Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Side 15
Heimsfréttirnar
HEIMSFRÉTTIRNAR eru eins og ein samfelld
hitasótt. Þær tala óráð. Við opnum útvarp að
morgni. Flugrán yfir Miðjarðarhafi! Idi Amin á
skurðarborði! Ölkrá sprengd í Belfast! Þá veit
maður það — sama fréttin verður endurtekin í
öllum fréttatímum útvarps og sjónvarps allan
þann dag, siðdegisblöðin stilla henni upp á
útsiðum og morgunblöðin taka hana upp næsta
morgun. Sumt endist þetta dag eftir dag,
jafnvel viku eftir viku. Heimurinn virðist standa
á öndinni. Verður samið við ræningjana? Er Idi
Amin i raun og veru á skurðarborði? Eða er
hann að látast og gabba til áð komast i heims-
fréttirnar einu sinni enn, bölvaður prakkarinn?
Eitt er vist — á meðan kemst fátt annað að.
Maður eins og Idi Amin getur sópað svo frá sér
að hann sýnist standa einn i heiminum þá
stundina sem hann er i sviðsljósinu. Allt annað
hverfur i skuggann á meðan.
Það er eins og heimsfréttirnar hafi aðeins eitt
auga, sjái aldrei nema eitt i senn. Munum
hvernig sifellt var klifað á Vietnam-stríðinu svo
fátt annað komst að, langtimum saman. Á
sama tima var háð i Súdan mannskæð styrjöld
sem aldrei var getið fremur en hún væri ekki til.
Kennedymorðið var risafréttaefni á sinum tíma.
Hins var naumast getið í samhengi hvers vegna
Kennedy varð þjóðhetja látinn — að hann
knésetti rússa í Kúbudeilunni. Af sömu sökum
var Krúsjef stjakað til hliðar í Sovét. Kaninn
beið ósigur i Vietnam-striðinu og það varð
Nixon að falli. Watergate-innbrotið var aðeins
yfirvarp. En því aðeins var það haft að yfirvarpi
að það var kjörið æsifréttaefni, kjörin átylla til
að losa sig við leiðtoga sem hafði ekki staðið
sig. I Sovét horfðu málin gagnstætt við: Blöðin
þar voru svo þakklát þessum sama forseta að
þau minntust nánast aldrei á þetta ameriska
stórhneykslismál. í Portúgal var Caetano
steypt af stóli af sömu sökum, hann hafði tapað
striði, meira að segja mörgum striðum. Næstu
mánuðina var Portúgal í fréttunum fyrst á
hverjum morgni og siðast á hverju kvöldi. Nú er
aldrei á það minnst.
Heimsfréttaaugað leikur Sherlock Holmes.
Það sér aðeins hið reyfaralega, horfir með
smásjárnákvæmni á aukaatriði en nefnir varla
aðalatriðin. Raunar þykja þau sjaldnast frétt-
næm. Hver hafði t.d. áhuga á lagalegri og
þjóðréttarlegri hlið málanna i deilu islendinga
og breta? Hefði deilan aldrei farið út fyrir þau
huglægu svið efast ég um að næstu nágrannar
okkar á Norðurlöndum hefðu tekið eftir hvað
gerðist, hvað þá aðrir. Öðru máli gegndi um
hark það á miðunum sem lita mátti á sem
sjóhernað i smækkaðri mynd — þar eygði
heimsfréttaaugað rás viðburða sem að minnsta
kosti væri ómaksins vert að fylgjast með. Til
hvers gat það ekki leitt?
Ég nefni líka heimsmeistaraeinvigi Fishers og
Spasskis. Fyrir okkar sjónum var það eins og
landkynning af himnum send. Þá naut Reykja-
vík þeirrar náðar að vera nefnd i heimsfréttun-
um dag eftir dag um allar jarðir. Þvi fór þó fjarri
að það væri ísland og Reykjavík sem heims-
fréttaaugað einblindi á. Meira að segja skákin
sem slik var tæpast aðalatriðið. Mergurinn
málsins var sá að þarna kepptu rússi og
bandaríkjamaður. Risaveldin voru að takast á.
