Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 4
/ sumar verður landsmót hestamanna ha/dið á Þingvöllum og hópar hestamanna munu koma að norðan yfír hálendið. Hér segir af s/íkri ferð á landsmót hestamanna í Skagafírði sumarið 1974. Grein og myndir: Guð/augur Tryggvi Kar/sson Öræfin heilla. Hvers vegna? Skýr- ingarnar eru margar. Stórbrotin náttúra og magnþrungin fegurð samfara við- kvæmum gróðri, sem leitast við að lifa þrátt fyrir ofurefli, minnir á lífsbaráttu hvers manns. Hreinleiki á dögum mengunar er líka stórt atriði. Tilbreytni frá skarkala vélmenningar og siðaboðum þéttbýlisins. Og ef þú ert á hestum, þá góður félagsskapur manna og hesta, sem sameiginlega ætla að ná óhversdagslegu takmarki. En öræfin eiga sér líka tröllskap og tröllin áttu það stundum til að lokka menn til sín. Þaðan áttu fáir afturkvæmt. Þess vegna er bezt að fara einungis vel tygjaður í öræfaferðir og umfram allt, vera meö öruggum fararstjóra. — Slíkt stóð mér einmitt til boöa sumarið 1974. Ég komst í slagtog meö Sigurði Haraldssyni í Kirkjubæ. Hjá Magnúsi Finnbogasyni á Lágafelli fékk ég jarpan fimm vetra brokkara, sem dugöi vel, ættaðan frá Hjallanesi á Landi og kallaður Hjalli. Hjá frænda mínum Kristni Eyjólfssyni frá Hvammi á Landi nú búsettum á Hellu, fékk ég annan fimmvetra hest, brúnan aö lit frá Skíðbakka í Landeyjum Skuggabald að nafni, mikið gæðingsefni og duglegan eftir því. „Ríddu honum ekkert nema brokk, töltið kemur nógu fljótt", sagöi Jón Bjarnason, ráðunautur á Selfossi, en hann var viðstaddur, þegar ég fór fyrst á bak. Ég reyndi að standa við það. Þriðja hestinn fékk ég svo hjá hrepp- stjóranum á Skarði á Landi, mínum ágæta Guðna Kristinssyni. Hesturinn var Þytur frá Kýrholti, 9 vetra og hafði oft unnið kappreiðar á Hellu. Reyndar var ég svo óheppinn að hann slasaðist á öðrum degi ferðarinnar á hægra framfæti, þannig að Steinn Steinsson, héraðsdýralæknir fyrir norðan þurfti aö sauma 10—15 spor í hann, þegar á mótiö kom og lagði síöan til aö hann yrði fluttur á bíl suður. Tók þá Páll á Kröggólfsstöðum Sigurðsson hann aö sér. Seint á sunnudagskvöld var svo allur hópurinn mættur við gangnamannaskál- ann í Áfangagili, en þaðan höfðum við riöiö saman frá Skarði, þar sem hestunum hafði veriö safnað saman daginn áður. Við vorum sjö alls. Fjórir ríðandi með nítján hesta og þrír voru í Land-Rover jeppa, sem fylgdi okkur, en þeir voru einnig mikið á hestum. Feröafélagarnir voru: Siguröur Haralds- son, Kirkjubæ, Filippus Björgvinsson, Hellu, Bergur Óskarsson, Strönd á Rangárvöllum, sr. Emil Björnsson, Reykja- vík, Loftur Guðmundsson, Neðraseli á Landi, Ólafur Einarsson, Reykjavík og undirritaöur. Við vöknuðum árla á mánudagsmorgun eftir góðan svefn í gangnakofanum og lögðum á reiðhestana. Hestarnir rákust Menn og hestar ferjaðir yfir Tungná á Haldi. Norður Sprengisa ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.