Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Blaðsíða 13
dugnaði. Raginsky sagði engan efa
leika á því. að Speer hefði tekið við
embættinu af fúsum og frjálsum vilja
og gegnt henni heils hugar. „í ræðu,
sem þér hélduð á fundi með deilda-
formönnum nasistaflokksins", sagði
Raginsky „komust þér svol að orði
m.a.: „Ég mun leggja núverandi starf
mitt, húsagerðarlist, á hilluna og
beina öllum kröftum minum að skipu-
lagningu hergagnaframleiðslunnar.
Foringinn væntir þess, að við gerum
skyldu okkar, allirsem einn"."
„Yður kom náttúrulega ekki til hug-
ar", sagði Raginsku svo, „þegar þér
hélduð þess ræðu, að sá dagur kæmi,
að þér urðuð að verja orð yðar og
gerðir fyrir fjölþjóðlegum dómstóli.
Hvað hafið þér að segja um þessi orð
yðar, sem ég tilfærði?" „Ég sé ekkert
athugavert við þau", svaraði Speer.
„Er þess ekki líka vænzt í heimalandi
yðar, Sovétrikjunum, að menn geri
skyldu sína i stríði og leggi sig alla
fram við þau störf, sem þeim eru
falin? Þykir það athugavert þar, að
menn geri skyldu sina?" „Sovétríkin
koma þessu máli ekkert við" sagði
Raginsky. „Ég spurði yður hvað þér
hefðuð að segja um þau orð yðar,
sem ég las upp áðan. Viljið þér gera
svo vel að svara spurningu minni".
„Mér gekk aðeins gott til", svaraði
Speer. Ég vildi aðeins skýra málið
fyrir yður. Yður virtist með öllu óskilj-
anlegt, að nokkur maður taki að sér
embætti hergagnaráðherra á striðs-
tímum!" „Ég skildi yður fyllilega",
sagði Raginsky. „Það er nú gott að
heyra", svaraði Speer. . .
Síðar í yfirheyrslunni fauk í Rag-
insky og hann kvartaði um það við
dómara, að sakborningurinn sóaði
tima réttarins með þvi að anza ýmist
ekki spurningum ellegar snúa út úr
þeim. Hann var þá að ganga á Speer
um nauðungarvinnu útlendinga i
Þýzkalandi En dómarinn visaði kvört-
un Raginskys frá og sagði: „Sakborn-
ingurinn hefur aldrei borið á móti,
Raginsky hershöfðingi, að hann vissi,
að fjöldi manna var fluttur nauðung-
arflutningum til Þýzkalands og settur
þar til nauðungarvinnu. Hann hefur
aldrei neitað þessu". Og varð Rag-
insky að láta sér það lynda. Honum
veitti sifellt miður í viðureigninni við
Speer, og fann greinilega til þess, að
Speer var ofjarl hans. Espaðist Rag-
insky við það og reyndi stöðugt að
klekkja á Speer og fá hann til að
gangast við hinum og þessum glæp-
um, en hafði ekki árangur sem erfiði.
Speer gekkst vilð allri þeirri ábyrgð,
sem hann taldi sér bera. En hann
hafði líka ýmsar gildar málsbætur.
Var sú helzt, að hann hafði neytt
stöðu sinnar til þess að ganga í gegn
skipunum Hitlers eftir, að Hitler sá
fram á fullan ósigur Þjóðverja og
lagði svo fyrir, að ríkið skyldi lagt i
rústir, svo að óvinurinn yrði af her-
fangí sinu. Að sögn Speers boðaði
Hitler hann á sinn fund undir lok
stríðsins og skipaði honum að sjá til
þess, að eyðilagðar yrðu allar járn-
brautir, bílar, brýr, stiflur, verksmiðj-
ur og vistir áður en óvinurinn næði
þeim. „Fyrst við erum búnir að tapa
stríðinu", sagði Hitler, „og rikið er að
líða undir lok er bezt, að þjóðin liði
einnig undir lok. Örlögin verða ekki
umflúin. Rikið skal lagt í rústir, svo að
ekkert fái þrifizt í landinu eftir þess
dag. Þjóðin reyndist veikgeðja og
vesæl og á enga framtíð fyrir sér;
framtiðin er sigurvegaranna. Það er
bezt að eyða öllu — og öllum. Þeir,
sem dugur var i eru hvort eð er
fallnir. Hinir, sem eftir lifa eru einskis
nýtir".
Eftir að Speer varð Ijóst, að Hitler
var staðráðinn i þvi að tortíma heldur
leifum rikisins og þjóðinni en gefast
upp gerði hann allt, sem i hans valdi
stóð til þess að koma í veg fyrir það,
að þessar brjálæðislegu fyrirætlanir
næðu fram að ganga, og fékk hann
miklu bjargað Var þetta að sjálf-
sögðu talið honum til tekna í Niirn-
berg. En það er og Ijóst, að landar
hans áttu honum talsvert að þakka.
Endurreisnin hefði orðið örðugri, ef
hann hefði ekki komið í veg fyrir
„framtiðaráætlanir" Hitlers.
Það kom líka á daginn i Nurnberg,
að Speer hafði lagt á ráð um það að
drepa Hitler og nánustu samstarfs-
menn hans snemma árs 1 945. Hugs-
aði Speer sér að veita eiturgasi inn í
loftræstikerfi neðanjarðarbyrgisins
við kanzlarahöllina. En þetta reyndist
illframkvæmanlegt og varð Speer að
hætta við.
Dómararnir sýknuðu Speer af
tveimur fyrri ákæruatriðunum, en
dæmdu hann sekan um hin' tvö.
