Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Síða 8
Um þessar mundir er að koma út bók um Sverri Haraldsson og
verk hans, — listaverkabók, sem unnin er að öllu leyti hér á
landi og telja verður með kjörgripum íslenzkrar bókagerðar.
Efnislega er hún sameiginlegt verk Sverris og Matthíasar
Johannessen, sem ritar bókina um listamanninn, eða öllu heldur:
skráir frásögn hans.
eftir GÍSLA SIGURÐSSON
Þessa dagana kemur á markað
næsta athyglisverð bók, sem telja
verður eitt glæsilegasta framlag ís-
lenzkrar bókagerðar til þessa. Hún
fjallar um Sverri Haraldsson listmál-
ara; listaverkabók með fjölda lit-
mynda af málverkum Sverris svo og
teikningum eftir hann. Matthías Jo-
hannessen skrifar bókina og hefur
tekið þann kost að vera sjálfur sem
fyrirferðarminnstur en láta Sverri
tala. Ber þar að vonum margt bráð-
skemmtilegt á góma og Sverrir fer
ekki dult með skoðanir sínar á sam-
timanum, listinni og ýmsum stór-
meisturum. Trúlega hefurþað þegar
frá líður meira gildi en listfræðilegar
bollaleggingar um þróunarstigin á
ferli listamannsins. Textinn birtist
samhliða í enskri þýðingu þeirra
May og Hallbergs Hallmundssonar.
Það er athyglisvert, að viðtalsbók
sinni um Gunnlaug Scheving lauk
Matthías á þann hátt, að Gunnlaug-
urtalaði einn. í bókinni um Sverri er
þeirri aðferð haldið áfram; á þann
hátt eru tengsl milli þessara bóka.
Eftir merkilegt brautryðjandastarf
Ragnars i Smára í útgáfu á lista-
verkabókum, hefur þesskonar út-
gáfa legið í láginni og liggja ennþá
merkir listamenn óbættir hjá garði;
þar á meðal Gunnlaugur Scheving.
Útgefendur bókarinnar um Sverri,
þeir Páll Vígkonarson og Gunnar
Þorleifsson, kusu þó að byrja á
einum þeirra, sem hvorki eru ungir
né gamlir. Engu að síður er Sverrir
Haraldsson þjóðkunnur listamaður
þó ekki sé hann nema 47 ára og um
langt árabil hefur hann verið talinn i
fremstu röð
Sverrir hefur sjálfur haft hönd í
bagga um val þeirra verka sem sjá
má i bókinni og hefur hvorki verið
sparaður timi né fyrirhöfn í þeirri
viðleitni að komast sem næst fyrir-
myndunum. Bókin er talandi tákn
fyrir þær framfarir, sem orðið hafa í
prentun og bókagerð uppá siðkast-
ið; hér er engin nesjamennska á
ferðinni og svo kunnáttusamlega
unnin bók þætti kjörgripur hvar sem
væri. Uppá síðkastið hefur sú hvim-
leiða þróun átt sér stað, að menn
leituðu erlendis, einkum til Hol-
lands, þegar vanda átti hlutina. Bók-
in um Sverri er aftur á móti að einu
og öllu verk íslenzkra bókagerðar-
manna
„Heimaey, þar er ég fæddur og
uppalinn". Þannig hefur Sverrir frá-
sögnina af sjálfum sér og æskuárun-
um í Eyjum og þaðan er honum efst
í huga minningin um afa og ömmu,
sem ekki áttu sinn lika og Sverri er
til efs, að nokkur hafi átt fegurri
æsku en hann. Hann lifði og hrærð-
ist i bátum eins og gengur i sjópláss-
um og varð fyrir þeirri ógæfu eins
og hann segir, að taka hæsta fulln-
aðarpróf, sem þá þekktist á landinu.
Það kvað svo rammt að atgerfi
drengsins, að hann var jafnvel bezt-
ur í leikfimi lika. Hvað átti að gera
við þesskonar vandræðabarn í Vest-
mannaeyjum? Auk þess var hann
siteiknandi, hagur við smíðar, og fór
i iðnskólann í Eyjum til þess að geta
verið lengur hjá Bjarna afa og
l ömmu.
I Handíða- og myndlistarskólan-
um héldu þessi ósköp áfram; dreng-
urinn frá Vestmannaeyjum hélt
áfram að vera undrabarn. Matthias
hefur eftir Sverri í bókinni:
„Það var einskonar tizka að tí-
unda, hversu efnilegur pilturinn
Dæmi um myndlist Sverris á
síðasta ári: Frá Þingvöllum,
olíumynd. Eigandi: Spari-
sjóðurinn í Keflavík.
væri. BjörnTh. Björnsson sagði jafn-
vel i fyrirlestri (hef ég heyrt) að ég
hafi verið mesta undrabarnið í sam-
anlagðri listsögu þjóðarinnar, en
hætt að mála, þegar ég var tuttugu
og fimm ára (!) Aldurinn hefur þá
færzt nokkuð snemma yfir mig"
Sverrir segir skemmtilega frá
kynnum sínum af Kjarval og þvi
þegar hann, alls óþekktur ungling-
ur, hugðist fá meðmæli hjá Kjarval
vegna styrks til Noregsferðar:
„Ég bankaði upp á hjá Kjarval.
