Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Síða 9
Sumstaðar, þar sem
áður var gróðurleysi og
berir melar, lítur landið
nú út eins og hér sést:
Litskrúðug lúpína, sem
hefur reynst framúr-
skarandi á mögru landi
og jafnvel uppblásnu.
Reynir Sveinsson verk-
stjóri við gróðursetn-
ingu í Heiðmörk og
Sverrir Þórðarson
blaðamaður við spak-
legar viðræður innan
um barrtré og upp-
runalegan gróður í
Heiðmörk.
Hér eru nokkrar landnemaspildur m.a. þeirra
Súgfirðinga og Skaftfellinga en þeir voru með
þeim fyrstu að hasla sér völl. Og fleiri landnema-
spildur koma í Ijós.
— Nú hefur verið úthlutað 54 landnemaspild-
um. Flestar eru 5 ha að stærð, nokkrar þó aðeins
stærri. Landið fer að verða fullnýtt að þessu leyti,
þó tökum við enn nýja landnema ef eftir því er
óskað. Margir hinir eldri hafa fyllt sína reiti. Hér er
t.d. Félag símamanna með svo til fullgræddan
reit, einnig Kennarafélag Austurbæjarskólans,
mjög duglegt landnemafélag enda hafa þeir oft'
komið með nemendur sína með sér. Þá er Garð-
yrkjufélag íslands, þeir hafa þó ekki sinnt sinum
reit eins vel, hafa trúlega hugsað meira um að
rækta garðinn sinn heima. Trésmiðafél. Reykja-
víkur á þennan reit og marga aðra landnema má
nefna. Þá hafa hin ýmsu kvenfélög reynst af-
bragðs landnemar, segir Vilhjálmur.
Trjágróður og gönguleiðir
Þegar komið er út úr Hólmshrauni tekur við
Elliðavatnsheiði og sér nú vítt yfir Elliðavatn,
Vatnsendahæð, Rauðhóla, Gvendarbrunna, Jaðar
og framundan í nokkurri fjarlægð Reykjavíkur-
borg. Hraunslóðin liggur hér inn á Heiðarveg og
við ökum hann spölkorn, framhjá Þorgeirsstöðum,
sumarhúsi Nordmanslaget; þar er umgengni og
ræktun til sérstakrar fyrirmyndar. Sú spurning
vaknar, hvort heimilt sé að byggja skála eins og
þennan í Heiðmörk. En svo er ekki. Það var aðeins
leyft í byrjun og Norðmenn voru svo fljótir til að
þeir höfðu reist sitt hús þegar reglum um bygging-
arleyfi var breytt.
Nú verður ekki komist lengra akandi, framund-
an er lokaður vegur; það er Strípsvegur sem liggur
um Stripshraun en þar suðaustur af eru Hjallar og
Löngubrekkur Vegir þar eru lokaðir vegna hol-
klaka, sem ekki er enn farinn úr jörð. Þá er að
ganga og ekki amar veðrið þessa vordaga. Gengið
er upp frá bílastæðum við Vígsluflöt. Þar í brekku-
dragi er bautasteinn atorku- og áhugamannsins
um velferð Heiðmerkur, Einars G.E. Sæmundsen
en hann lést árið 1 969.
Á leiðinni upp brekkuna verður þess greinilega
vart að skógarþrestirnir eru í búskaparhugleiðing-
um og sennilega hrossagaukurinn líka, sem lætur
til sín heyra í nágrenninu. Hér eru göngustígar
troðningar, ekki malarstígar. Vilhjálmur gerir grein
fyrir áætlunum sem gerðar hafa verið um að
leggja greiðfærar gönguleiðir um Heiðmörk.
— Þá höfum við ekki síst í huga þá sem koma
hingað til gönguferða allt árið. Verið er að gera
bílastæði þar sem skilja má eftir ökutæki. Nú er
unnið að gönguleið frá Hraunslóð upp að Hólms-
borg og þaðan áfram a Þorsteinshelli, einnig niður
í Litluhlíð og Hólmshlíð en þangað fara margir til
að sjá jökulrispur frá ísöld. Við þessa vegagerð
notum við það efni, sem best samræmis umhverf-
inu á hverjum stað, hlöðum úr hraungrjóti þar sem
það á við og torfi þegar það fer betur, á graslendi
sáum við í göngustíga og græðum þá upp. Reynt
er að hafa öll mannvirki eins náttúrleg og hægt er
og stefnt er að frjálsu umhverfi; engin spilda er
girt en ætlunin er að byggja vörður úr torfi eða
grjóti svo fólk geti betur áttað sig á hvar það er
statt.
