Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 6
Drífa Kristjánadóttir söng- Ólafur Einarsson vió stýrið Greinarhöfundur, plástrað- kona aðstoðaöi við akstur og ekki síður einbeittur en ur eftir ferð í sól og trússabílsins. í handboltanum. moldroki. Mesti gæöingur mótsins: Núpur. Knapi og eigandi er Sigurfinnur Þorsteinsson. leiddist þetta og í einni áningunni var hann kominn á bak, berbakt, áður en nokkur vissi af. Lagði hann síðan á klárinn og reið honum megniö af leiðinni niður í Langafell. Eftir það var farið að kalla hrossiö Gæf. í Laugafell komum við um kvöldmatar- leitið og haföi gengið vel. Voru þar fyrir Bergur og Sr. Emil og urðu fagnaðarfund- ir. í Laugafelli er frábær aðstaða fyrir þreytta ferðamenn, góður skáli og heitt vatn í krana. Heldur var þó lítil beit fyrir hestana. Mikill hópur hafði veriö þar daginn áður og allt uppkroppað. Einnig kom hópur með um 70 hesta meðan við vorum þarna og höfðu þeir riðið kvíslarnar um Arnarfellsmúla úr Bólstað við Sól- eyjarhöfðavað um morguninn. Voru þar á ferð Sveinbjörn Dagfinsson, Haraldur Sveinsson og fleiri höfðingjar úr Faxabóli ásamt fjölskylduliði. Við riðum því áfram eftir góöan málsverö, sem við renndum niður með vísum um feröalangana eftir Sr. Emil. Eftir nokkurn tíma komum viö að Rustakofan- um við Orravatnsrústir, en þar beittum við hestunum á ágætis land og settum þá síðan inn í kofann. Sjálfir tjölduðum við og höfðum þaö gott, áhyggjulausir með hestana. Hinum hópnum leist ekki betur en svo á beitina við Laugafell að seinna um kvöldið tóku fjórir sig upp ríöandi og ráku hestana niður að Þorljótsstööum, setn er efsti bær í Vesturdal. Þar leiö öllum vel, enda hestarnir þar á túni. Miðvikudagsmorguninn rann upp bjart- ur og fagur. Við felldum tjöldin og gáfum hestunum köggla. Þótt undarlegt væri, þá vildu þeir hvergi vera nema í kofanum, mývargurinn angraði þá allsstaðar nema þar. Siguröur kvaddi okkur þarna, þar sem hann þurfti að mæta á mótið eftir nokkra tíma, þar sem hann var yfirdómari gæðingakeppninnar. Tók hann tvo af hestum sínum meö sér á jeppakerrunni en þeir voru undan Hyl frá Kirkjubæ, sem Sigurður afkvæmasýndi á mótinu. Á Þorljótsstöðum var fyrir mikill mannsöfnuður. Áðurnefndir Faxabóls- menn voru þar komnir, einnig stór hópur úr Gusti í Kópavogi og fleiri. Við beittum hestunum á kafagrasiö og héldum síðan áfram, þar sem ekki var gott aö verða á leið hinna hópanna, þegar þeir færu af stað. Gekk nú ferðin eins og í sögu niður Vesturdalinn framhjá Hofi og Goðdölum. Þar hittum við jeppann aftur meö kræsingar handa okkur og þær fréttir að við hefðum fengið bezta tjaldstæði á íslandi, eftir því sem Ólafur sagði. Lyftist nú brúnin á liðinu, og brátt var Mælifellið á vinstri hönd. Ég reyndi að vera hinn réttasti í hnakknum framhjá guðshúsinu, þar sem einn forfaðir minn í karllegg sr. Bjarni Jónsson hafði boðað fagnaðarerindið, — annars var reiðlagiö orðið nokkuð álútt. Á mótið komum við um kvöldið hressir og kátir, og mikið var gott að skríða í heitt tjaldið og fá súpu. Ekki spillti þaö heldur ánægjunni að aöstaöa fyrir hestana var til fyrirmyndar, nægur hagi og rennandi vatn í öllum hólfunum. Þetta mesta landsmót hestamanna til þessa tíma fór í alla staöi Ijómandi fram. En tilgangur greinarinnar er að segja frá feröunum yfir öræfin og mótið sjáfft því ekki á dagskrá hér. Á laugardagskvöldiö gafst ágætt tæki- færi til þess að rifja upp atburði ferðarinnar norður, svona til undirbúnings heimferðinni. Þá voru vísur sr. Emils um ferðalangana oft hafðar yfir og læt ég tvær þeirra fylgja hér með. Sigurður á Kirkjubæ fékk þessa: Kirkjubæjarkappinn reið með kempum sáttum, norður Sand og náði háttum, Norðanlands en lét sér fátt um. Undirritaður fékk þessa í tilefni af slysförum hrossa hans og uppgefingu: Hann fór af stað meö fimm til reiöar, fyrst í stað þeir báru hann. En seinni hluta sinnar leiðar, sást hann bera reiðskjótann. Fyrir sólarupprás á mánudagsmorgunn voru feröalangarnir klárir til feröar. Nokkrar mannaskiptingar höfðu orðið því Loftur þurfti aö komast í heyskapinn og fór hann því í bíl til baka yfir hálendiö. Tók nú Ólafur við jeppanum og var með kærustuna Drífu Kristjánsdóttur sér til aðstoðar við aksturinn. Sr. Emil og Bergur höfðu þá þegar farið í bæinn. Það voru því við þrír Sigurður, Filippus og ég, sem riðum upp Mælifellsdalinn þennan sólbjartan júlímorgun með nítján hesta. Bíllinn þurfti að