Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Blaðsíða 16
61/0 E&
tffZ/MGDI
'A
SKR
ö'/LAR-
RANNSÓKN -
/\RFÉLA6S-
IAIS____=
þ£/R
5ÖGÐU:
PACKAfZD-SÍLUNN 3/RTISt'a
NÆCtl/ A/órr...
&
13
03
©
Gott eg
n'aþ/ NÚMSR/NU.
,p>ví M/DUR, V/Ð 6ETUM
EKKERT (5ERT, p>£ TTA
ER B/la~ r^Ev^egteZ
LE/Gu-
3/í.l.., SmZmb
EG
HR/NGD/
T/L
.pBlRRA
AFTUR
OG
ÚAF þElM
UPP
NÚMER/D.
Konurí
Njölu
Framhald af bls. 14
mönnum örlög, hamingju eða óham-
ingju
Konum hefur auðvitað verið úthlut-
að sínum örlögum sem körlum, fæð-
ingu, skaplyndi, lífsferil og dauða. En
það er oft á tíðum sem þær beri meiri
ábyrgð á gerðum sínum útfrá skap-
lyndi en karlar. Þær eru dæmdar mun
harkalegar frá hendi höfundar sam-
tíðar sinnar og það kemur hyergi fram
að nein þeirra sé „ógæfukona" né
minnst á utankomandi máttarvöld
sem gætu ráðið einhverju um þeirra
lifslínurit. Þarafleiðandi gerir höfund-
ur hlut þeirra verri on ella og lætur að
því liggja að þær geti sjálfar sér um
kennt, sbr Hallgerði sem tvimæla-
laust er ógæfumanneskja. Þannig er í
flestum tilvikum sem minnst er á
„ógæfumenn" eða „gæfumenn" um
karlmenn að ræða og lesandi öðlast
ákveðna samúð með þeim. Telur sig
jafnvel skilja þá. Gunnar, Hrútur, og
jafnvel brennumenn (sbr. draum
Flosa) eru allir „ógæfumenn" og
Skarphéðinn er oftar en einusinni
kallaður ógæfumaður. (Td. er Njáls-
menn safna liði eftir vig Hösk. Þrá-
inss) og siðan eru þeir báðir Flosi og
hann nefndir ógæfumenn er sættin
sem gerð var um vig Hvitanessgoð-
ans fór útum þúfur þeirra vegna eða
var það einungis vegnaþess að þeir
voru „ógæfumenn '.
Konur koma við sögu flestra þeirra
sem hér hafa verið teknir sem dæmi
um ógæfumenn, þ.e.a.s. Hrútur
(Gunrihildur og Unnur) Flosi (Hildi
gunnur) og Glúmur og Gunnar (Hall-
gerður). Þeir tveir fyrrnefndu hljóta
að vísu. ekki bana af en lenda i
allskyns vandræðum og stappi Aftur-
ámóti virðast gerðir Hallgerðar miðast
að því að örlög Glúms og Gxinnars nái
fram að ganga. Þórarinn, bróðir
Glúms, ræður honum fráþvi að biðja
Hallgerðar og hann lætur þau orð
falla að það komi fram sem ætlað er."
(Njála bls. 40) Hallgerður á semsagt
einhvern þátt i þvi að þvi fór sem fór.
Og síðan er hún neitar Gunnari um
hárlokkinn á örlagastundu.
Athyglisvert er að aldrei eru háðir
bardagar eða víg unnin til að ná hylli
kvenna eða vegna afbrýðisemi, nema
þarsem Þjóstólfur kemur við sögu.
Og þarsem Njála er saga um karl-
menn, líklega skrifuð af karlmanni
má draga þá ályktun af þessu tvennu
að þessar konur og fleiri undirstriki
með gjörðum sinum og verði tilþess
að örlög karlmanna rætist.
Afstaða höfundar til kvenna kemur
víða fram í sögunni og sem fyrr getur,
oft á tíðum ekki jákvæð. Hann birtir
að visu glæsilegar myndir af konum,
þær eru friðar sýnum, drengir góðir,
skörungar og vel að sér, kurteisar og
vænar. En hvergi er getið um gáfur
þeirra eða greind, hvað þá að þær
séu vitrar. Þær eru allar grimmlyndar
og það er grimmd þeirra sem ræður
úrslitum þegar til kastanna kemur og
á hvað mestan þátt í gerðum þeirra.
