Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Blaðsíða 12
Uppgjœið oi<) 1up')‘<t Þrijja ríkmns hlvti Werner Maser Speer hlaut aðdáun og samúð — en Jodl og Keitel dauðadóma fyrir takmarkalausa þjónkun við Hrtler Albert Speer var nokkuð sér á parti á sakabekknum í Nurnberg. Hann bauð af sér miklu betri þokka en flestir hinna sakborninganna; sækj- endum og dómurum geðjaðist vel að honum, og er efalítið, að hann naut góðs af því Að vísu fór heldur illa á með honum og sovézku sækjendun- um og var hann kuldalegur og snúð- ugur í svörum við þá. En að öðru leyti naut Speer almennrar virðingar og jafnvel vinsemdar. Þeim Robert Jack- son, aðalsækjanda Bandarikjamanna kom sérlega vel ásamt. Hinir sakborn- ingarnir höfðu ekki átt neinni mis- kunn að mæta hjá Jackson, en við Speer var hann hinn alúðlegasti og hafði greinilega samúð með honum. Lét Jackson það oftlega i Ijós, og gekk jafnvel svo langt, að Speer þóttist neyddur til þess að andæfa! Þeir Speer og Jackson gerðu með sér nokkurs konar samning. Þeir gerðu samsæri, ef svo má að orði komast, — gegn Hitler og Göring. Göring hafði látið þá skipun út ganga skömmu eftir að sakborningarnir komu til Nurnberg, að enginn mætti segja neitt Foringjanum til vamms. Enginn blettur mátti falla á minningu hans! En Jackson var staðráðinn i þvi að fá Göring og félaga hans til að leysa frá skjóðunni og lánaðist hon- um að fá Speer til liðs við sig. Lögðu þeir á ráðin um þetta í bréfum, sem fóru milli þeirra með leynd. Þvi má skjóta hér inn í-til gamans, að Jackson hafði geymt sér yfir- heyrslurnar yfir Speer vegna þess, að bandarískur þingmaður nokkur hafði sagt honum, að Speer væri talsvert hégómlegur og skyldi hann notfæra sér það. En Jackson var reyndar ekki alveg laus við hégómaskap sjálfur. Eftir, að hann var skipaður aðalsækj- andi Bandaríkjamanna hélt hann rak- leitt á þingbókasafnið í Washington og varð sér þar úti um bók um tilkomumikla ræðumennsku og skörulega framkomu. ..Listin á halda áhrifamiklar ræður á mannþing- um". . . Komst aldrei gegnum „Mein Kampf"! 21. júni 1 946 hóf Raginsky, sækj- andi Sovétmanna, að yfirheyra Speer. Hann byrjaði á því að telja upp embætti þau og stöður, sem Speer hafði gegnt. Var það langur listi. Flestir hátt settir menn Þriðja ríkisins höfðu gegnt svo mörgum stöðum, að þeim veittist fullerfitt að muna þær allar í einu. Speer hafði verið ,,einka- arkítekt Hitlers", vegamálastjóri, vatns- og orkumálastjóri, bygginga- málastjóri, tæknimálastjóri nasista- flokksins og formaður iðnfræðisam- bandsins, svo að nokkuð sé nefnt. Raginsky spurði hvort Speer hefði gegnt fleiri stöðum. „Þær voru tlu eða tólf," sagði Speer „Ég man þær ekki allar lengur"! Þá spurði Raginsky hvort það væri rétt, að hann hefði líka setið I stjórn um listakademiunnar og myndlistarakademíunnar. „Jú, það er víst rétt"! svaraði Speer. Siðan sneri Raginsky sér að ákæru- atriðunum og byrjaði á „samsærinu um það að stofna til styrjaldar". Hann hugðist leika á Speer og hóf yfir- heyrslurnar hinn alýðlegasti. „Þér voruð spurður þess," sagði hann, „hvort þér viðurkennduð, að það væri greinilegt i bók Hitlers, „Mein Kampf", að hann vildi stríð við aust- ur- og vesturveldin og einkum þó Sovétrikin. „Já, ég viðurkenni það", svöruðu þér. Viljið þér gera svo vel, að segja mér, hvort þér kannist við þetta . . .?" ,,Jú, mig rekur minni til þess," sagði Speer. „Eruð þér enn sama sinnis?" spurði þá Raginsky. „Nei," svaraði Speer. Og fór yfir- heyrslan nú að ganga stirðlegar: Raginsky: „Ætlið þér að taka þetta aftur?" Speer: „Ég sagði þetta á sinum tima vegna þess, að ég hálfskammað- ist mín fyrir að játa það, að ég hefði aldrei komizt í gegn um „Mein Kampf"! Mér fannst það dálitið kjána- legt ..." Raginsky: „Þér skömmuðust yðar. Einmitt það." Speer: „Já, ég viðurkenni, að ég laug til um þetta." Raginsky: „Einmitt það. Er fram- burði yðar yfirleitt i nokkru treyst- andi? Hafið þér ekki logið einhverju fleiru?" Speer: „Nei." Raginsky: „í gær báruð þér það fyrir réttinum, að þér hefðuð verið náinn vinur Hitlers. Og nú reynið þér að telja okkur trú um það, að þér hafið ekki haft veður af fyrirætlunum hans um styrjöld." Speer: „Ég var náinn samstarfs- maður Hitlers og heyrði hann að sjálfsögðu oft lýsa yfir skoðunum sín- um og fyrirætlunum. En af því, sem ég heyrði varð ekki ráðið, að hann hygðist stofna til styrjaldar. Um fyrir- hugaða árás á Sovétríkin er það að segja, að Þjóðverjar og Sovétmenn gerðu með sér friðarsamning árið 1939. Mér veitist erfitt að trúa því, að sovézkir diplómatar hafi ekki lesið „Mein Kampf". Og samt undirrituðu þeir friðarsamninginn og treystu hon- um!" Raginsky: „Við skulum láta það liggja milli hluta hverjir hafa lesið bókina og hverjir ekki. En þér haldið sem sé fram, að yður hafi ekki verið kunnugt um fyrirætlanir Hitlers?" Speer: „Já". Raginsky reyndi stöðugt að fá Speer til þess að viðurkenna, að hann hefði tekið þátt í „undirbúningi og framkvæmd stríðsglæpanna". Gerði Raginsky mikið úr þvi, að Speer hafði tekið við embætti hergagnaráðherra árið 1942 og gegnt þvi af stökum Wilhelm Keitel var formaöur þýzku herst jórnarinnar og helzti hernaðarrádgjafi Hitlers öll stríðsárin. En þessi makt var einungis að nafninu til. Keitel var í rauninni aðeins skósveinn Hitlers og gerði ekki annað en framfylgja skipunum hans. Keitel var dæmdur til dauða fyrir hlýðni sína. Karl Dönitz yfirflotaforingi naut þess í Niirnberg, að hann hafði frábæran verjanda, Otto Kranzhiihler fyrrum dómara í þýzka flotanum. Kranzbiihler tókst að sýna fram á það m.a., að þýz.kir kafbátafóringjar hefðu ekki virt alþjóðareglur um kafhátahernað síður cn bandarískir — og Dönitz var aðeins dæmdur til 10 ára fangelsisvistar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.