Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Blaðsíða 9
A loftinu, 1904. Myndin á forsiðinni og þessi eru áþekkar og fyrir þesskonar bústnar og búsældarlegar ungmeyjar í bjálkakofum eða í frumstæðu baði, hefur Zorn orðið frægastur. Hafa sumar þessara mynda hans komið út i plakatútgáfum i seinni tið. Sveinn Asgeirsson Sænski listmálarinn ANDERS ZORN að jólin eða Rozhdéstvo, hafa aldrei skipað jafn háan sess sem kirkjuleg, stórhátíð hjá grisk-kaþólsku kirkjunni eins og hjá mótmælendum og sið- bættum kirkjum. Páskarnir eru lang veigamesta kirkjulega stórhátíðin bæði hjá grísk-kaþólsku og rómversk- kaþólsku kirkjunni. Hin veraldlegu stjórnvöld Ráðstjórnarríkjanna tóku opinberlega upp hið gregorianska tímatal árið 1918, þótt rússneska rétttrúnaðarkirkjan héldi hins vegar fast við hið júlíanska, þannig að bæði hinn 25. desember og hinn 6. janúar eru yfirlýstir verkdagar i Rússlandi nútímans, þegar þannig telst til að þessar dagsetningar falla á virka daga. Enginn fær fri úr vinnu til jólahalds. Ytri undirbúningur jólanna er nær enginn í Rússlandi, þvi jafnvel hjá hinum rétt-trúuðu Rússum sem þó halda jól hátíðleg er litið um allt tilstand og ytra prjál. Fornar hefðir Rétttrúnaðarkirkjan rússneska er á þessu ári eitt þúsund fimmtíu og fimm ára, talið frá þeim tíma, er Vladimir fursti og þjóð hans tóku kristna trú árið 922. Fyrstu aldirnar var rússneska kirkj- an undir beinni yfirstjórn patriarkans í Miklagarði (Konstantinópel) eða allt fram til ársins 1589, að Job metro- póliti eða yfirbiskup rússnesku kirkj- unnar var kjörinn patriarki yfir öllu Rússlandi á fjölmennu kirkjuþingi i Miklagarði. Rússneska kirkjan varð hin lang stærsta af grisk-kaþólsku rétttrúnað- arkirkjunum, og varð brátt sjálfstæð og sterk stofnun, sem hafði djúp og margþætt áhrif á Rússa og rússneska menningu. Patríarkinn í Moskvu hlaut þegar á 16. öld mikil völd og áhrif, og er fram liðu stundir urðu þessi áhrif meiri en rússneska keisara- dæminu þætti gott og eðlilegt. Pét- ur mikli I, Rússakeisari, lagði árið Framhald á bls. 16. Listamannsferill Anders Zorns er einstakur. Engin sult- arsaga né vonbrigdi, ekki linnulaus barátta og sfðbúin viðurkenning og frægð og firnaverð á verkunum eftir dauðann. Allt var honum auð- velt, að því er virtist, allt gekk honum í haginn, frægð og auð öðlaðist bann á bezta aldri og frægðin hefur ekkert dvínað þá rúmlega hálfu öld, sem liðin er, sfðan hann lézt, þar sem hann fæddist — í Mora í Dölun- um í Svíþjóð 18. febrúar 1860. Þó var hann hvorki borinn til auós né óiflafs. Móðir hans, daladóttir, dalkulla, eins og þær eru kallaóar i Dölunum i Sviþjóð, fór til Uppsala.os fékk þar vinnu vió ölgerðarhús. Þar þvoói hún flöskur allan liðlangan daginn. Og þar vann einnig ölgerðarmaður frá Bæjara- landi. Það var nú það. Og svo varð hún að fara heim til Mora, og þar eignaðist hún son, sem siðan ólst upp á heimili hennar. Anders sýndi þegar sem drengur mikla leikni i meðferð blýanta, pensla og vatnslita. Hann var ekki nema 15 ára, þegar liann konist i Konstakademi- ið í Stokkhólmi og var þar yngstur nemenda og brátt fremstur einnig. Þegar hann var 19 ára gamall, vakti vatnslitam.vnd eftir hann niikla at- hygli á sýningu listaskólans. Það bór- ust strax tilboð i myndina, og þar með hófst velgengni hans bæði bvað sölu verka hans og frægð snerti. Á henni varð svo ekkert lát, meðan hann lifði. Lif bans sem listamanns og (karl)manns var ævintýralegt, og eng- inn sænskur listamaöur jafnast á við hann að þeirri farsæld, sem umheimur- inn fær dæmt um og dæmir. Þegar nýr forstöðumaður, þver og þröngsýnn að því er flestum nemend- Sjá næstu síðu Þessi kirkja á eyjunni Kizhi í Onegavatni í Norður-Rússlandi er kennd við Heilagan anda, og er af mörgum talin ein fegursta timburkirkja veraldar. Þessi glæsilega kirkja var fullbyggð árið 1 764, og að sögn var ekki notaður einn einasti nagli úr málmi í þetta guðshús.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.