Þær koma fram á sjónarsviðið til að
eggja til mannviga og hefnda og reita
hverja aðra til reiði og sem frá er sagt
er það aðeins Hróðný sem letur
mannviga og má þá vera að hún hafi
einhverra hagsmuna að gæta.
Skoðun höfundar kemur einna best
i Ijós í sambandi við Hallgerði og
Hildigunni og neikvæð afstaða til
Hallgerðar i garð höfundar er augljós
og leyfi ég mér að fullyrða að hann
geri flest til að ófegra hana og ala á
andúð lesandans til hennar. Sbr. yfir-
lýsing Hrúts um þjófsaugu hennar,
lýsingu á hjónabandi Hallgerðar og
Þorvalds, dylgjur hvað viðvikur bana
Glúms. Og siðan nær hlutdrægni höf-
undar hámarki eftir að Gunnar átti
hana, sbr. frásögnina af bogastrengn-
um og eins ýtir kuldalegt viðmót
aðstandenda Gunnars til Hallgerðar
undir neikvæða skoðun lesandans á
Hallgerði. Mjög liklegt er að Hallgerð-
ur hefði fengið mun mildari dóma
bæði frá hendi höfundar og þá eins
lesenda, hefði hún hlotið þá náð að
deyja i sögunni, syndir hennar fyrir-
gefnar. Þar er Skarphéðinn gott
dæmi um, en hann er ein vinsælasta
persóna sögunnar. Hann deyr
nokkurskonar píslarvættisdauða i
brennunni, þar sem hann nær að fara
hlýlegum orðum um karl föður sinn
og krossa sig í bak og fyrir.
Annars hefði mátt ætla að vig
Hvitanessgoðans, sem oft hefur verið
nefnt versta verkið í sögunni, hefði
komið Skarphéðni í koll. En með
dauða sínum. nær hann fullri samúð
lesandans, ekki endilega vegnaþess
að lesandinn skilur Skarphéðinn bet-
ur en áður, heldur vegna þess að
Skarphéðinn er hvort sem er ógæfu-
maður og dauði hans það magnaður
og vel á svið settur.
Margra kvenna er látið hér ógetið
en flestar þeirra eru óljósar og þvi lítt
fýsilegar til umfjöllunar, þar má nefna
Hildigunni lækni, Guðrúnu náttsól,
Steinunni móður Skáld-Refs, Valgerði
hina heiðnu og dætur- og tengdadæt-
ur Njáls. Ég hef reynt að taka fyrir
þær konur sem hvað mestan þátt
eiga i sögunni og eitthvað er hægt að
átta sig á. Það er engin tilviljun að
Hallgerði er skipað hér stærst rúm, né
að henni sé gert hærra undir höfði en
öðrum kvinnum sögunnar, heldur er
hún óneitanlega sú kona sem kvað
mest kveður að og sömuleiðis um-
deildust.
í ritgerðarkorni þessu hef ég aðal-
lega lagt áherslu og reynt að gera
einhver skil fjórum atriðum, þess.
Þjóðfélagsstöðu, skaplyndi, og at-
höfnum, afstöðu höfundar og hlut-
verki kvenna í sögunni.
Ég læt það standa þó að það komi
málinu ekki beinlínis við, að ekk væri
hægt að skrifa heimildaritgerð um
skáldsögu nema út frá eigin brjósi. Þó
er ekki hægt að segja Njálu venjulega
skáldsögu og maður freistast stund-
um til að halda og trúa að atburðir
sögunnar séu hásannsögulegir og öll
sagan hafi gerst í raun og veru.
Eftilvill ber ritgerðin þess einhver
merki.
Þessi samantekt um konur í Njálu
er engan veginn tæmandi og efnið
býður uppá þrotlausar hugleiðingar.
Og sjálfsagt væri hægt að gera efninu
betri skil með því að glugga frekar í
aðrar íslendingasögur og eins með
því að kynna sér Grágás, Landnámu
eða íslendingasögu. Auðvitað væri
langsniðugast að eiga tímavél
Því má bæta við að lokum til að fá
skrattann úr sauðarleggnum að sú
skoðun hefur komið fram að kona
hafi skrifað Njálu, dauðleið á ofbeldi
og kynferðisfasisma samtiðar sinnar.
Bækur sem gluggað var i til heim-
ildasöfnunar: Njála—skólaútgáfa. Á
Njálsbúð eftir Einar Ól. Sveinsson.
Drottningarkyn eftir Friðrik Brekkan.
Njála i isl. kveðskap eftir Matthias
Johannessen. Heimskringla.