Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 7
„Hitt veit ég aö af er fóturinn“ Þeir Kennedyar eru ekki írar fyrir neitt og láta ekki bugast þótt oftlega hafi blásiö á móti í þessari frægu ætt. Meöal annarrar ógæfu var þaö, aö Ted sonur Joan og Ted Kennedy öldungadeildarþingmanns, fékk krabbamein í fót á.fermingaraldri og varö aö taka af honum fótinn. Á þann hátt var lífi hans bjargaö og strákur lætur þaö ekki á sig fá, þótt af sé fóturinn. Hann er nú oröinn 18 ára; er stór og myndarlegur og líkur sínum nánustu. Þeir sem þekkja hann bezt segja, aö hann sé meiri Kennedy en allir hinir. Margir mundu halda aö óreyndu, aö skíöasport væri meöal þess, sem einfættir menn reyndu alls ekki. En Ted yngri lætur fötlunina ekki aftra sér. Þótt ótrúlegt megi viröast er hann meira að segja oröinn góður skíðamaöur og ber sig þannig til, aö í staö hægri fótarins, sem vantar, hefur hann hækjuna á skíöinu. Hvaö munar um 34 ár Þýzki kvikmyndaleikarinn Kurt Jiirgens hefur eins og aörir kvik- myndaleikarar ekki veriö einnar konu maöur. Hann hefur átt fimm konur og þykir engum mikiö. Karlar eins og Júrgens sem sífellt eru aö gifta sig frameftir ævinni, hneigjast yfirleitt til þess aö giftast yngri og yngri konum eftir því sem þeir sjálfir verða eldri og hefur þaö á kjarngóöri og óhátíölegri íslenzku veriö kallað aö vera kominn í lambaketiö. Nýlega hefur Kurt Júrgens fundiö sér eina nýja; hún er samlandi hans, heitir Margie Schmitz og er 28 ára. Sjálfur er leikarinn og kvennagulliö 62 ára, en hvaö munar um 34 ár milli vina. í þetta sinn skrapp Júrgens til Bahamaeyja til að gifta sig og nú var allt í hvítu: fötin, orkideurnar, vagninn sem ekið var í og hesturinn, sem dró hann. Og svo er veriö að segja, aö menn veröi órómantískir með aldrinum. Einstæöur faöir — en stendur til bóta. Fyrir ári fórst Alia Jórdaníudrottning í þyrluslysi og syrgöi Hussein konungur hana mjög aö sögn. Síðan hefur hann lagt áherzlu á að vera börnum sínum í senn faðir og móöir. Reynir hann aö vera með þeim öllum stundum, þegar annir vegna þjóðhöfðingjaembættisins kalla hann ekki frá. Hussein hefur á ýmsan hátt reynzt mætur maður og dugandi. Hann er töluvert frábrugöinn öörum leiðtogum Araba og gætir þess á ýmsan hátt, aö Vesturlandaáhrif eiga ríkari ítök í honum en flestum hinna. Myndin, sem hér fylgir meö er tímanna tákn og ekki alls fyrir löngu heföi veriö fráleitt, aö konungur léti mynda sig á svo óformlegan hátt með börnum sínum. Eru gamlar myndir af konungum með ríkiserfingjum og öðrum börnum ævinlega mjög stífar og uppstilltar og börnin jafnvel færð í einkennisbúninga. Eins og sagt hefur veriö frá í fréttum er Hussein nú í þann veginn aö ná sér í nýja drottningu, sem bæöi er ung og amerísk. Nautabaninn tekur lífinu meö ró Hann var dáöur maður á sinni tíö, snillingur í sinni grein og frægt fólk sóttist eftir kynnum viö hann. Þeirra á meöal voru Ava Gardner og Ernest Hemingway, sem varö mikill vinur hans. Maðurinn heitir Luis Miguel Dominguin og var um skeiö frægasti nautabani Spánar. Nú er hann liðlega fimmtugur aö aldri og hættur í hringnum fyrir nokkru. Þess í staö tekur hann lífinu meö ró og kveðst nægilega ríkur til þess aö „lifa skynsamlega" eins og hann segir. Einn á ferð úti í náttúrunni meö hesti sínum og byssu er hann glaður og ánægöur. Áöur var hann glaumgosi og sótti dýra skemmtistaði, þar sem hann komst í kynni við allskonar stjörnur, en nú er þaö liöin tíð. Hann býr á búgaröi í nánd viö Madrid og lifir reglusömu og róiegu lífi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.