Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Side 4
Um daginn undirbjó ég helgarferö í útlendum bókum, blöðum og tímaritum. Tilgangurinn var að leita að teiknum, sem í heild sinni gætu vakið vonir. Leiðina varð að fara utan við hin víð- áttumiklu öræfi óhugnanlegra hrakspáa, sem vaxa villt á þessum slóðum. Eftir tímabil, sem hafa hert okkur og stælt, erum við orðnir ónæmir fyrir sumum feigðarboðum. Af meðfæddri léttúð lát- um við það til dæmis ekki trufla okkur í daglegu lífi, að sólin muni deyja út eftir nokkra milljarða ára. Þeir um það, þegar þar að kemur! Lakara var með „Limits to Growth,, (takmörkun vaxtar), sem spáir endalokum okkar eftir 50 til 100 ár, og útreikninga, sem sýna, að við munum — rúnir auðæfum jarðar, járni og öðrum málmum og orkulindum öðrum en vindi og vatni — hverfa aftur til hins óbrotn- ara lífs steinaldanna um árið 2200. Heimskautsísinn, sem er að dökkna af sóti og skít, dregur til sín sólarvarmann, og eftir nokkur ár eykst bráðnunin, haf- ið stigur og heimsborgirnar London, New York, og Osló munu liggja 30 metra undir yfirborði sjávar. Landafræðin elt- ir okkur eins og villibráð á flótta. Eyði- merkurnar stækka í takt við vaxandi offjölgun og matarskort —vatnið fúlnar og höfin bíast út, en flest matvæli valda krabbameini. Nýjar fregnir um þetta birtast í blöðunum daglega. Það er um lífið að tefla. Hið eina, sem getur gert okkur ódauðlega, er snilligáfur, en þeirra verður ekki vart lengur. Þegar baksviðið er svona dökkt, ætti að vera auðvelt að greina ljósdepla. Menningarstraumar samtímans hverfa oft bak við hið smámunalega, pólitíska strið og hinar nærsýnu hversdagsáhyggj- ur. Er eitthvað að gerast, sem muni losa um kverkatök hugmyndafræðanna um okkur, svo að vit getum andað léttara? Er von til þess, að úr ofstæki muni draga? Munu óháð vísindi geta tekið til meðferðar rannsóknarefni án tillits til pólitískra bannorða — i stuttu máli sagt: er í dag hægt að benda á nokkur teikn á ýmsum sviðum og sjá samhengi í fyrir- bærum, sem eila eru í mótsögn hvert við annað? Við skulum reyna. Það verður ábyrgðarlaus leiðangur án korta og átta- vita undir stjórn óskahugsunar og því, sem verra er. Við byrjum á vísindunum. XXX I lítilsvirðingu okkar á miðöldum er auðvitað fólgin fyrirlitningin á hinum óteljandi forboðnu hugtökum, sem bönn- uðu frjálsa hugsun og hlutlæg visindi. Það er dapurleg staðreynd, aó hið hand- lega myrkur þá stóð í þúsund ár, en við aftur á'móti — hinir eirðarlausu andar nútímans — náum varla að fylgjast með hinni hröðu framþróun hlutlægra vís- inda. Eða er það ekki svo? Nei, þaó er ekki þannig. En sá tími er þó liðinn, þegar viss vandamál og rannsóknarefni voru bann- helg? Spurningin um það, hvort jörðin væri hnöttótt, kostaði menn lífið, ef þeir voru svo vitlausir að spyrja. Það var kristindómurinn, sem þá drap öll vísindin. En nú á dögum höfum við víst ekki hliðstæð kerfi, sem fjötra hiö andlega líf? Látið mig ekki fara að hlæja. Við erum svo gagnsýrð, svo altekin hugmynda- fræðikenningum, að frjáls og óháð hugs- un er jafn sjaldgæf og fjögrablaðasmári í