Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 11
bæ. Hann hafði þann sið að leggjast þvert á veginn svo þar komst enginn hjá. Þegar ég þurfti að fara þarna um bað ég mömmu að koma með mér. Um leið og hundurinn sá hana stóð hann hæversk- lega uþþ og lagöist langsum á veginn svo við kæmumst framhjá honum. Þetta var víst mjög vitur skepna og var sagt að hann gætti barnanna á bænum. — Fleira er mér í fersku minni frá uppvaxtarárunum í Flensborg: Borgin er í botni Flensborgarfjarðar en um hann miöjan liggja landamæri Þýskalands og Danmerkur. Okkur börnunum var löngum starsýnt á rautt Ijós, sem alltaf lýsti Danmerkurmegin á ströndinni. Seinna komst ég aö því að þetta var rauöur hnykill, Ijósaauglýsing um Sönderborg ullargarniö, sem þar er framleitt. Þegar sjór var sléttur sáum við eyjuna Als syöst viö Jótland og fleiri eyjar og þarna varð ég fyrst vör við útþrá og ævintýralöngun. En minningar Úrsúlu blandast óhjá- kvæmilega skuggum stríðsins og áranna sem á eftir fóru. Á þeim árum voru matföng svo naumt skömmtuö í Þýska- landi að segja mátti að það nægöi fólki hvorki til aö halda lífi né deyja. Á árinu 1945 veiktist Úrsúla illa af lungnabólgu og mátti rekja orsakir þess til minnkandi mótstöðuafls af næringarskorti og öðrum vanbúnaöi. — Við máttum ekki við því, að vera úti illa búin og blaut í fætur en hjá því varð ekki komist, ekki síst þegar við fórum í skóginn að safna sprekum til eldiviðar; engin gúmmístígvél voru þá fáanleg og lítið um annan hlíföarfatnað. Skortur á lífsnauðsynjum setti svip á allt daglegt líf okkar, segir Úrsúla. Eftir 10 ár á búgaröinum fluttu þau til Flensborgar: — Þá tókst móður minni aö fá íbúð í borginni og stofnaöi þar nýtt heimili fyrir okkur börnin. Lífeyrir sem hún fékk frá ríkinu, eins og allar konur sem misst höfðu menn sína í stríðinu, nægði ekki til framfærslu heimilisins, en með börnum eftir 14 ára aldur var ekkert greitt. Hún vann ekki úti, bæði vegna þess að hún var ekki nægilega heilsuhraust til að vinna að heimilinu og að okkur systkinunum fannst svo ómissandi að hafa „mömmu heima", að við vildum heldur sætta okkur við þröngan fjárhag. MÖrg Ijón á leíöinni til menntunar — Ég var alltaf staöráöin í að afla mér menntunar, segir Úrsúla. Ég var byrjuð á námi í menntaskóla, en mér til mikilla vonbrigða fékk það snöggan endi. Þegar stríðinu var lokið 1945 var öllum skólum í Vestur-Þýskalandi lokað, barnaskólum einnig. Afleiðing af lokun skólanna varð sú, að margfalt fleira fólk leitaöi á vinnumarkaðinn en vinna var til fyrir. Og þar sem vinnu var að fá, gengu karlmenn fyrir, þó margir þeirra væru fatlaðir og illa færir til vinnu eftir áföll í stríöinu. — Ég reyndi að komast að í iönnám Úrsúla Pétursdóttir. sem húsamálari, en þar sátu karlmenn fyrir námsplássi. Þá reyndi ég að komast að í gullsmíðanámi. Þar var sama svar: Karlmenn gengu fyrir og auk þess var námiö talið of þungt fyrir konur. Eftir þessar misheppnuöu námstilraunir ákvaö ég að fara í skóla, sem var ætlaður sérstaklega fyrir húsmæður í sveit, en þeir skólar starfa í sambandi við búnaðar- skóla. Náminu er hagaö þannig, aö húsfreyja á viðkomandi sveitabúi er meistari í faginu og tekur nemandann sem lærling. Námstíminn skiptist milli vinnu á heimilinu og skólavistar í búnaðarskóla. Á heimilinu lærir nemandinn aö matbúa og vinna úr afurðum, sem framleiddar eru á búinu. Þetta nám tók 2Vz ár. — Þegar ég hafði lokið þessu námi vann ég sem sveinn í faginu í eitt ár. Við það batnaði fjárhagurinn stórum, sem kom sér vel. Ég mátti teljast allvel sett. En þá rakst ég af tilviljun á auglýsingu í dagblaði, þar sem óskað var eftir stúlku á heimili á íslandi. Svo hittist á, að þýskur garðyrkjumaður sem haföi verið í Hvera- gerði, vann í nágrenninu. Hann sýndi mér nokkrar myndir frá íslandi, m.a. man ég eftir mynd af Kolviðarhóli, en þar sýndist mér harla napurt og eyðilegt. En þetta nægði til að vekja hjá mér ævintýra- og útþrá; og meö togaranum Helgafelli kom ég til íslands um haustið 1951. Næstu tvö og hálft ár vann Úrsúla á heimili Nielsar Dungal í Reykjavík. Þá fór hún aftur heim til Þýskalands og reyndi enn að komast í iðnnám. En þegar það tókst ekki, sneri hún aftur til íslands. í þaö sinn kom hún til landsins með Ms Lagarfossi, og þar kynntist hún manni sínum, Skúla Sigurössyni frá Tjörn í Aðaldal, en hann var þá skipverji á