fara mikinn krók til þess að komast á Húnvetningabraut inn á Kjalveg, en við ætluðum síðan að hittast á Hveravöllum. Ég ætla ekkert að reyna að lýsa þeirri dýrö sem blasti við, þegar upp úr Mælifellsdalnum kom. Ekki sást ský á himni en jökulrisarnir Hofsjökull og Langjökull vörðuðu leiðina framundan. Þegar ofar dró á Haukagilsheiði var víðsýnið svo mikið að vel sást til þriggja fjórðunga allt frá Strandafjöllum um Eiríksjökul til Hrútafells á Tungnamanna- afrétti. Við áðum hjá gangnamannakofa við Aðalsmannsvatn. Hið mikla sólfar og þurrkur á mótinu sem og þá um daginn, var nú farið að hafa áhrif á mig, sem var víst vanari sunnlenzka suddanum. Fóru nú varir að springa og komu frunsur, enda var ég orðið allskrautlega plástraður áður en yfir lauk. Eftir hálftíma hvíld var haldið af staö dftur. Við hvert fótmál spratt íslandssagan fram. Þarna var Galtará, svo lítil í grjótmelunum handan Þingmannaháls, en stór í huga þeirra sem notið hafa unaðslistar Jónasar Hallgrímssonar. Þarna var Strangakvísl og Blanda, sem oft hafa reynst skeinuhættulegar ferða- mönnum, en létu okkur fara í friði á þessum góðviörisdegi. Magnþrungi öræfanna drottnar hér í öllu sínu veldi. Ægilegur fyrir veglausa, hrífandi fyrir þremenninga með nítján til reiðar, en seiðandi unaður fyrir frelsis- anda og táp þeirra, sem þegið hafa lífið um aldir úr ríki víöáttunnar. Hversu vel skilst manni ekki tregi og söknuður fullorðna bóndans sem horfði á eftir smölunum á leið til fjalla og kvaddi þá með þessum orðum: Heima bandi heftur er, hörpu vandast slögin. Ég í anda aðeins fer, yfir Sand í Drögin. Viö Seyöisá, skömmu áöur en komíð var til Hveravalla, hittum við Ólaf og Drífu með bílinn. Hófst nú kaffidrykkja mikil og smurðu brauði gerð góð skil. Þegar til Hveravalla kom, var þar fyrir mikið fjölmenni og hestafjöldi og var það fólk af Landsmótinu. M.a. var þar Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráöunautur ríkis- ins og Flosi Ólafsson, leikari. Ræddi Þorkell aðallega um hinn mikla árangur hrossaræktunar, sem komið hafði fram á Landsmótinu, en Flosi ræddi aðallega um mannrækt þá, sem heita laugin á Hveravöllum skapaöi. Urðu margir til að svamla þar ofaní með honum. Lítil beit var þarna fyrir hrossin og ekkert pláss í skálanum, svo ég lagði til, aö við tækjum hús á afréttarfélagi Tungnamanna viö Fossrófulæk hjá afleggjaranum uppí Kerlingarfjöll. Það var úr og eftir tveggja tíma ferö nutum viö hvíldar þar, meö öll hrossin örugg í ágætis giröingu og beit. Haustið áður haföi ég verið þarna með þrjátíu Tungnamönnum á Fjalli og berg- málaði þá afrétturinn af hóum á daginn en söng á nóttunni: Nóttin vart mun verða löng, vex mér hjartastyrkur. Inni er bjart við il og söng, en úti svartamyrkur. Daginn eftir riðum við um Bláfellsháls niður í Biskupstungur og Árnesþing og áðum hjá Gullfossi. Fórum síöan um Brúarhlöð að Haukholtum í Hreppum, þar sem við tjölduðum á nýslegnu túni með hrossin í öruggu aðhaldi og kafagrasi. Hvarvetna var unnið í heyi, enda búið að vera mikill þurrkur, og ilmur blóma og þurra heyja fyllti sveitina. Síðasti dagurinn rann upp bjartur og fagur og við tygjuðum okkur í rólegheit- um. Viö höfðum nú verið hálfa aðra viku á ferð og margar dagleiðirnar verið strangar. Við nutum þess nú að fara hægt og leyfa hestunum aö úða í sig kjarngres- ið, þegar áð var. í svona ferðum veröur allur hópurinn smám saman sem ein heild og lausu hestarnir fylgja forreiðarmannin- um eins og beizlaðir í heybandslest. Eftirreksturinn veröur því aðeins sá aö fylgst er með því aö enginn gleymi sér yfir lokkandi grænum toppi utan götunnar. í Hruna voru allir ferðalangarnir drifnir inní stofu í kaffi, hjá höfðingjunum þar, prestshjónunum, og áliðið var dags, þegar komiö var aö Þjórsárholti, par sem enn voru góðgjörðir á borðum. Arni ísleifsson bóndi bauðst strax til að fylgja okkur yfir Þjórsá á Nautavaði og brátt ólgaði þetta mikla jökulfall um brjóst og makka hestanna. Um hálftíma ferð er yfir vaðið, en þá tekur við dansandi valllendi Landsveitar- innar og Rangárþings. Að Skarði komum viö svo um kvöldið og var okkur tekið með kostum og kynjum. Á milli veizlurétt- anna hennar Theódóru húsfreyju gáfum við Guðna hreppstjóra skýrslu um helztu atburði ferðarinnar. Ferðafélagarnir fóru síöan niöur á Rangárvelli, en ég skreið í bælið og sofnaði við óminn af hófadyn og fuglasöng.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.