Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Page 12
Súsanna í baði, eða Súsanna og tveir senatorar. Myndin er tekin á Kjarvalssýningunni, sem staðið hefur yfir í sumar. Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum Súsanna í baði Einskonar trúskipti Framhald af bls 11 tré, þá geng ég ekki í Kommúnistaflokk- inn." Við þekkjum öll þessar þversagnir; ungi maðurinn, sem tekur virkan þátt i stjórnmálum, sinnir málefnum útigangs- manna og vinnur að bættum kjörum verkamanna; hann kúgar konuna sína heima hjá sér. Hvernig brúum við gjána milli opin- bers lífs og einkalífs? Fyrsta skrefið er að.skilja það, að málefni einkalifsins eru einnig málefni heildarinnar, eða eins og Hesse segir: „Við drögum mörk persónu- leikans alltaf of þröngt." Öll okkar einkavandamál eru afsprengi tíðarand- ans. Við verðum bara að tjá þau. Andúð- in á því, sem aðeins telst heyra einkalif- inu til, eru hin viðteknu viðbrögð þessa tímabils. Seinni heimstyrjöldin er fyrir löngu um garð gengin, en vitundin um milljónirnar, sem þá týndu lifinu, hvort heldur á vigvöllunum, í Hirósíma eða i gasklefunum, hefur slævt tilfinningar okkar og samvisku. Við höfum vanist stórum tölum. Við hugsum ekki sem einstaklingar i litlum stærðum. Allt okkar volæði er einkamál og það verðum við að bera ein. Þar hjálpa háar tölur ekki upp á sakirnar. Það er enginn flótti að rifja upp fyrir sér, hvernig það er að hugsa sem ein- staklingur, engin uppgjöf — þvert á móti er það mennskur hæfileiki til þess að þýða kalið hjarta. Víða bólar á nýjum mótmælum, sem eru orðin tímabær. — Dagblöðin sem ekki gátu lengUr sagt tíðindi af vatnsdælum, sem notaðar voru til þess að dreifa mannfjöldanum, fóru i fréttaleysinu að koma á kreik orðrómi um uppgjöf, flótta og sjálfskoðun. Þetta minnir á viðbrögð fólks, sem heldur í vetrarkuldanum að nú vori aldrei framar. Að draga sig í hlé, ihuga og hverfa á vit sjálf sin er manninum jafn nauðsyn- legt og vatn og brauð. Hæfni okkar til félagshyggju og félagsstarfa eru þættir i persónuleika vorum á sama hátt og pyntingarnáttúran á upptök sin I af- skræmdum persónuleika fangabúða- böðulsins. Persónusaga hvers ein- staklings tengir hann sterkustu böndunum við meðbræður sína. For- sendan til þess að geta tekið þátt í félags- lífi og stjórnmálum er hæfileikinn til þess að lifa einkalífi. V.l. þýddi Tif-skýringar: SDS Sozialistischer Deutscher Student- enbund. FDJ Freie Deutsche Jugend = samtök ungkommúnista f Austur-Þýskalandi. Ohnesr Ohnesorg = stúdent f Berlfn. Hann var áhorfandi að kröfugöngu stúdenta f Berlfn og beið bana af kúlu úr byssu lögreglumanns. Dauði hans olli miklum úlfaþyt. Dutschke = þekktur leiðtogi vinstri- sinnaðra stúdenta f V-Þýskalandi. t'tHffandi: II.f. \r\akur. Rvykjavík Framk\.slj.: Ilaraldur Swinsson Kilsljórar: IMallhias Johanm sspn Slyrmir (iunnarsson Rilslj.fllr.: (ílsli Si«urðsson AukI.vsinuar: Árni (iarðar Krislinsson Kilsijórn: AðalslraMi 6. Simi loioo Áður en þeirri einstæðu Kjarvals- sýningu lýkur, sem nú er á Kjarvals- stöðum, þar sem sýndar eru myndir þessa mikla meistara, sem flestar eru í einkaeign, langar mig til að minnast á eina af þessum myndum, ef einhverjir er lesa þessar línur ættu eftir að skoða sýninguna, eða teldu það ómaksins vert að líta á hana aftur, enn einu sinni. Mynd sú er hér um ræðir ber nafnið „Súsanna í baði" í sýningar- skránni