Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 12
inn. Þessi kvöldklæönaöur, sem er frá Jean Patou, hefur til aö bera ýmisleyt af því sem einkenndi sýningamar. Sláin er úr gráu efni meö drapplituöu mynstri. Blússan meö riktum kraga sem kemur utan yfir og trúlega veröur þessi tegund af krögum vinsœl. Og hér er það satin ofan frá og niður úr, rikktar ermar og axlapúðar. Það er Thea Porter sem er hönnuður. Stúlkan er með fléttur, en alslags fléttur og fléttingar koma vafalaust til með að verða mikið áberandi ífram- tíðinni. Parísardömu svipaða þessari í klæðnaði er trúlegt að ferðamaður sjái víða með haustinu. Heildin, látleysi. Litasamsetning óskeikul. Það er Jean Philippe sem sendir þennan klæðnað á markað- Elín Guöjöns- döttir skrifar frö París mr a ÞÆGINDI 1 FYRIRRÚMI NÝLEGA er lokiö í París sýningum frönsku tískuhúsanna, sem haldnar eru þar haust og vor, þar sem sýnd eru föt ætluö til notkunar næstu árstíö, þaö er aö segja núna voru sýnd föt ætluð til notkunar næsta vetur. Þarna á þessum sýningum er sýnt eitthvaö nýtt og skemmtilegt sem stóru tískublöðin telja það athyglis- vert aö birta af því myndir á síöum sínum, og þeim fötum þorir fólk aö klæöast ég tala nú ekki um í París, Þar sem aö fólk viröist vera þrælar tískublaðanna, en blöö jafnt hér og þar, geta ekki birt sömu myndir eða sömu greinar aftur og aftur. Og ef blöðir. koma meö myndir af nýjum fötum, ég tala nú ekki um á forsíöum, þá fylgir smekkur fólks- ins í kjölfarið, og þegar margir fara aö klæöa sig svipaö t.d. pilssídd eöa pilsvídd, þá finnst manni þeir sem eru ööru vísi bara ankanalegir. Núna er t.d. snyrting aö breytast töluvert. Kinnalitur mikið notaður og eins rautt neðan í augabrúnirnar. Þess- um rauða lit er svo dreift, og hann mildaöur í línu að efri hluta eyrans. Ég stóö sjálfa mig að því að mála mig meira en ég er vön; innanum allar kínnalit- uöu konurnar varö ég svo föl. En ég býst viö aö mörgum leíki forvitni á því aö vita hvað sé framundan: SATIN. Ég held aö satin veröi töluvert vinsælt efni, vegna þess að það örlaði á því hjá flestum tískuhúsanna. Ekta silki og mussel- in og önnur létt efni voru mjög áberandi enda fötin víð og efnis- mikil. MaÖur ætti aö geta andaö fyrir þrengslum í þessu. Leöurblökumar eru mjög áberandi i vetrartískunni. ÞaÖ er Paco Rabanne sem sendir þennan fatnaö frá sér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.