Hann tók feiknalega vel á móti mér
og gekk mikið um gólf. Ég var
feiminn unglingur andspænis meist-
aranum, enda hef ég alltaf verið
þeirrar skoðunar, að Kjarval sé i
hópi örfárra snillinga þessarar aldar.
Hann benti á mynd, sem hann
sagðist hafa verið að mála i tíu ár
Ég man vel eftir henni. En þá
hringdi síminn og einhver var greini-
lega að biðja um málverk, þvi að
Kjarval segir: „Tiu þúsund."
Ég styn upp erindinu, hann segir:
„Ja, nú er illt i efni. Hann Veturliði
kom hingað i gær og fór ekki, fyrr
en ég var búinn að gefa honum
meðmæli fyrir sama styrk. Ég get
ekki gefið tveimur mönnum með-
mæli á sama straumpunkti tilviljun-
arinnar, þá gæti allt kortslúttað,
loftið er súbjektíft og maður á að
'ara gætilega."
Þeir sem sáu yfirlitssýningu á
verkum Sverris að Kjarvalsstöðum
um árið, gátu séð með eigin augum
bráðan þroska hans, sem þar birtist i
ýmsum bernskuteikningum frá Eyj-
um og öðru, sem rekja má til Hand-
iðaskólans. Bókin er raunar góð
heimild um þetta eins og vænta má.
Sjálfsmynd, sem hann hefur teiknað
17 ára, er til dæmis firna fallega
gerð og tvítugur vinnur hann eins
og stórmeistari. Og litlu siðar, á
Parísar-árunum 1952 — 53, heillað-
ist hann eins og fleiri af hreinni
flatarmálsfræði i myndlist: „þar sem
maður þarf ekki einu sinni á jafn
mikilli kunnáttu að halda og iðnað-
armaður, og reyndar stóðum við
langt að baki húsamálurum, hvað
snerti efni og kunnáttu."
Listferill Sverris hefur einkennst
af stökkbreytingum fremur en jafnri
og hægfara þróun. Hann gekk i
gegnum abstraktið og skilaði eftir-
minnilegri myndum frá því tima-
skeiði en flestir hinna íslenzku sam-
tíðarmanna hans. En eftir á fannst
honum þetta hafa verið gelt skeið i
listinni og hefur í einn og annan
tíma gefið yfirlýsingar þar um. í
bókinni segir hann.
„Þetta tímabil stóð aðeins yfir í
tvö ár, en þá gafst ég upp. Fannst
þetta enginn vandi, auk þess hund-
leiðinlegt og hæfileikum manns ekki
samboðið að raða niður flötum á
léreft, og þetta var svo fáránlegt, að
við notuðum jafnvel olíuliti, sem eru
mjög erfiðir og henta engan veginn
flatarmálsmyndum. Allt annað efni
Eitt af æskuverkum Sverris: Frá Vestmannaeyjum, vatnslitamynd frá
1946. Eigandi: Haraldur Sverrisson.
hefði í rauninni verið betra, svo sem
bílalökk og hörpusilki. En við vildum
vera alvörumálarar og nota olíuliti
eins og Kjarval. En þeir'henta bara
allt öðrum aðferðum. Það þarf að
blanda þeim saman, svo að unnt sé
að auka á blæbrigði ýmiss konar og
búa til sérstaka áferð á léreftinu
með mismunandi þykku litalagi,
sem sagt: það á að nota þá eins og
hvitan galdurtil að ná áhrifum.
Ég hafði áður notað olíuna með
þessum hætti, en vildí nú vera mað-
ur með mönnum og samtima tizk-
unni, auk þess sem ég hafði ekki
gert mér grein fyrir annmörkunum á
þessari tegund flatlistar.
Þetta timabil stóð til 1 955, en þá
gafst ég upp, þó að samherjar mínir
i myndlistinni héldu áfram á sömu
braut. og geri raunar enn. Við vor-
um nokkrir saman á þessu ófrjóa
timabili. Hrópuðum húrra hver fyrir
öðrum. Hvöttum hver annan með
innantómu orðagjálfri og vigorðum,
þvi að ekki gerðu aðrir það. Sung-
um saman hallelúja og „Fram, fram
þjáðir menn . . Vorum bræður i
þjáningunni."