túni. Sjálfum visundum er stjórnaó frá pólitiskum sjónarmiðum. Við ýmis tækifæri hef ég — dálítið glannalega — gefið til kynna, að ég væri andstæðingur hugsjóna. Þær kostuðu eigi aðeins blóð, heldur torveldúðu þær allan sjálfstæðan skilning, frjálsa hugs- un. Slík ummæli hefðu ekki vakið neina athygli í öðrum löndum, þvi að þar hefur hið sama verið sagt fýrir Iöngu. (Daniel Bell: Lok hugmyndafræði, 1960.) Hér á landi þótti fullyrðingin hrein þversögn. Norðmenn eru þjóð, sem skiptist í söfnuði. Þeim, sem eru á milli þeirra og hvorki eru marxistar eða fylgismenn Þótt ótrúlega megi virðast er þetta nýtízku skóli en ekki fiskimjölsverksmiðja. „Stórfelldustu mistökin, sem stefna í menningarmálum hefur valdið, varðar hinn nýja skóla. Viðurkenning þessa er þó góðs viti. Hvaðanæva úr heiminum berast fregnir um átakanlega ósigra nýrra hugsjóna í uppeldismálum." kapítalismans, finnst þeir vera mállausir og utanveltu og síðan kannski heimilis- lausir og taugaveiklaðir. Hver hefur rek- izt á einhvern, sem hvorki er þetta né hitt, hvorki róttækur né íhaldssamur? Astæðuna til hinnar norsku, blæ- brigðalausu staðalhugsunar hef ég á sín- um tíma talið væra fámennið. 1 hinum stóru menningarsamfélögum verða fleiri sprungur, og i raufunum skýtur upp vorgróðri. Þau hafa meiri efni til að skapa lífvænlega, andlega minnihluta, sem ekki örmagnast sem sjúkiega sér- vitrir þjóðfélagsþegnar. Það er meðal annars þessi grundvallar afstaða, sem veldur tortryggni minni gagnvert land- svæðum og mállýzkum, sem berjast við að varðveita sérkenni sín og „sjálfstæði" til hins ítrasta. Hin andlega björgun byggist á alheims samskiptum, sameigin- legu tungumáli, á mjög takmarkaðri sjálfsstjórn og minnkandi ríkisvaldi. í þessum efnum er ekki auðvelt að vekja bjartsýni. En látum ekki hugfallast. Henrik Groth Ég ímynda mér, að ég sé næmur fyrir andlegum breytingum, og ég þykist greina þíðu í hinum þéttfrosnu kerfum samtímans. Ég sér merkileg teikn, sem gætu þýtt, að eitthvað nýtt og mannlegt væri um það bil að gerast — að minnsta kosti úti í heimi. 1 Noregi sjást ekki slík teikn, fyrr en löngu eftir að þau hafa sézt í öðrum löndum. Skrýmsli hugmynda- fræðinnar Og þó! Hér á landi hafa einnig komið hættulegar sprungur i kapítalismann sem kerfi. Er ekki bæði hið „frjálsa framtak", hin hamslausa samkeppni og metnaðargirndin um það bil að hverfa? Bráðum höfum-við bæði grænan sósial- isma og grænan kapítalisma. Adam Smith er svo steindauður, aö hinir ungu menn í atvinnulífinu óttast ekki ríkisaf- skipti. Um hinn eldlega athafnahug, sem hið frjálsa atvinnulíf byggði tilverurétt sinn á, sjá nú skrifstofustjórar og ráðu- neytisstjórar. Því að sannleikurinn er svo þverstæðukenndur, aó þó að sósíal- istar hafi getað greint hagsmuni neyt- enda af hinni frjálsu samkeppni, þá gátu verzlunarmenn ekki þolað þá. Með risa- vaxtaræði (gigantomani) sínu og ein- okunarstefnu hafa þeir stuðlað mjög að afnámi hennar. En Karl Marx er þó líka dauður! Af honum er ekkert annað eftir en fylgismennirnir. Nánar um það síðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.