Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 8
/ Bragi Asgeirsson / Ur sögu brauðsins Síöasta eftirmiödag dvalar minnar í Dusseldorf í okt. s.l., sat ég á litlum vinalegum veitingastað og dreypti á dökkum miði. Ég haföi lokið nokkrum erindum þennan dag og velti fyrir mér hvort ég ætti aö skoöa safn nokkurt aftur eöa njóta afslöppunar í nýuppgötvuðu súper-gufubaöi þar í nágrenninu. Fram- undan voru erfiöir dagar svo aö baðiö var hér líklega tvímælalaust þaö skynsamlega og það er mest freistaði, haföi ég nær ákveðið það og leit rólega yfir síöur dagblaða er lágu, eöa réttara sagt, héngu frammi á prikum sínum. í Þýskalandi er þaö alstaöar til siös að festa dagblöð á prik og hanga þau á snögum á vissum stað á veitingastofum. Viö skenkiborðiö deildi ungt par hart og barþjónninn tók af lífi og sál þátt í deilunum. Mér varð hugsað til þess hve miklu farsælla þaö hlyti aö vera aö fá útrás deilumála i þennan hátt í staö þess aö afgreiöa þau innan veggja heimilisins oft meö óhollum afleiöingum. — Skyndilega rakst ég á frétt í einu blaðinu þess efnis aö nýlega væri sýning á bróunarsögu brauðsins í 6000 ár („6000 Jahre Geschichte des Brotes"), á „Volks- und Wirtshaftsmus- eum“ — (Þjóö- og hagvaxtarsafninu) og forvitni mín var þegar vakin, — þessa sýningu varö ég aö sjá, — haföi lengi vitaö að brauöiö, lögun þess og form er órjúfanlega tengt sögu mannsins, — daglegu lífi hans, hátíöis- og tyllidögum, trúarbrögðum, helgisiöum, fórnarathöfn- um o.s.frv. Neyzla brauös var um árþúsundir helgiathöfn, enda var hér um aö ræöa eina aöalfæðu mannsins, — ómissandi viö hvert boröhald. Varla er opnuö forn bók án þess aö viðkomandi rekist á frásögn tengda brauöinu, — slíkan sess skipaði þaö í huga fólks og gerir víöa enn, neyzla þess var öllu frekar athöfn en þaö sem viö í dag táknum sem málsverö. Sérstakar brauötegundir voru bakaöar í sambandi viö ýmsar hátíöir og er þaö í sumum tilvikum gert enn þann dag í dag. Markvert er, aö form, gerö og lögun ýmissa brauðtegunda hefur ekki tekið miklum stakkaskiptum um árþús- undir, svo sem sumar myndirnar er fylgja þessum pistli sýna Ijóslega. — Aö form brauðsins hafi veriö lynd 4 — sjá grein mikilvægt er auðsætt og ber eftirfarandi tilvitnun í Markús Árelíus, hinn mikla keisara Rómverja, þess Ijósan vott, en hér var hann aö fjalla um fegurö heimsins: „í augum þess manns, sem sanna innsýn hefur í hiö rétta eðli alheimsins, er sérhver tilbreyting sem veröur á hverju því, sem í honum er og honum heyrir til, heppileg og unaösleg. Brauðhleifurinn, sem afbak- ast hefur, svo hann springur og gliðnar sundur, hefur ekki þá réttu lögun, sem bakarinn æskti eftir, en eigi aö síöur er hann í sjálfu sér fagur og girnilegur til neyzlu" — Þaö atriöi eitt, að hinn orösnjalli og Ijóngáfaði húmanisti, Markús Árelíus, skyldi leggja útaf í frægri ræöu um fegurð og eöli alheimsins með því aö vitna til brauðhleifsins, segir gilda sögu. Margur mun minnast þess eftirminni- lega kafla úr píslarsögu Jesú er Emmaus- gangan nefnist: „Hann lætur aö þeirri ósk þeirra, aö koma meö þeim inn. Það er skuggsýnt inni, en þeir ganga aö borði, þar sem kvöldverður bíður þeirra. í rökkurkyrrðinni tekur ókunni gesturinn brauöiö og brýtur að þeirra landssiö og réttir þeim. En þá er eins og augu þeirra opnist og skyndilega þekkja þeir að samferöarmaður þeirra er sjálfur Jesú hinn krossfesti. Brauðiö liggur brotiö á boröinu, staöur hans viö borðið er auöur“. — Menn taki hér eftir að Jesú braut brauðið, en sá háttur hefur í árþúsundir veriö einkenni brauösins og til merkis um gæöi þess — aö hægt væri aö brjóta þaö, — einnig er það til marks um gæöin aö yfirborð þess (skorpan) brotnar ef þrýst er á þaö fingri. Enginn sem vit hefur á brauöinu lætur pranga inn á sig brauöi sem er dúnmjúkt viðkoma og einungis er hægt að slíta í sundur vilji einhver deila því á hinn forna máta. — í formála sýningarskrár segir m.a. „Saga brauðsins er ein sú áhugaverðasta sem um getur. Fram úr myrkri fortíöar, sem nær yfir 6000 ár, birtist okkur saga mannsins, allt frá hellisbúum, og steppu- þjóðum til vorra daga. Þaö, aö maöurinn skyldi hagnýta sér hugvitsemi sína í formun aðalfæöu sinnar frá ómunatíð, og tengja hana trúarbrögö- um, listum og goöafræöi, er verandi sönnun um yfirburði hans. Brauðiö er jafngamalt menningu hins indogermanska heims og þaö er mögulegt aö gera sér grein fyrir siövenjum manna og atferli (pólitík) meö því aö lesa í tjáningarmál og sögu brauösins“. Rituð hefur veriö bók um sögu brauðsins af þeim Pierre DURAND og Marvel SARRAU, og þaö er einmitt bakarameistarinn Marcel SARRAU sem endurmótaö hefur flest þessara brauða á farandsýningunni, en hann er afkomandi bakara og malara er hafa verið starfandi í a.m.k. 500 ár í Gascogne. SARRAU vinnur um þessar mundir að verki um brauðtegundir á okkar tímum sem eru einnig tengdar erföavenjum úr fortíðinni m.a. rr.eð ótal sögum og skrítlum. Lítum svo á myndirnar er fylgja þessari grein og »thugum hvaða sögu brauðiö getur sagt okkur. Á fyrstu mynd eru brauð frá Egyptalandi, — litla brauöið efst t.h. fannst í gröf Ramses II. hins volduga Faraó, frá 19. öld fyrir Krists burö, og er búiö til úr grófu niðursöxuðu korni og Brauð frá fornöld. Efsta brauðið fannst í gröf Ramsesar 2. faraos í Egyptalandi. Með tilkomu brauðsins uröu páttaskil hjá mannkyninu — veiöimennskustigiö var kvatt og verkaskiptingarstigiö tók viö. Mynd 1. Brauö tók snemma á sig alls konar táknrnn form. Hér eru fornaldarbrauö meö hjartalagi — tákni ástarinnar, döölubrauö, sérbakað handa sjálfum faraó og brauö í dýrsmynd. Mynd 2.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.