Hann var dæmdur til 20 ára fangels-
is.
Verjandinn
bjargaði Dönitz
Karl Dönitz flotaforingi og yfirmað-
ur þýzka sjóhersins kom fyrir réttinn
hinn 8. maí 1946. Verjandi hans var
Otto Kranzbuhler, fyrrum dómari í
sjóhernum.
Kranzbuhler var maður skarpur, af-
ar vel að sér og fundvís á rök. Hann
flutti mál skjólstæðings sins svo vel,
að það vakti almenna aðdáun manna.
Kranzbúhler kom á óvðrt þegar i
upphafi, er hann fór þess á leit að
mega senda aðstoðarmann sinn til
London að rannsaka dagbækur
þýzkra sjóliðsforingja, sem Bretar
höfðu tekið, einkum dagbækur for-
ingja á kafbátum. Dönitz hafði nefni-
lega verið gefið það að sök m.a., að
hann hefði skipað foringjum i sjó-
hernum að drepa alla skipreika óvini
og bjarga engum. Kvað Kranzbuhler
dagbækur kafbátaforingja mundu
sanna það, að þetta væri ómaklegur
áburður og yrði hann að fá að komast
i þessi sönnunargögn. Rétturinn hafði
ekki búizt við þessu og var hálfhik-
andi. Og sækjenddur voru náttúrlega
lítt hrifnir af þvi, að öðrum verjendum
yrði gefið slíkt fordæmi. En Kranz-
búhler spurði þá, hvort rétturinn
mundi meina lögmanni, sem hefði
tekið að sér málsvörn kaupmanns, að
komast i verzlunarbækur hans. Tókst
Kranzbúhler að vinna réttinn á sitt
mál og. fékk að senda aðstoðarmann
sinn til London.
Dagbækurnar urðu málstað Dööitz
til framdráttar. Til dæmis að nefna
kom í Ijós, að Dönitz hefði sent kafbát
til bjargar skipbrotsmönnum af
brezka flutningaskipinti Laconia, eftir
að þvi hafði verið sökkt. Öðru sinni
hafði hann skipað kafbátaforingjum,
og þvert á móti skipunum Hitlers, að
hætta við hálfnaðan leiðangur og fara
til bjargar skipbrotsmönnum. Var
þýzku kafbátunum þó stór hætta bú-
in; bandamenn gátu ráðizt á þá hve-
nær sem var — og gerðu það reynd-
ar. Bandariskar orrustuvélar réðust á
þá, löskuðu einn kafbátinn en sökktu
nokkrum bjargbátum, sem kafbátarn-
ir höfðu tekið í tog. Þrátt fyrir þetta
tókst kafbátamönnum að bjarga 800
Bretum (af 81 1) og 450 ítölum (af
1850).
Næsta herbragð Kranzbúhlers var
það, að hann fékk leyfi til að leggja
20 spurningalista fyrir Chester Nim-
itz, yfirmann Kyrrahafsflota Banda-
rikjamanna, og sór Nimitz eið að
svörum sinum. En í þeim kom fram,
að bandariskir kafbátaforingjar höfðu
haft það fyrir reglu í striðinu við
Japani, að láta skipbrotsmenn eiga
sig ef þeir töldu sér hættu búna við
björgun, eða sáu fram á það, að
björgunin mundi tefja þá um of.
Kranzbúhler kom ekki til hugar að
hamra á þessu; honum var vel Ijóst,
að ásakanir á hendur bandamönnum
yrði málstað skjólstæðings síns ekki
ti| neins framdráttar. Hann hagaði
vörninni af mikilli kænsku, lagði að-
eins fram sönnunargögn fyrir máli
sínu og kvaðst alls ekki saka banda-
risku flotastjórnina um það, að hún
hefði gerzt brotleg við alþjóðalög.
Hins vegar fengi hann ekki séð ann-
að, en bandarísku og þýzku flota-
stjórnirnar hefðu „skilið samkomulag-
ið, um reglur í kafbátahernaði, sem
gert var í London árið 1930, ná-
kvæmlega eins . . ."
Vörn Kranzbúhlers þótti frábær, og
það er áreiðanlegt, að Dönitz hafði
vart getað fengið betri verjanda. Það
var auðvitað, að hann yrði dæmdur
sekur. Hann var dæmdur til 10 ára
fangelsis. En það er efalítið, að
dómurinn hefði orðið þyngri, ef
Kranzbúhler hefði ekki komið til skjal-
anna.
Dauðadómur fyrir hlýðni . . .
Alfred Jodl hershöfðingi kom fyrir
réttinn 4. júní 1946. Það kom vel i
Ijós í máli Jodls hve sakirnar. sem
Framhald á bls. 16.
Albert Speer endurskipulagði
hergagnaframleidsiuna fyrir
Hitler í stríðinu og hefðu Þjóð-
verjar líklega orðið aö gefast
upp nokkru fyrr en varð, ef
hann hefði ekki komið til skjal-
anna. Síðar reyndi Speer að
koma í veg fyrir þá ætlun
Hitlers að leggja Þýzkaland í
rústir, og varð það honum lil
málsbóta í Niirnberg. Hann
hlaut 20 ára dóm.
Robert Jackson, aðalsækjandi
Bandaríkjainanna í Niirnberg.
Hann fékk Albert Speer í lið
með sér gegn Göring, sem hafði
látiö þá skipun út ganga nieðal
félaga sinna í fangelsinu, að
ekki niætti varpa neinni sök á
Hitler, á minningu hans mætti
enginn blettur falla. Jackson
var svo hlynntur Speer, að
Speer þóttist sjálfur neyddur
til að andæfa...