Landnemaspilda Ferðafélags íslands er trúlega
einn af vænustu skógræktarreitunum í Heiðmörk.
Þar má sjá falleg og vöxtug sitkagrenitré 3—4
metra há en þau geta orðið 10—12 metrar á
hæð. Þá er bergfura ættuð sunnan úr Alpafjöllum
gróðursett '63 og stafafura frá árinu '59. Sú
trjátegund lofar góðu um árangur. Þess má geta
að síðastliðinn vetur gaf Skógræktarfél. Rvíkur
öllum barnaskólum borgarinnar jólatré, og var það
2 — 3 metra há stafafura. Hér komum við einnig
auga á leyfar af skógarfuru þeirri, sem ekki
reyndist hafa lífsskilyrði. Það undarlega er þó það,
að kuldi og rýr jarðvegur virtist ekki verða henni
að aldurtila, heldur var það lús, sem lagði hana að
velli. Innst við hraunröndina kúrir íslenskur eini-
brúskur, gulur og visinn eftir snjóleysi og þurrviðri
á síðasta vetri.
Vinnuskólastúlkur mikilvægur liSsauki
Hafið þið alltaf nægilegt vinnuafl?
— Landnemarnir sjá mikið um vinnu við sína
gróðurreiti en fá þá aðstoð sem þeir þurfa hjá
okkur. Við fáum hér mjög góðan liðsauka þegar
Vinnuskólinn tekur til starfa á vorin. Flestar ferm-
ingarstúlkur koma til okkar og vinna hér á svæð-
inu á sumrin. Þetta hefur gefist mjög vel, bæði
fyrirstarfsemina hér og þær sjálfar að mínu áliti.
Líffræðingar eru fengnir til að fræða þessa
stúlknahópa og vinnan gengur yfirleitt vel, þær
hreinsa, lagfæra vegi, vinna við gróðursetningu
o.s.frv.
Nú spyrja ófróðir: Hversvegna stúlkur en ekki
piltar?
— Þessi hefð-mun hafa skapast strax eftir
1955, þegar Vinnuskólinn hóf störf. Á þeim tima
var erfiðara fyrir stúlkur að fá vinnu og piltatnir
voru settir í grófari störf t.d. hjá hreinsunardeild
borgarinnar.
Nú mætti einnig spyrja hvort allar þessar ungu
stúlkur, sem vinna þarna sumarlangt séu ekki
líklegar til að kenna börnum sínum siðar, að
þekkja og meta gildi útivistarsvæðisins í Heið-
mork. En timinn leiðir það í Ijós.
Reglur um umgengni i Heiðmörk
Við Torgeirsstaði er veðurathugunarstöð.
Ástand hennar þarf að athuga eftir veturinn en
starfsmenn Skógræktarfélagsins hafa eftirlit á
hendi. Rjúpnaskyttur eru hér oft á ferð. Sumir
þeirra eru svo skotglaðir menn a þeir hafa hæft
þetta hvíta bursthús nokkrum haglaskotum eða ef
til vill hafa þeir bara tekið það fyrir rjúpu i slæmu
skyggni. Hitt er mun verra, að skotgleði þeirra
hefur bitnað illilega á salernisturnum úr tré, sem
komið er fyrir á við og dreif um svæðið en slikt
gæti í vissum tilvikum haft alvarlegar afleiðingar.
Hvaða reglur eru settar um umgengni?
— Öllum er frjálst að ganga um hvar sem þeir
vilja ef þeir valda ekki skemmdum eða skilja eftir
sig rusl, og við höfum sett upp ruslagrindur til að
auðvelda fólki að ganga vel og snyrtilega um,
segir Vilhjálmur. En við verðum að loka mestum
hluta svæðisins frá 15. okt. til 15. mai fyrir
bílaumferð og hestamönnum en á þessum árstima
er aurbleyta á þeim vegum, sem ekki eru ennþá
Framhaldábls ill