Lagarfossi. Árið eftir geröist hún bónda- kona noröur í Þingeyjarsýslu. Skúli Sigurösson bóndi á Tjörn. Hann fórst í dráttarvéiaslysi. Búskapur á Tjörn Úrsúla Nissen og Skúli Sigurösson giftu sig og hófu búskap á Tjörn 1956. Foreldrar Skúla voru Bergljót Benedikts- dóttir frá Auðnum í Laxárdal og Sigurður Baldvinsson frá Garði í Aöaldal. Þau bjuggu aö Garði en Tjörn var jafnframt í eigu fjölskyldunnar. — Fyrstu fjögur árin sem viö bjuggum á Tjörn áttum við ekki nema hálfa jörðina en keyptum hana alla 1960, segir Úrsúla. Var ekki allmikill munur á sveitabúskap ! Þýskalandi og á íslandi? — í fyrstu lá við að mér féllust hendur, svo ólíkt var það því sem ég þekkti. í upphafi var bústofn okkar 7 kýr, sem mér fannst að hefðu hlotið að sleppa úr sláturhúsinu, svo voru þær komnar til ára sinna. Eina á gaf mágur minn okkur í brúðargjöf. Þetta var allt og sumt. En ekki dugöi aö láta hugfallast. Viö reyndum aö fá lán til aö kaupa ungar kýr og fjölguðum kúnum með því að setja á þær kvígur sem fæddust. Fénu fjölgaöi líka, en við lögðum ekki mikla áherslu á fjárbúskap og hættum svo alveg við hann. Við héldum áfram aö endurbæta fjósiö, sem var reyndar byrjað á þegar viö komum. Þetta var fyrst af vanefnum gert en færðist smám saman í nýtískulegra horf, frá timburbásum til stalla með brynningar- tækjum. Vélakostur jókst og áriö 1970 má segja aö búskapar- og heimilisaöstaöa væri komin í gott horf. Við höfðum þá 25 gripi í fjósi, þar af 16 mjólkandi kýr. Örlagaríkur atburöur Árið 1970 reyndist örlagaár í lífi fjölskyldunnar á Tjörn. Skúli bóndi Sigurðsson lést af slysförum þegar hann var að vinna meö dráttarvél heimilisins á túninu. Synir þeirra, Pétur Jakob og Sigurður Ketill voru þá 10 og 8 ára. Úrsúla ákvað að halda áfram búskap, ekki síst þeirra vegna. — Mér varð hugsaö til minna bernsku- ára, segir hún. Mér fannst að sjálf hefði ég átt betra meö að sætta mig við föðurmissinn, ef ég hefði ekki misst heimiliö um leið og veriö rifin úr því umhverfi sem ég þekkti best. Ég vildi ekki valda sonum mínum þeim sársauka, að skipta um rætur á unglingsárum. — En búið gaf ekki þaö mikið af sér, að nægöi til að greiöa vinnulaun. Ég tók þá það ráð að fækka kúnum um helming. Benedikt mágur minn tók helminginn af túninu á leigu, gegn því að sjá um heyverkun af hinum hluta túnsins en sá heyfengur nægði fyrir þaö sem eftir var af mínu búi. Með þessu fyrirkomulagi gat heimiliö haldist í svipuöu horfi og var og drengirnir haft „mömmu á sínum stað“. Það var okkur líka ómetanleg stoð, að Heimir mágur minn var til heimilis hjá okkur og var drengjunum hinn fööurlegi bakhjarl eftir að faðir þeirra féll frá. — Þegar drengirnir eltust og óx fiskur um hrygg gátum við öll hjálpast að viö búskapinn. Ég fjölgaði kúnum aftur smám saman og endurnýjaði vinnuvélar, að nokkru í sameign með nágrönnum okkar og við þá höfum viö samvinnu um heyskap. Nú höfum við tekið allt túnið til afnota. Kýrnar eru nú 14 í fjósi og auk þeirra nokkur geldneyti; við ölum upp sem holdanaut þá kálfa sem við viljum ekki setja á, en ég hef áhuga fyrir að rækta upp sem best kúakyn. Með því að halda búinu í þessu horfi, eigum við að geta lifað vel sæmilega af því. Þar að auki eru svo hlunnindi af laxveiðiréttindum en Laxá er fyrir landi Tjarnar. Leigutekjur af laxveiði- réttindum hafa hækkaö mikið á síðustu árum. Bensínsölu hafa bændur á Tjörn séð um síðan 1948. Umboðslaunin skipta litlu máli miðað við ónæði sem af því leiðir. Úrsúla segist hafa tekið þetta aö sér fyrir miklar fortölur, eftir að hún var orðin bóndi á Tjörn. Kona sem er bóndi verður aö vera jafnfær tii pess og karlmaður Úrsúla telur aö mestu erfiðleikar hennar við búskapinn séu nú yfirstignir. Hvaöa verkefni eru þar erfiöust fyrir konu? — Konum er ekkert að vanbúnaöi að hirða skepnur, segir Úrsúla. En sjálfri fannst mér erfiöast að kynnast þeim vandkvæðum, sem komið geta upp í sambandi við kýr, og ráða fram úr þeim. Sú kona sem annast bú og hefur forsjá þess á hendi, verður að taka allar ákvarðanir varðandi búskapinn og fylgjast vel með á því sviði. Hún þarf líka aö þekkja til meðferöar á vélum heimilisins, Framhald á bls. 15 Bræóurnir Ketill og Pétur Jakob Skúlasynir. Foreldrar Úrsúlu, Emma Nissen, sem er sjötug á myndinni og Peter Nissen, fertugur á myndinni. Hann fóll í stríöinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.