og er á vegg hægra megin þegar gengið er inn í salinn. Eigandi myndarinnar e'r Jón Þorsteinsson íþróttakennari. — 0 — Það var einhverju sinni sem oftar að ég flutti Kjarval frá flugvelli á Egilsstöðum og til kofa hans við Selfljót. Ekki man ég nú hvort hann var að koma frá því að klassa upp saltfisk- inn í Landsbankanum, en af þeirri ferð hans er sérstök saga, sem ekki verður sögð að þessu sinni — eða hann sagðist vera að koma úr gilli frá Ragnari vini sínum, nema hvað, meistarinn var í ágætu skapi, lék á als oddi, auðsjáanlega ánægður með sig og tilveruna. Þegar hann var sestur upp í bílinn og við lagðir af stað gat hann ekki lengur orða bundist um ástæðuna fyrir gleði sinni. „Árum saman," sagði Kjarval, „er ég búinn að glíma við problem, sem mér hefur aldreí tekist að leysa fyrr en núna. Undanfarið (undanfarin ár?) hef éq verið að mála mynd af Súsönnu i baði. Hún á að vera að leika á hörpu í baðinu, en mér tókst aldrei að mála strengina eins og ég vildi hafa þá. Allt í einu leystist problemið, ég notaði vatnsbunur fyrir strengi. En þegar ég var búinn heð mynd a voru tveir karlmenn komnir inn á hana til þess að horfa á Súsönnu í baðinu. — Átti ég að reka þá út? Nei, herra skólameistari, ég gat ekki fengið það af mér." Þannig — eða mjög á þessa leið fórust Kjarval orð. Þykist ég nokkurn veginn muna mál hans um myndina orðrétt, enda helstu punktar þess skrifaðir upp að lokinni ferð. Því var það um daginn er ég kom til að skoða sýninguna, að mér brá heldur betur i brún. í stað lostfag- urrar konu, sem ég hélt að Súsanna hefði átt að vera, var þarna á mynd- inni svíradigur karlmaður í baðinu. Hitt stóð heima við það sem Kjarval hafði sagt, bæði með vatnsbunu strengina, þó ég hefði búist við þeim öðruvísi og gæjarana tvo, sem meistarinn gat ekki fengið af sér að reka út af myndinni. Það var kannski heldurekki von þarsem hér var um að ræða virðulega senatora, eftir því sem myndaskráin hermdi. Ekki fór hjá þvl að eitthvað fór hér á milli mála. Var hugsanlegt að Kjarval hafi átt við aðra mynd en þessa, þegar hann ræddi við mig I blílnum forðum? Hafi svo ekki verið fór tæpast hjá því að annar hvort misminnti meist- arann um kvenlegan yndisþokka eða að okkur bar ekki saman um kyngreiningu á Súsönnuheitinu og ég yfirgaf sýningarsalinn fullur von- brigða. Æ síðan að meistari Kjarval sagði mér frá þvl hvernig hann hefði leyst problemið, sem svo lengi hafði vaf- ist yfir honum I sambandi við hörp- una hennar Súsönnu, hafði mig langað til að sjá myndina af henni I baðinu, en hafði ekki hugmynd um hvar hún var niður komin. — Þarna var þá myndin komin — en allt öðruvísi en ég hafði gert mér I hugarlund. — í baðinu var karl- mannsbeljaki I stað brjóstaprúðrar þokkadísar. — Það var þá ástæða til, eða hitt þó heldur fyrir gæjarana að troða sér inn á myndina, hjá meistaranum til að horfa á þessi ósköp. Hvílíkur misskilningur af minni hálfu. — 0 — Nokkru seinna hitti ég vin minn Jón Þorsteinsson, eiganda myndar- innar og segi honum alla sólarsög- una, og frá vonbrigðum mínum og misskilningi. ekki hafði ég fyrr lokið sögunni en Jón skellihlær slnum smitandi hlátri og segir: „Það fór eins fyrir mér, mér sýndist Súsanna vera karlmaður og sagði Kjarval það. „Nei góði minn, þetta er sápan utan á Súsönnu," segir Jón að Kjar- val hafi þá sagt. Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.