Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Blaðsíða 10
GARÐAHVERFI
Þar er eins og tíminn hafi staðið í stað síðan 1930.
Hvað ber framtíðin í skauti sínu á þessum íiillega stað?
HAUSA-
STAÐIR
eru ásamt Katrínarkoti vest-
ast í Garðahverfi og standa þar
á öxlinni, sem gott útsýni
verður vestur og norður um
Áiftanes. Á Hausastöðum er
lftið bárujárnsklætt timburhús
frá 1920. Þar var settur á
laggirnar fyrir 1800 fyrsti
barnaskóli þessa lands og
verður því að telja staðinn
merkan í menningarsögunni. Á
Ilausastöðum býr • Ólaffa
Eyjólfsdóttir alein og er á
nfræðisaldri. Hún hefur verið
þar ein síðan bróðir hennar,
Valgeir Eyjólfsson, féll frá fyr-
ir um 6 árum. Ólafía hefur
engan búskap, en túnið er
nytjað frá Katrfnarkoti.
KATRINAR-
KOT
er vestasti bær í Garðahverfi.
Þar er steinhús, byggt á þann
hátt, að veggir voru steyptir
tvöfaldir, en mótroðið til
einangrunar á milli. Tilraunir f
þessa átt voru gerðar á bygg-
ingartfma hússins, rétt eftir
1930. 1 Katrinarkoti búa þau
Sigrún Jónsdóttir og Rögnvald-
ur Ámundason, bæði norðan úr
Húnavatnssýslu og bæði liðlega
sjötug. Þau eru aðeins tvö f
heimili. Rögnvaldur er mikill
f jármaður og á enn 150 f jár og
þarmeð lang f járflestur f hverf-
inu. Framtíð búskapar þar er
þó óviss, þvf Rögnvaldur er far-
inn að heilsu.
*
HLÍÐ
Bærinn stendur uppi f holt-
inu, lftið eitt ofar og norðar en
Miðengi. Þar er gamalt timbur-
hús, að nokkru frá 1925, en
byggt við það sfðar. t Hlfð búa
þau Kristinn Gfslason og Hólm-
frfður Sigurðardóttir ásamt
tveimur sonum. Gfsli faðir
Kristins hefur búið f Hlfð sfðan
1919 og er þar til heimilis. Þeir
Gfsli og Kristinn hafa búið
félagsbúi árum saman, en nú er
Kristinn tekinn einn við búinu,
og hefur hann stærsta búið f
Garðahverfi: Kindur, kýr og
hænsni. Kristinn fæst við
grásleppuveiði með búskapn-
um og er meðhjálpari f Garða-
kirkju.
HOLT
er þurrabúð upp af Hlfð og er
ekkert búskaparland þar.
Húsið þar er um 25 ára gamalt
timburhús. Þar býr fullorðin
kona, Guðlaug Guðlaugsdóttir
og sonur hennar er einnig þar
til heimilis. Guðlaug hefur
unnið f fiski, sfðast nú f vetur.
GRJÓTI
er f hallanum vestur af Holti.
Þar stendur eitt þessara örlitlu
bárujárnshúsa með við-
byggðum skúr, byggt fyrir
1920. fJtsýni er fallget frá
Grjóta, en landið er naumast til
ræktunar fallið svo grýtt sem
það er. t Grjóta búa þau hjón
Lovfsa Guðmundsdóttir og
Tryggvi Gunnarsson, bæði á
áttræðisaldri. Aðrir eru ekki
taldir þar til heimilis, en tvö
börn eiga þau hjón og eru þau
burtflutt. Tryggvi var áður
togarasjómaður, en hefur lengi
átt bát og veitt grásleppu til
þessa. Áður höfðu þau hjón
búskap f Grjóta, en nú er þar
engin skepna. Leyfar tveggja
kota eru þar skammt frá:
Ilausastaðakot hefur staðið
steinsnar fyrir vestan, en neðar
f brekkunni standa ennþá
tóftirnar af Móakoti, sem lagt
var af 1933.
BREIÐHOLT
Á malarkambinum niður af
Katrfnarkoti rfkir friður og ró
og baldursbrár vaxa í kringum
gamlan farkost, sem búinn er
að ljúka hlutverki sfnu og er
dálítið ellimóður — eins og
reyndar ýmislegt fleira í Garða-
hverfi.
er ekki bújörð, en húsin þar
eru byggð á lóð úr Hausastaða-
landi. Þar er nýlegt og nokkuð
stórt steinhús og búa þar
hjónin Geirþrúður Ársæls-
dóttir og Gunnar Yngvason
ásamt fjórum börnum, en tvö
eru farin að heiman. Gunnar er
frá Illiðsnesi, vestar á nesinu,
en tilheyrir Bessastaðahreppi.
Hann stundar grásleppuútgerð
af krafti og er einn af
„grásleppukóngunum" svo-
nefndu við Hafnarfjörð og
nágrenni. Auk þess hefur
Gunnar fáeinar kindur og
hænsni. Engin bryggja er við
malarkambinn neðan við
Katrfnarkot, þaðan sem
Gunnar rær, en lendingar-
vandamálið leysir hann á mjög
tæknilegan hátt. Báturinn er
hafður á hjólatík, sem ýtt er út
unz báturinn flýtur upp. Hjóla-
tfkin bfður sfðan á sfnum stað
og þegar Gunnar kemur úr
róðri, siglir hann á nokkurri
ferð uppá hjólatfkina og
strandar bátnum þar — en
veður sfðan f land tengir hjóla-
tíkina við jeppa og dregur allt
saman uppá malarkambinn.