Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Page 3
arkitekta. Tveir stórir veggir voru ekk- ert nama gluggar með útsýni yfir borg- ina ... 3. desember Versta kvöld, sem ég hef átt i mínu vesældarlega, auma, hráa og spillta lífi, var í gærkveldi. Við vorum aðeins fjór- ar, og Sheila og Rod, sem er „herrann" hennar í bili, buðu okkur heróin ... 22. desember Ég hringdi til mömmu. Hún gladdist svo mikið yfir að fá að heyra i mér, að ég skyldi varla hvað hún sagði fyrir gráti. 23. desember í gærkveldi fannst mér eins og ég væri komin til himins. Flugvélinni seinkaði, en mamma, pabbi, Tim og Alexandria (systkini hennar) voru öll mætt til þess að taka á móti mér, og við grétum eins og börn, án þess að skammast okkar fyrir það ... 30. desember Enn er helgi og hátíð. Eg er ham- ingjusöm og glöð daginn út og inn og á nóttunni líka! 1. janúar Veislan í gærkvöldi var frábær. Aldrei heföi mér dottið í hug, að vinir pabba væru svona skemmtilegir og áhugaverðir ... 4. janúar Á morgun byrja ég aftur í skólanum 6. janúar Hvílíkt áfall! Joe Driggs kom til min í dag og spurði hvort ég ætti ekki „eitthvað handa honum. Ég var næst- um búin að gleyma, að fyrir skömmu hafði ég verið seljandi. Ég vona, að orðrómurinn breiðist ekki út... 24. janúar Ó helvitis, andskotans — það hefur gerst enn einu sinni. Ég veit ekki, hvort ég á að æpa af fögnuði eða að iðrast í sekk og ösku, hvað sem það þýðir nú annars. Hver sá, sem heldur því fram, að hass sé ekki vanabindandi er vonlaus, asnalegur þorskhaus, óupp- lýst naut! Ég hef notað eiturlyf síðan 10 júlí, og hvert skipti, sem ég hef hætt, óttast ég ekkert meira en eitt- hvað, sem líkist þessum efnum. Og alltaf hef ég talið sjálfri mér trú um, að ég gæti valið um það, hvort ég gæti sleppt þvi eða ekki . .. 18. febrúar Birgðirnar okkar hafa minnkað. Það er búið að sleppa Lane úr varðhaldinu og hann verður að gæta sín. En ég og Chris tökum alltaf upp á einhverju nýju. Við látum okkur ekki allt fyrir brjósti brenna .. . Marz... Ég hef engin önnur föt en þau, sem ég var i, þegar ég flýði að heiman . . . (?) í nótt svaf ég undir runna og í dag rignir. Ég get ekki fundið neinn þeirra, sem urðu mér samferða til Dene- ver ... (Engin dagsetning er hjá Alice í nokkurn tima. Hún hefur hripað þetta niður á alls kyns pappirsafganga, bréf- poka o.s.frv.) (?) Ég veit ekki, hvaða helvítis dagur er eða hvaða tími dags. Ég veit ekki einu sinni, hvaóa ár er eóa í hvaóa borg ég er... Einhvern annan dag Loksins hef ég hitt prest, sem skilur ungt fólk. Við ræddum saman í langan tíma um það, hvers vegna ungt fólk strýkur að heiman og svo hringdi hann til mömmu og pabba .. . Ég skil ekki, hvernig í ósköpunum stendur á því, að þeim þykir enn vænt um mig. En þannig er það i raun og veru... Seinna Ég var að lesa yfir það, sem ég hef hripað niður síðustu vikurnar og þá lá við, að ég drukknaði í tárum ... En nú er ekkert meira sem ég get sagt í bili, kæra dagbók. Nema það, að ég elska þig, og ég elska lífið og Guð. Ég geri það sannarlega. 16. júní (Alice hefur verið í skólanum og allt gengið vel í 3 mánuði. Hún kynntist ungum manni, Joel, og þau ákváðu að halda saman. En gamli hópurinn, sem Alice var með áður, reynir nú með öllum brögðum að ná henni til sín aftur). — Amma dó i svefni í nótt. Og ég er að reyna að segja við sjálfa mig, að hún sé hjá afa ... 