Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Síða 10
BOKffl
li
SWBBRl
hryggilega möguleika myndlistar-
mannsins, að konan hætti að hafa
áhrif á hann. Og siðar: „Mér þykir
verst, að konur, sem koma hingað í
heimsókn, lita á mig eins og pensil.
En mér hefur verið bannað að tala
illa um konur. Þó verð ég að segja,
að mér líkar ekki, þegar þær gang-
ast upp i þvi að vilja vera annað en
konur, þ.e. — minnstu ekki á
ósköpin — þegar þær afneita eðli
sinu, þá er djöfullinn laus. Þá verður
að minna þær á, hvernig þær eru i
laginu, og þess vegna hef ég teikn-
að þær með þessum löngu búsæld-
arlegu lærum. Það er framlag mitt
til kvennaársins.
Það hefur verið í tizku — ég veit
ekki hver hefur stjórnað þessari hel-
vitis tízku — að hafa kvenfólkið
eins og girðingarstaura. Eg hef
tízkukónga og hönnuði lúmskt grun-
aða — að breyta konunni í þessa
staura. Það er að visu hægt að fara
með þeim i Þjóðleikhúsið og á kon-
serta, en girðingarstaurar eru hvim-
leið náttúruspjöll.
fylgja þeim heim -
við dyrnar.
Maður mundi
- en skila þeim
Þeir sem þekkja Sverri, vita að
hann hefur ekki alltaf gengið heill til
skógar. En hann gerir það ekki að
umtalsefni i bókinni. Aðeins einu
sinni minnist hann á „harmkvæli sin
og heilsuleysi” suður i Berlin. Þá
skrifaði hann guði bréf, en fann ekki
heimilisfangið. Hann kveðst ekki
hafa fordóma gagnvart trúarbrögð-
um. En þau hafa ekki verið honum
neins virðis og hann biður ekki til
guðs:
„Ég hef aldrei séð guð og veit ekki
til að neinn hafi séð hann. Og ég get
Ein af nýlegum mannamyndum
Sverris, sem prýða bókina.
Opna úr bókinni. Á vinstri síðunni er teikning frá 1967, sem heftir
„Bryndís" og hluti myndarinnar stækkaður upp á hægri síðunni.
Opna úr bókinni, Skúlptúr eftir Sverri á síðunni til hægri, og hluti hans
stækkaðurá vinstri síðunni. Verkið heitir einfaldlega „Tálguð spýta".
ekki ímyndáð mér, að slíkt almætti
gæti verið þekkt fyrir að bera ábyrgð
á þeim glundroða og óstjórn, sem
hvarvetna blasir við i heiminum. En
ég veit, að þú svarar því til, að
maðurinn eigi frjálsan vilja. Ég skil
hvorki það „frelsi" né þann „vilja".
Og á öðrum stað: „Það er enginn
trúarboðskapur í myndunum mín-
um, aðeins lotning fyrir lífi og
landi."
CESAR
VALLEJO
TVOLJOÐ
Jóhann Hjálmarsson þýddi
ALLIR
Eftir orrustuna ,
þegar hermaðurinn var fallinn
kom maður til hans og sagði:
„Ekki deyja, mér þykir vænt um þig!"
En likið hélt áfram að deyja.
PARIS I OKTOBER 1936
Frá öllu þessu fer ég einn.
Frá bekknum sem ég sit á, frá buxum minum,
frá stöðu minni, frá gerðum minum,
frá ætlunarverkum sem eru að engu orðin,
frá öllu þessu fer ég einn.
Frá Champs Élysées eða gönguferðum
á stignum undarlega Rue de la Lune
heldurdauði minn, heldur vagga mín
og umkringdurfóki, einn, frjáls
reikar mannlegur svipur minn
og fellir skugga sina hvern af öðrum.
Og ég fer burt frá öllu og allt
minnir á fjarveru mina:
skórnir minir, reimagötin, einnig forin
jafnvel krumpurnar i handarkrikanum
á hnepptri skyrtu minni.
Og tveir menn komu til hans og sögðu:
„Yfirgefðu okkur ekki! Vertu hugrakkur! Snúðu við!"
En líkið hélt áfram að deyja.
Og tuttugu menn komu hlaupandi, hundrað, þúsund, fimmhundruð þúsund
og hrópuðu:
„Svo takmarkalaus kærleikur og engin vörn
gegn dauðanum!"
En likið hélt áfram að deyja.
Milljónir manna söfnuðust umhverfis hann
og báðu sameiginlegrar bænar: „Vertu hjá okkur. bróðir,
vertu hjá okkur!"
En likið hélt áfram að deyja.
Þá komu allir jarðarbúar til hans;
sorgmætt likið sá þá, hrærðist,
reis hægt á fætur,
faðmaði þann fyrsta meðal hinna góðu,
gekk. . .
CÉSAR VALLEJO (1892—1938) fæddist t Perú, ert fór ungur til Partsar þar sem
hann lést úr berklum. Dauða sinn hafði hann sóð fyrir: Einn dag þegar rignir mun
ég deyja I Parts, orti hann, I Ijóði sem vitnar um eirimanaleik og örvsentingu.
Vallejo er skéld sársaukans. Bók hans Poemas humanos (Mannleg Ijóð) er
vitnisburður um kvöl manns sem jarðvistin er framandi. en um leið er hann
skarpskyggnari en flest skáld önnur. Það er einkum I Ijóðum ortum vegna
borgarastyrjaldarinnar á Spáni sem aukin samkennd með öðrum verður áberandi
I skáldskap allejos, oftast er það hans eigin depurð sem er yrkisefnið. Vakið
hefur athygli að Mannleg Ijóð og Spánarljóðin eru flest ort haustið 1937.
Nélasgð dauðans varð skáldinu innblástur. það tókst á við llfið af meiri krafti en
nokkru sinni fyrr.
Ljóðlist Suður-Amerlku hefur notið fordæmis Vallejos. Mörg skáld hafa
lofsungið hann. Að margra dómi er hann höfuðskáld Suður-Amerlku. Það sem
Vallejo sameinar I skáldskap slnum er nakinn og opinn IjóSstfll þar sem einskis
er látið ófreistaðtil að sýna manninn eins og hann er og um leið birtast myndir
og llkingar sem eru súrreallskar, miskunnarlausar og vandskýrðar. Raunsæi og
óvænt hugmyndatengsl vega salt I skáldskap Vallejos. Ljóð hans eru I senn
grátur og hlátur, viðkvæm og kaldhæðin. Hann er um margt fyrirrennari
fáránleikans sem mótað hefur bókmenntir samtlmans, ekki slst leikritagerð, og
birtist þar sem spurning um erindi okkar á jörðinni.
Tvö Ijóð eftir César Vallejo, Ógnvaldurinn tlmi og Treystu gleraugunum.
birtust I Lesbók fyrir nokkru (32. tbl. 4. sept. 1977.). Þýðandi