Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Blaðsíða 8
I Halldór Vilhjálmsson Þrettándajól Jól í Rússlandi ganga í garð 6. janúar, en enginn fær frí úr vinnu til jólahalds og ytri undirbúningur er nær enginn. Rétttrúnaðarkirkjan rússneska er á þessu ári 1055 ára. Messan í orþódox kirkjum er ekki minna en tveggja tíma löng, og kirkjugestir standa allan tímann. í Rússlandi ganga jólin ekki í garð fyrr en hinn 6. janúar eða um tveim vikum síðar en hjá okkur. Mismunur- inn felst i þvi, að rússneska rétttrún- aðarkirkjan heldur enn fast við júlianska timatalið, sem kennt er við Julius Gaius Caesar, en hið gregorianska tímatal, kennt við Gre- gor páfa XIII, hefur ráðið dagsetning- um á vesturlöndum siðan á 16. öld. Munurinn á dagsetningum kristilegra hátíða hjá rétttrúnaðarkirkjunni og kirkjum á vesturlöndum nemur nú orðið 12 dögum. Gregorianska tíma- talið hófst þannig á sínum tima, að 10 dögum var einfaldlega sleppt úr timatalinu árið 1583 til að fá jafn- dægri á vori aftur sett hinn 20.—21. marz, auk annarra breytinga sem gerðar voru á talningu tímans. Núna nær 400 árum síðar fer mismunurinn að nálgast þrettán daga, þvi bilið milli hins júlíanska tímatals og hins gregoríanska eykst hægt og sígandi. Hin siðbúnu rússnesku jól ganga hægt og stillilega í garð og einungis hjá hinum trúuðu, þvi að milljónir Rússa eru guðlausir og þekkja alls engin jól, — aðeins nýjársfagnað. Það verður einnig að hafa i huga. Dómkirkja heilags Basils hins blessaða á Rauða Torginu í Moskvu. Kirkjan var byggð á árunum 1555—1561, og gerðu húsameistararnir Barma og Postnik allar teikningar að þessu sérstæða guðshúsi og höfðu á hendi verkstjórn við byggingu kirkjunnar. St. Basils dómkirkjan þykir einstæð að fegurð; hin austurlenzku áhrif leyna sér ekki í byggingarstílnum. Rússnesk kirkjulist er sérkennileg og fögur eins og þessi mynd ber með sér, máluð á tré á 14. öld. Himr gullnu þakhjálmar rússneskra kirkna eru tákn vonarinnar. Þeir varpa Ijóma á umhverfi sitt og eiga að gefa hinum rétttrúuðu vísbendingu og fyrirheit um þá dýrð, sem biður þeirra í hinum himnesku bústöðum Alföður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.