7. júlí Frú Larsen lenti í bílslysi, svo að ég ætla að hjálpa manninum hennar á hverjum degi við matarstúss og gæta litla barnsins þeirra . . . (?) . ... Mér finnst allt svo óraunveru- legt. Ég hlýt að vera einhver önnur persóna. Ég trúi því ekki enn, að þetta hafi komið fyrir mig . . . Ég hlýt að vera í einhvers konar fangelsissjúkra- húsi. . . (?) Mér liður betur í dag. Þau skiptu um sárabindi og settu ný. Ekki furða, að mig kenni til. Fingurgó'marnir eru eitt opið sár, tvær neglur eru alveg horfnar og hinar eru rétt liálfar ... (?) Ég hef nú loksins uppgötvað, hvern- ig ég fékk LSD. Pabbi sagði mér, að einhver hefói sett efnið á súkkulaði- hneturnar, og það getur alveg komið heim og saman, því að ég man, að ég fékk mér af þeim, rétt eftir að ég hafði þvegið litla barninu .-.. Alice fékk svo mikinn skammt af LSD, að hún trylltist alveg. Hún sá orma og skorkvikindi skriða um sig alla, reif í hárið á sér, beit sig og klóraði, svo að nauðsynlegt varð að setja hana í bönd.) 29. júlí Mér veittust þau forréttindi í dag að mega byrja í skólanum hér á geð- sjúkrahúsinu ... Allir eftirlitsmennirnir eru með hringlandi lyklakippur. Hringlið í þeim finnnst mér óstöðvandi, þung- lyndisleg áminning. 9. ágúst Loksins, loksins heima, þar sem ég ætla alltaf að vera. Tim og Alex voru svo ánægð að hitta mig, að mér leið illa yfir því, hvernig ég hafði eyðilagt lif mitt og þeirra síðustu mánuði ... 16. september Hvað heldurðu? Frú ..., gamli píanó- kennarinn minn, vill endilega, að ég leiki einleik á næstu fjölmennu nem- endatónleikunum hennar .. . Hún fylg- ist nákvæmlega með höndunum á mér, svo að þetta getur ekki orðið fyrr en seinna í haust, en spennandi er það! 20. september Ég held, að þú getir aldrei giskað á, hver hafi komið í dag! Enginn annar er Joel! ... Jæja, ef ég ætla að vakna klukkan sex og gera morgunæfingar, verð ég að fara að sofa. Auk þess langar mig til þess að láta mig dreyma um þennan yndislega dag og alla yndislega daga, sem ég á i vænduni á næstunni. Eftirmáli Þremur vikum síðar var aðalpersóna bókarinnar látin. Þegar foreldrar hennar komu heim af kvikmyndasýn- ingu, fundu þau Alice látna i íbúðinni. Þau gerðu bæði sjúkrahúsi og lögreglu viðvart, en ekkert var unnt að gera. Alice hafði tekið inn of stóran skammt af eiturlyfjum. Enginn veit, hvort það vár af yfirlögðu ráði eða vegna slyss. Enda skiptir það ef til vill ekki mestu máli, heldur hitt, að Alice lést, og andlát hennar var aðeins eitt af mörgum af völdum eiturlyfja þetta ár- ið. (Þýtt og endursagt: Þórir S. Guðbergsson.) Myndin, sem Ijóðið fjallar um: Fall lcarusar eftir Brueghel, máluð árið 1563. Myndin er í fagurlistasafninu í Brussel W.H. Auden LISTASAFNIÐ Þeim skjátlaSist aldrei um þjáninguna gömlu meisturunum: hve vel skildu þeir mannleg viSbrögS, — hvernig hún atvikast meSan einhver óviðkomandi er að snæðingi eða opnar glugga eða er á ráfi. Er öldungarnir bíða í andakt og kvíða eftir fæðingunni undursamlegu, eru ávallt á kreiki börn sem láta sér standa á sama og renna sér á skautum á tjörn við skógarjaðar. Þeir gleymdu því aldrei að blóðugasti píslardauði verðurað ganga sinn gang, hvað sem tautar, úti i horni eða á sóðalegum slóðum þar sem hundar lifa áfram hundalífi og hestur böðuls nuddar bjúgum lendum við feyskið tré. I „Ikarusi" eftir Brueghel til dæmis: hvernig allt snýr sér með hægð undan óhappinu, — plógmaðurinn hefur e.t.v. heyrt skvamp, örvæntingaróp, en fyrir hann var þetta ekki stórslys og sólin skein, eins og vera bar, á bleika fætur sem hurfu í grænt hafið. — og hið dýrðlega og dularfulla skip sem hlýtur að hafa séð undrið, dreng falla af himnum ofan, það átti sér áfangastað og þangað var hiklaust haldið. Aðalsleinn Ingólfsson þýddi og hef- ur tileinkað þýðinguna Magnúsi Tómassyni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.