Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 5
Spœnskt borðstofuborö frá 1920—30 útskoriö. Úr eik og fleiri viöartegundum. Því fylgja stólar í sama stíl oo teborö „Vitrin“-skápur frá aldamótum. Ætlaöur fyrir silfurmuni og postulín. Hornskápur úr eik. lega. Þetta er stórt fyrirtæki og viöurkennt á þessu sviöi og sér um slíkar fyrirgreiösl- ur fyrir verzlanir um allan heim. Þó reynum viö aö fara til Englands viö og viö til aö kynna okkur markaöinn og sjáum þá sjálfar um innkaupin — förum í vöruhús antik-verzlana og veljum. Og hvernig eru hlutirnir valdir? Viö reynum aö haga valinu eftir eftirspurn aö nokkru og leggjum áherzlu á aö úrvaliö sé fjölbreytt. Engir tveir munir eöa samstæöur eru eins. Hefur fólk hér áhuga á aö eignast gamla muni? Já, já, hingað koma margir — og sumir líta hér oft inn, bara til aö fylgjast meö því hvaö berst til okkar. Okkur finnst áhuginn fyrir þessum munum fara vaxandi, ekki sízt meöal ungs fólks. Smekkurinn viröist breytast í þá átt hjá því. Ungt fólk er í meirihluta meðal viöskiptavina okkar og fólk sem hefur fylgst meö verölagi í slíkum verzlunum sem þessari erlendis, finnst þetta ódýrt hér. Þaö kemur til af því að smásöluálagningin er lítil hér. í Bretlandi stjórnast álagningin af framboöi og eftirspurn t þessari grein og þá er þaö breytilegt hvað verður vinsælast á hverjum tíma. Nú mætti t.d. nefna aö húsgögn úr afsýröri eik eru lang vinsælust og því erfitt aö útvega þau. En hvaö líöur eftirspurninni hér? Hér er mikiö spurt um húsgögn frá því um aldamót. Þau flokkast þó ekki sem „antik“. Sum eru smíðuð seinna og því er alls ekki haldiö leyndu. Þetta er vönduö og nákvæm eftirlíking á eldri húsgögnum, flest handsmíðaö og innlagt eins og tíökaðist áöur. Og veröiö fer eftir því hversu vandaö verkiö er. Þaö er mikiö til í Bretlandi af gömlum húsgögnum og munum allt frá blóma- skeiðinu á 18. öld og úrvaliö er geysilegt. Hitt er svo annað mál aö þessi húsgögn eru oft ákaflega óhrein þegar þau koma til okkar og mikil vinna er viö aö hreinsa þau uþþ. Auk þessara innkaupa frá Bretlandi höfum viö gert nokkuö af því aö taka gömul hússögn og muni í umboössölu fyrir fólk hér, sem þó takmarkast af þessu þrönga húsnæöi. Viö höfum einnig hug á aö taka í umboössölu verk íslenzkra iistamanna, en höfum ekki enn gefið okkur tíma til aö skipuleggja slíkt. Hér höfum viö líka á boöstólum keramikmuni úr sérstökum portúgölskum leir, sem unninn er aö fyrirmynd frá 17. og 18. öld því okkur finnst þessir munir fara sérstaklega vel viö þessi gömlu húsgögn. Hér er ekki um aö ræöa antik-postulín eða leir, slíkt yrði allt of dýrt. Sama má segja um antik-silfur. Þaö yrði of dýrt fyrir okkur aö eiga birgöir af því. Einstaka málverk berast okkur í umboössölu úr íslenzkum búum — aöallega dönsk — en eftirspurnin er Iftil. íslendingar vilja helzt málverk eftir „sína“ málara. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.