Leið Sverris út úr abstraktinu varð
sú, að hann fór að nýju að gaum-
gæfa umhverfi sitt og þreifaði sig þá
áfram með dálitið óákveðnar og
þokukenndar myndir úr Sogamýr-
inni. Sá er þessar linur ritar, bjó þá í
næsta nágrenni við hann og undrað-
ist, hversu listamaðurinn eyddi mikl-
um tima i að leika sér með flug-
dreka. En þá var breytingin að gerj-
ast með honum og smátt og smátt
fikraði hann sig áfram yfir í lands-
lagið, sem hefur orðið honum yrkis-
efni síðan og svo að segja alfarið
síðan þau hjón fluttust að Hulduhól-
um í Mosfellssveit. En hann leggur
áherzlu á, að myndefnið skiptir ekki
máli, heldur það, hvernig úr því er
unnið:
„Menn geta málað öskutunnu eða
beyglaða fötu fyrir mér, en þær eru
ekkert merkilegri en hver önnur
hundaþúfa og siður en svo nýtizku-
legri, þó reynt sé að gefa þessu nöfn
eins og nýraunsæisstefna. Það, sem
máli skiptir, er skáldið i listamannin-
um; hvernig hann sér fyrirmyndina
og hvernig honum tekst að vinna úr
henni. .
Sverrir talar um menn, „sem mála
litaspjöld" og aðra, sem gefa út
furðubækur sem ekki segja neitt:
Aðeins eitt orð á siðu. En hann
langar ekki til að feta í fótspor
þeirra; ekki mála myndir, sem ein-
ungis eru litir:
„Ég vil mála myndir. sem segja
eitthvað, hafa einhver áhrif á fólk
kalla á geðhrif. Þær mega mín
vegna bæta eitthvað mannlífið. Ég
hef séð fallega hluti breyta fólki til
góðs. Ljótur hlutur, Ijótt umhverfi
getur á sama hátt haft neikvæð
áhrif."
Málarinn málar einhverskonar
hliðstæðu við náttúruna; það þýðir
ekki að keppa við drottinsdýrðina:
Abstraktskeiðið: Kvöld f
Eyjum, olíumýnd, máluð
1949. Eigandi: Anna
Kristjánsdóttir.
Millikafli í lok abstraktskeiðsins: OKumynd frá árinu 1 964. Eigandi: Halldór
Arinbjarnar læknir.
„Manni getur fundizt málverkið svo
lítils virði", segir Sverrir; „Andspæn-
is fögru sólarlagi fallast manni hend-
ur". Og á öðrum stað segir hann:
„Ég skammast mín ekkert fyrir þó_
sólin í öllum sínum tilbrigðum hafi
haft áhrif á mig."
Bókin skilar vel þvi frábæra hand-
bragði, sem er á öllum verkum
Sverris, bæði teikningum og mál-
verkum. Hann er skáld i myndum
sinum, en góður handverksmaður
lika og notar sjálfur þetta orð í
jákvæðri merkingu, „þó að reynt
hafi verið að breyta þvi i skammar-
yrði". Stundum vinnur Sverrir
landslagsmyndir sinar svo mikið. að
útkoman verður súrrealisk Sumum
finnst það minna á Dali Og Dali er
meistari, segir Sverrir — og frábær
handverksmaður. Um áhrifin frá
Dali segir hann:
„Þó að ég sé svona hrifinn af Dali,
veit ég ekki til, að "crk eftir hann
hafi orðið mér hvatning, innblástur
eða fyrirmynd En aftur á móti hef
ég óhikað notað sömu fyrirmyndir í
landslagi i mörgum gjörólikum mál--
verkum. En það hef ég ekki lært af
Dali"
Listsagan lumar á þó nokkrum
dæmum um glæsilegan árangur af
því að fara hægt yfir og rækta vel
sinn þrönga kálgarð Enginn málari
er betra dæmi um það en Vermeer
hinn hollenski, sem látið hefur eftir
sig fremur fáar myndir og flestar
heldur smáar. Vermeer er einmitt
einn af eftirlætismálurum Sverris og
telur, að Dali sé meðal þeirra, sem
hafa mest dálæti á Vermeer af öllum
listamönnum og að Dali hafi meira
að segja reynt að kópíera mýnd eftir
hann — og gefizt upp Sverrir ýtir
nokkrum stoðum undir þá kenningu
sína, að Vermeer sé sjálfur í nokkr-
ummynda sinna. Líklegt sé, að hann
hafi með árunum átt erfitt með að
hreyfa sig og að þessvegna séu
næstum allar hans myndir málaðar í
einni og sömu stofunm
Meðal þess, sem prýðir bókina
eru nokkrar nýlegar teikningar,
meðal annars af læralöngu og læra-
fögru kvenfólki, sem listamaðurinn
útfærir á sinn persónulega hátt. Ein-
hversstaðar minnist hann á þann
SJÁ NÆSTU SÍÐU