróðri ög fuglalífi og veita athygli þjóðlegum og sérstæðum þáttum í landslagi og staðháttum. Til þessa hafa kynni min af Heiðmörk verið, að ég hygg dæmigerð fyrir meirihluta þeirra, sem þangað koma, þ.e. þeir aka um og horfa hugsun- arlitið út um bilglugga eða hreiðra um sig i skjólgóðri laut og þegar best lætur, fara i stuttar gönguferðir með fjölskyldunni. En gönguleiðir eru ekki eins áhugavekjandi þegar enginn ber kennsl á örnefni og tiltölulega fáir trúi ég að leggi leið sína upp á hjallabrún ofan Sneiðinga til að horfa frá hringsjánni þar. Flestir fara svo heim án þess að komast i persónulegt samband við náttúruna og umhverfið, ef svo má að orði komast. í þetta sinn er ætlunin að lita Heiðmörk frá öðru sjónarhorni en venjulega. Vilhjálmur Sigtryggs- son, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykja- víkur ætlar að vera leiðsögumaður í stuttri öku- og gönguferð um þann hluta Heiðmerkur, sem opinn er fyrir umferð í miðjum maimánuði. Vilhjálmur hefur starfað hjá Skógræktarfél. Rvikur frá því hann lauk námi sem skógræktarfræðingur árið 1953 Hann tók við framkvæmdastjórn félagsins eftir Eínar G. E. Sæmundsen fyrir um það bil 7 árum. Hann hefur því jafnframt yfirumsjón með Heiðmörk og mun manna best kunna skil á því hvers má vænta af útivistarsvæðinu i náinni framtið og hvernig uppbyggingu þar er hagað með almenningsafnot í huga. Starfsemi Skógræktarfélagsins Á meðan við ökum eins og leið liggur austur að Hólmsárbrú lýsir Vilhjálmur starfseminni í Heið- mörk í stórum dráttum: — Skógræktarfél. Rvikur hefur allan veg og vanda af framkvæmdum við svæðið en það er eign Reykjavikurborgar að undanskyldum hluta Vífilsstaðalands, sem Skógræktarfél. hefur á leigu frá Rikisspítölunum og landspildu, sem er eign Garðahrepps. Tveir af starfsmönnum félagsins eru fastir starfsmenn við svæðið allt árið, þeir Ólafur Sæmundsen, skógræktarfræðingur og Reynir Sveinsson, umsjónarmaður en hann hefur aðsetur á Elliðavatni. Fleiri starfsmenn vinna við þetta á sumrin. Aðallega fer vinnan fram frá vori til hausts, þá er unnið við gróðursetningu, grisjun, hreinsun, áburð, ennfremur lagningu vega og viðhald á þeim en til þess eru ráðnir menn og tæki eftir þörfum og framkvæmdum hverju sinni. Framkvæmdir takmarkast af árlegri fjárveitingu til Heiðmerkursvæðisins frá Reykjavíkurborg. Á síð- astliðnu ári var upphæðin 14.3 miljónir króna en er 1 9 miljónir á þessu ári. Hraun og gróðursvæði En við erum á leið í Heiðmörk. Svæðið er hraunum girt svo að segja á alla vegu. Rétt vestan við auðu húsin á Silungapolli er eitt af þremur innakáturshliðum í Heiðmörk. Sterkleg trégrind er tryggilega fest í jörð við hliðið. — Við höfum hér uppi yfirlitskort við hliðin til þess að fólk geti kynnt sér afstöðu og örnefni, en við tökum þau niður á veturna og ekki er búið að setja þau upp nú í vor, segir Vilhjálmur. Innan við hliðið tekur Hraunslóðin við en sú braut er fær ökutækjum allt árið. Þegar kemur hærra upp í hraunið sér víðar yfir: Á vinstri hönd ber Selfjall hæst í baksýn, nær er Gráhryggur, langur og draungalegur hraunbálkur, þar niður af ávalur hæðarkambur, gömul mórenna, útskýrir Vilhjálmur. En hátt uppi á hæðarbrún trónir Hólmsborg; það er gömul fjárborg, hlaðin af Karli bónda á Hólmi í kringum 1918. Hér má sjá hraun mjög misjöfn að aldri, sum milli 4 og 5 þúsund ára (Leitárhraun). Fyrsta gróðursvæðið, sem komið er að á þessari leið er Hólmshlið og skammt þaðan er Litlahlíð. — Á þessu svæði hefur fremur lítið verið gróðursett, segir Vilhjálmur. Hér er gert ráð fyrir blönduðum skógi en þá er gamla birkið, sem fyrir var látið vaxa og bætt inn í sitkagreni, bergfuru og stafafuru. Með því vex upp með tímanum það, sem við köllum útivistarskóg eða skjólgróður sem miðast fyrst og fremst við að þar megi hafast við í nokkurn veginn hvaða veðri sem er.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.