Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Side 16
<Úr
hu0tkoti
Wooda
^llra*
TlL P/£MIS i Norr,
EFT/f? AÐ NAFA BOFPAP
k/£STA SKÖTU ME£> ,
HVÍTLAUK 06 HAKARL 6
/ EFT/HMAT... JL
DZEyMP/ M/G, 4£> ÉG VÆR/ AÐ l/EKJA
8DAG A/OKKRA GEGN E///KENA//SFL ÆPPUM
8L ÓPSUGL/-L EPU/Z8L ÖKL/A/t.
06 þE&AR 8DK&AK-
BÚAR VORU AD
þAKKA MÉR F9R/R,
v xr dkrwr
EN SKyNP/LE&A FANNST MÉR ÉG
V8RA STAPPUR ÚT Á
Rlugvell/--.
Gengið ö bjarg
Framhald af bls. 14
upp píramídar af kleinum og kökum. Kaffi í heljar katli,
og einhvers staðar glamrar í flöskum, ekki þó aikóhóls,
því Halldór er með í för.
Svo biðja þessar blessaðar dúfur alla að gjöra svo vel og
rétta um leið fram plastkollur barmafylltar með bæn um
að menn noti sér þessa óveru og fyrirgefi fátækleg föng.
Svo undrandi og feginn sem ég varð að mæta svona
atlæti, furðaði mig enn meira á að allt þetta fólk skyldi
vera þarna komið eins og sprottið upp úr grænkunni,
öllum að óvörum.
Hvernig hafði það framúr okkur farið, sem alla vegi
sýslunnar höfðum umdir okkur lagt?
Alltaf verða einhverjar tiltekjur kvenna sumum körl-
um óskiljanlegar.
Þá er ég hafði hellt í mig 3 kollum og stýft úr hnefa 12
pönnukökur og var búinn að týna konu minni út í mó,
keiíaði ég suður á Bjarg, upptendraður af kaffivatni og
yndisþokka vestfirskra kvenna með bréf í vasa uppá það
að konur séu undirrót allra dáða karlkyns frá 5 ára aldri
upp i 100. Ég var með ágætan sjónauka að láni. Finn
fljótt stað sem öllum stöðum tekur fram og beðið hefur
eftir komu minni frá ómunatíð. Það er eins og mér sé á
hann visað af sjálfum forlögum. Þar get ég lagst á maga
minn óhultur á bjargbrún á hendur mínar fram og horft
gegnum glerið og gerst fræðimaður af þeirri sjón sem
fyrir augun ber, upp og niður, út og suður um heljar-
flæmi hins mikla fuglabjargs. Ég er fuglafræðingur og
þekki lundarholu við hlið mér og teistur á flögri niður við
sjó. Ég þekki fýl frá álku og skegglu frá langvíu, stutt-
nef ju og hringviu.
Hvað skyldi annars hátt vera niður i fjöruna? 300m,
440?
Alstaðar er fugl við fugl á syllu hverri og snösum, á
stöllum, i skútum og holum. Svo eru aðrir sem flögra um
og fá ekki táfestu til að tylla sér á. Útilokað sýnist að
fleiri geti hér fundið blett til að leggja frá sér egg á þessu
sumri, enda er eggtiðinni víst að verða lokið. Hver er sá
sem varnar því að egg velti fram af svona smágerðum
syllum á vald þyngdarlögmálsins? Hver er sá sem skeggl-
unni kenndi að festa körfuna sina við snös? Hver útbjó
þetta? Hver vísar sjófuglinum hingað utan úr hafsauga?
Það er ónotalegt að horfa í sjónauka til lengdar. Því var
það að ég fór að mjaka mér ofurhægt og varlega aftur á
bak frá þessari sýn. Ætlaði ég svo að finna mér annan
stað og næði til að dást að því að svona blettur skyldi enn
vera til á jarðríki, sem búið er að aleyða hundruðum
tegunda villidýra láðs og lofts með hryllilegri grimmd og
græðgi.
Veit ég þá ekki fyrri til en að hjá mér stendur einn af
© Bull's
É6 TEK T/L FÓTANNA, NÆ /LE/GU-
BÍL 06 KEMST UNPAN-..
Á MEPAN FL UGUMFERPA S TJÓR/NN
L/ETUR LEPURBL ÖKURNAR HR/NGSÓLA
/ ZKLST Í/F/R FL UGt/ELL/NUM■■ ■
■1 t. :."i i.. i —- — -SEE
!p
mrd
■2--Z7
köppum Barðstrendinga svO hugsandi, ef ekki talandi:
Þig umgangist hættuna hér af gáfulegri varúð. Ef menn
álpast fram af geta þeir meitt sig illilega. Góðir þóttu mér
gullhamrarnir, þó seinna hafi mér betur skilist aðdáun
hans í ætt við góðmennsku, og hughreystandi orðalag.
Eigi veit ég hversu mörgum þingeyskum flatlendingum
hefur verið hjálpað þarna með svipuðum hætti og mér.
En öll komum við aftur til bifreiða og enginn dó.
Þar heitir Flaugarnef, sem Látramenn og margir aðrir
þeirra sveitungar fóru niður í desember 1947 og hrifu 12
útlenda skipbrotsmenn úr dauðans greipum af sökkvandi
flaki, drógu upp á Bjarg og komu til bæja. Nú er hér
sólskin eins og fegurst fæst. Þá var náttmyrkur sem mest
verður það i hvassviðri og regn, frosin jörð, hálka,
klakahrun, grjóthrun.
Enn er ég ekki orðinn meiri bjargshetja en svo að mig
fer að sundla þegar ég hugsa til nafnsins — Flaugarnef.