Þó þetta væri aðeins leikur þrumdi kalda stríðið
á baksviðinu — fyrir augliti heimsfréttanna.
Hver hefði tekið eftir þessu ef Spasskí hefði
verið islendingur en Fisher færeyingur?
Fréttirnar í fjölmiðlunum eru það efnið sem
allur almenningur fylgist með, statt og stöðugt.
Heimsfrettakerfið er orðið eins og jukebox sem
æsingamenn spila á að vild. íslenskir frétta-
menn eru háðir þvi eins og aðrir. Ég er sólginn i
fréttir eins og hver annar og þykist þvi tala út
frá nokkurri reynslu sem hlustandi og áhorf-
andi. Og því læt ég ekki hjá líða að staðhæfa að
við eigum ekki verri fréttamenn en aðrir, fáeina
meira að segja frábæra og nefni ég þá sérstak-
lega Eið Guðnason hjá Sjónvarpinu og Gunnar
Eyþórsson hjá Útvarpinu. En þeir stjórna ekki
heimsfréttunum.
Erlendur Jónsson
Krossgáta
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
KL (1futýuf Hinoíw IÐTU- ffNII UtóD- ul ILL- MANAÖ Hfí Fti ve'P- fliC- F/CfL 1 TÍT
-s r\ -* 14 O R F -I R -* H t N N T N)
Jó'km Wflur- % K Æ R D U R .T L T 'o K A
Vf IKuf öt>n- L A 5 1 W M líMXO í L 'A T 'o L
4 'zifNi íeru* \f tr-1£ F d itiN AMOI 1 í) 1 N M w N 4 L L A
V/TI FJ/íK F R ’A V 1 f A iLMfl? A u s 1 r 4 E R
C.O/JC U O. L Æ. T 1 PÚK- ARHlfl. ’A R A R w 1 R VíTLfl SÁRWJ A 4 A
y 5 JVt-'lT áuf>\ l • E L íA M M ú N A íai A R
T 1 N A IA A M A ypwo<, <?£iP 1 L L S y
U R 1 W N A N A KfMVT ÍTdK-fl N Æ Hr D 'A T A
m J)ýR- K M < D-VíL D ú fH9.\ B Air, F L A T 1 R
Ar f> APféfS H E 1 M A N A N 1 4 A
£ P 1 L 1 £> íiÐfl A A ífíF'- HLT. £ L-'lK M€Ti N fA R
-f/ L A A T L 1 4 A a N T I N R
V*Lfl 'A R. l Ck A IA L A HV A CL A L E a T
/j \ \ FISK- T£í- uNDim hM- J\£>\ M I MflLM- IR. TÉNa- IH<k NIöRV fl©\a
ep. -ri >- TTÓr*S MflÐuR
'fl CiTíMM ■forní
—? dr a- L£i£>
\1 c \/ bF- fíod' fiÐ' f\ (L ff, HU$I
Pú-Kl ÓHLilK HlXÓ£> UlTfi
\ \ /' fN" \ \ . mm Hflt-fJ HrtaN- AÐAR SPQ.e i £> RENtJ-- fí M
í 1 M S HAPM £LO- sr-€f>i \se^- f£&\ 'Pc? NN CÍR,
emR- íókHaR MERB
MflNNS MftFfvl 5rq £rr id Hjúka KfM sr Y'oPM H(?EYJ l£>
$Lfíur IR \ FÆn ToHti flUVTuí? LlíLft NL DffM
•Æl fl fl
T(íT- oMuR fANCft' MflRK
LRRfl '/V
VeiK- Rl L i Pvélst S£lf>!
‘fíRfíS FNO- 1 N Fl S U R
HUÚft UM Fuql- iNn MlO- STÓÐ UR
(VlPiWMS- Nf\TWS HuluR INM