Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Síða 13
MOÐIR
ÁN BARNA
Einn góðviðrisdaginn ekki alls
fyrir löngu varð þýzkum ljós-
myndara reikað út í skóg skammt
fyrir utan Aachen við belgfsku
landamærin. Nokkru á undan
honum for ljóshærð kona, í
gúmmfstfgvólum og stormjakka.
Ljósmyndarinn bar ekki kennsl á
hana — fyrr en hún sneri sér allt
í einu við og leit í áttina til hans.
Þá reyndist þetta vera Paola
Belgíuprinsessa. Ljósm.vndaran-
um hálfhnykkti við, þegar hann
sá framan f hana. En honum tókst
að ná af henni nokkrum ntyndum,
og hér sést ein þeirra ásamt ann-
arri nokkurra ára gamalli. Báðar
eru af sömu konunni. En það er
sannarlega ekki auðséð.
Sú var tfðin, að Paola prinsessa
þótti fegurst kvenna f þeirri stétt.
Ilún var mjög í sviðsljósunum og
eftirlæti blaðamanna og Ijós-
myndara. Nú er hún orðin 39 ára
gömul. Ilún hefur tekið miklum
breytingum, og Iff hennar allt.
Ilún býr afskekkt með Afberti,
manni sfnum, f höll einni við
Liittich. Hið ljúfa líf er nú fyrir
bf og prinsessunni býðst fátt til
afþreyingar — nema stöku sinn-
um opinberar hcimsóknir á
barnaheimili, í skóla eða sjúkra-
hús. Þau hjónin eiga tvo syni,
Philippc og Laurent, 12 og 14 ára
gamla. En þau hafa lftið af þeim
að segja nú orðið. Það er hrein-
lega búið að taka þá af þeim. Þeir
standa til konungserfða, og
Baudouin Belgfukonungur og
Fabiola drottning hans eru tekin
við uppeldi þeirra. Það er sem sé
farið að búa þá undir framtfðar-
störfin.
Móðir þeirra varð að fáta þá af
hendi. Um annað var tæpast að
velja. Ilún varð að hlýða lögum
ættar sinnar. En það hefur mark-
að hana svo, sem sjá má af mynd-
inni; hún er orðin nærri
óþekkjanieg.
Paola Belgfuprinsessa hefur látiS mikiS £ sjá uppá sfSkastiS. Myndirnar tvær eru teknar
meS aSeins fjögurra ára millibili.
SVIAR KUNNA EKKI
AÐ META ABBA
Hljómsveitin varð fræg fyrir
„Waterloo" hér um árið, þegar
hún sigraði Evrópukeppninni
árlegu og hefur sannarlega
kunnað á þvf tökin að fylgja
sigrinum eftir. Síðan hefur út
gengið fjöldi hljómplatna með
lögum, sem orðið hafa ofarlega
á vinsældalistum og óhætt er að
segja að aðdáendahópurinn er
stór. En meðal hinna vandlát-
ari er annað hljóð f strokknum
og þykir þcim ABBA ekki rista
mjög djúpt.
ABBA er bókuð langt fram f
tfmann; hljómleikarnir allar
götur til Ástralfu og plötusalan
er á borð við það sem gerðist
hjá Bítlurtum á sjöunda ára-
tugnum.
Aðeins eitt veldur
þeim og framkvæmdastjóran-
um, Stikkan Andersson,
áhyggjum. Þrátt fyrir allt er
eins og Svfar séu manna treg-
astir til að viðurkenna hljóm-
sveitina. Takmarkið núna er að
komast á toppinn í Banda-
rfkjunum og söngleikur á
Broadway er jafnvel f sigti. Þau
Agnetha, Björn, Benny og
Annifrid eru orðin vellauðug,
en ekki þykir þeim vert að láta
bera mikið á þvf heima fyrir.
Öfundin er mjög rfkur þáttur f
fari Svfa og enda þótt þau gætu
sem bezt ekið á Rolls Royce
eins og Bftlarnir fyrr meir, þá
þora þau það ekki heima f Svf-
þjóð af ótta við öfundina — og
aka bara f Volvo eins og hinir.
Jón Þ. Þór
Af spjöldum
skáksögunnar
ÁriS 1889 var sjötta skákþing Bandaríkjanna háð í
New York og í sambandi við það var haldið eitthvert
mesta skákmót, sem sögur fara af. Þátttakendur voru 20
og tefldu þeir tvöfalda umferð, hver tefldi 38 skákir.
Úrslitin urðu þau að Tschigorin og austurríski meistarinn
Max Weiss urðu efstir og jafnir, hlutu 29 vinninga hvor. í
3. sæti varð Gunsberg með 28,5 v., 4. Blackburne 27,5.
Burn 26. o.sv. frv.
Fjármagns til mótsins var aflað m.a. með því að gefa út
bók um mótið, sem seld var fyrirfram á 10 dollara eintakið.
Þetta er einhver glæsilegasta mótsbók, sem út hefur verið
gefin og hún er afar eftirsótt af söfnurum. Hvert eintak var
tölusett og á titilblað hvers eintaks var prentað, hver hefði
keypt. Ritstjóri var Wilhelm Steinitz. Fyrstu verðlaun í
mótinu voru 1000 dollarar, sem var ófamikið fé á þeim tíma.
Við skulum nú líta á skákina, sem fékk fegurðarverðlaun á
mótinu, en hún var tefld I 1 . umferð.
Hvítt: Mason
Svart: Gunsberg
ítalskur leikur
1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bc4 — Bc5, 4. d3 — d6,
5. Be3 — Bb6, 6. c3 — Rf6. 7. Rbd2 — De7, 8. a4 —
Be6, 9. Bb5 — Bxe3, 10. fxe3 — a6, 11. Bxc6 — bxc6,
12. b4 — 0-0, 13. 0-0 — Rg4, 14. De2 — f5. 15. exf5
— Bxf5, 16. e4 — Bd7. 17. Rc4 — Rf6, 18. Re3 — g6.
19. c4? — Rh5, 20. g3 — Bh3, 21. Hf2 — Rg7, 22.
Db2 — Re6, 23. Hae1 — Hf7, 24. Hee2 — Haf8, 25.
Re1 — Rd4, 26. Hed2 — Dg5, 27. R3g2 — Bxg2, 28.
Kxg2 — De3, 29. Kf1 — Rb3M og hvítur gafst upp.