Um þann manndóm, forsjálni, dirfsku, karlmennsku, lag,
þrautseigju og vitsmuni get ég ekkert af viti sagt, sem þá
sýndi sig og sannaði í strjálbýlu byggðarlagi og af-
skekktp, samhjálp og samvinnu.
Brátt erum við svo komin suður á Látraheiði. Hver er
sá sem ekki þarf að sjá brunninn eina, kenndan við
Gvend? Hver er sá sem ekki þarf að sjá stærsta vörðuhóp
veraldar? Þær eru gerðar af vegfarendum fyrri tima,
þeim sjálfum til heilla og öðrum og eru óteljandi. 3
steinar, 5 steinar, margir, margir steinar í hverri. Þær
eru góðverkavörður og mátti enginn svo um götu fara í
fyrsta skipti að ekki skildi hann eftir sig viðbótarvörðu.
Annars gat illa farið. í öðrum byggðarlögum og á öðrum
heiðum köstuðu menn grjótinu á dysjar sekra manna og
níddust þannig á beinum þeirra. Hér hafa verið betri
menn að betri verkum.
Hver er líka hér á ferð, sem ekki þarf að segja heima I
sínu ríki: Svo sáum við niður i Keflavík og vitum nú
hérumbil hvar Eggert ,jtti frá kaldri Skor“. Frá erfið-
ustu dögum landsbyggðarinnar fara tæplega sögur af
hungurdiskum á suðvesturhorninu. Látravík gaf á disk.
Bjargið gaf. Breiðifjörður gaf. Og nágrannabyggðir nutu
góðs af. Þarna hafa möguleikarnir verið meiri en t.d. á
norðausturhorninu. Þvi hefur manndómurinn þar sjaldn-
ar níðst niður eða orðið hungurmorða.
Seint að kvöldi vitjuðum við sömu gististaða og næsta
kvöld á undan eftir stórkostlegan dag. Ef við höfum ekki
þá verið orðin ívið greindari en þegar við fórum, er það
ekki Barðstrendingum að kenna.
Næsta morgun er við höfðum kvatt okkar skemmtilegu
gistivini í Kvigingisdal I tveim gestgjafahúsum var okkur
ekið áfram á vegum ágætrar fararstjórnar. Ekki sem
góssi, heldur til meiri rannsókna á Vestfirðingum.
Aftur fór ég þá að hugsa um Júdas stein, sem nefndur
var og liggur í umkomuleysi við bilslóðina í rauðasandi
Látravíkur. Saga hans hófst þegar hann var tekinn I fjöru
fyrir 200, 300 eða 400 árum ásamt öðrum sæbörnum
bræðrum sínum og settur í búðarvegg. Líklega hefur
hann verið heldur illa lagaður og innrættur. Nema fljót-
lega smokraði hann sér út ur samfélagi annarra góðra
steina og skildi eftir sig skarð. Aftur var hann settur á
sinn stað í veggnum og aftur kom hann sér út úr honum.
Þá reyndu búðarmenn að hafa hann I grjótgarð, sem
notaður var til að herða á steinbit. Eigi vildi steinsi þar
vera og kom sér einnig þar út úr samfélagi annarra
þarflegra steina. Þá var körlunum, sem sjóinn sóttu út
yfir Látraröst nóg boðið. Létu þeir hann síðan liggja, þar
sem hann var kominn, jusu hann vatni og kölluðu hann
Júdas.
Sérhlifni hentaði ekki Látrarastarmönnum á þeim
tima, né öðrum. Hún hentaði hvergi og ekki heldur enn
ef vel á að fara.
Fáein dæmi svo um heiðursmenn, sem blása á sérgæðin
og henda ágirndinni út í veður og vind:
Að Hnjóti virðist bóndinn gera fullt svo miklar kröfur
til sin í hljóði sem samfélagsins með óhljóðum. Hann
hefur komið upp merkilegu munasafni (byggðasafni) á
eigin kostnað og hýsir það á heilli hæð í húsi sinu á sama
manns kostnað.
í Laugaskólakjallara i Dölum sáum við líka mikið
munasafn, sem Magnús Gestsson hefur dregið þar saman
á eiginn kostnað og ætlaði að verja sumrinu ’76 til að
skrásetja það og raða upp. En kennarahjón þar buðu
Magnúsi að borða hjá sér reikningslaust þennan sumar-
tíma. Af Snæbirni i Kvigindisdal fregnaði ég með sann-
indum að búinn væri hann að stjórna Sparisjóði Patreks-
fjarðar meira en 60 ár en innan við 70, og að aldrei hefði
sá bankinn tapað eyri, en einhverjum ábata skilað æfin-
lega. Svo breyttist þetta ’75. Þá var dýrtiðin loks búin að
smækka svo krónurnar og lyfta launum í krónutölu að
sparisjóðsreikningurinn ætlaði að koma út með halla.
Hvernig skyldi Snæbjörn hafa snúist við þvi? Hann
lækkaði launin við sjálfan sig um helming.
Lítið hefur um það heyrst að mikið sé um það að
f járhaldsmenn i háum stöðum fari svona að þegar minnk-
ar um peninginn, eða oddvitar þrýstihópa í efstu tröpp-
um. Þegar ég nú færi þetta á blað heyri ég kranamann
norður á Hvammstanga segja frá því, að ekki vilji hann
hafa fyrir sinn snúð og kranans eins og hann megi taka
og íþyngja þannig viðskiptavinum sínum eða gera að
öreigum.
Mörg önnur dæmi svipuð gæti ég nefnt að vestan,
norðan, austan og sunnan um skilning á kringumstæðum.
Eigi skal þetta þó áróður heita. En bending mætti það
vera til þeirra, sem álita að ráðlegast sé að kistuleggja
sem mest af strjálbýli vegna þess að það geri of miklar
kröfur til annarra.