Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Blaðsíða 9
[STUM FEGURSTA BLETTI STÓR-REYKJAVÍKUR- SVÆÐISINS - ÞAR SEM ANDBLÆR IENNÍ ÖRLITLUM BÁRUJÁRNSHÚSUM MEÐ BÍSLAGIOG GRJÓTGÖRÐUM ÍKRING KRÓKUR# stendur ofarlega f brekkunni, rétt niður af bflastæðinu við samkomuhúsið á Garðaholti. Þetta er lftill bær, sem snýr burstum fram til sjávar, báru- járnsklæddur með rauðum þökum og dálftil hlaða aftan- vert við bæinn. Þarna eru valf- grðnir torfveggir, kúmen og rænfang og allt f faflegu sam- ræmi eins og þegar náttúran er sjálf að verki. Bærinn var byggður rétt eftir 1930. Þar býr nú einsömul Þorbjörg Guðjðns- dðttir frá Óttarsstöðum í Ilraunum, 78 ára gömul og ekki með neinn búskap. Bðndi hennar, Vilmundur Gfslason frá Kjarnholtum í Biskups- tungum hefur f nokkur ár verið sjúklingur og vistmaður á Hrafnistu. Ekki er annað land en túnið og það er 3 ha. Túnið -r n/i-u/.- HÁTEIGUR stendur hátt uppi f holtinu vestan við Garða. Þar er lítið timburhús, byggt 1956. í Háteigi býr Þórdfs Sigurgeirs- dðttir, komin yfir sjötugt og er einsetubóndi. Hún hefur nokkrar kindur, sem hún heyjar fyrir sjálf með ein- hverri hjálp og svo hefur hún hænsni. Stærð jarðarinnar er 33 ha. Bóndi hennar, Guðbjörn Ámundason, dó fyrir 11 árum og sfðan hefur Þórdfs búið ein. GARÐAR* voru stðrbýli frá fornu fari og kirkjustaður, sem hverfið og bæjarfélagið er kennt við. Þar stðð stðrt timburhús, sem á sfnum tfma var flutt austur f Hreppa, en steinhús byggt þar eftir 1930. Garðar er langsam- lega stærst jörð f Garðahverfi, landið talið vera 133 ha. viðskiptin sem fram fðru 1932, en talsverður hluti af þessu landi hefur verið tekið undan jörðinni. Þar býr nú Helga Sveinsdóttir, fullorðin ekkja, ásamt uppeldissyni sfnum. Helga hefur unnið við húshjálp f Kðpavogi en er ekki með búskap og Jósep í Pálshúsum nýtir túnið. MIÐENGI # Bærinn stendur niðri við sjðinn, niður af Háteigi og er þar eitt fegursta bæjarstæði f Garðahverfinu. Íbúðarhúsið er örlftið á nútfmamælikvarða enda elzta fbúðarhús í Garða- hverfi, byggt um 1920. Það er 8x10 álnir eins og þá þótti sæmilegt, eða rúmlega 30 fermetrar. í Miðengi búa feðgarnir Kristján Eyjólfsson, sem er 85 ára og Ágúst sonur hans, sem er einhleypur. Þeir búa með kindur og hænsni, en Ágúst hefur unnið mikið utan heimilis. Þeir hafa verið einir til heimilis f 16 ár eða sfðan Pálmey kona Kristjáns dó. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið og öll bjuggu þau f þessu litla húsi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.