Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 11
Vegirnir »Hægið ferðina og víkið vel út á hægri vegarbrún Þegar þið mætið bíl« — betta heilræði ættu ökumenn að vera búnir að festa sér í minni, það hefur ekki svo sjaldan verið brýnt fyrir þeim. Miðað viö íslenska malarvegi á fjöiförnustu leiðunum og akstursvenjur margra íslenskra ökumanna mætti Þó hafa klausuna lítiö eitt lengri og Þar meö nærri veruleikanum eða eitthvað á Þessa lund: Hægiö ferðina og víkið vel út á hægri vegarbrún Þegar Þiö mætið bíl svo sá, sem á móti ekur, geti geyst framhjá á fullri ferð — níutíu eða hundraö eða meira — og ausið yfir ykkur aur og grjóti sem molar luktirnar og framrúöuna og skilur eftir rispur, skellur og dældir á húsi ykkar bíls en sloppiö sjálfur meö allt sitt heilt. Breiðu malarvegirnir eru orðnir mesti sóðaskapur, ómenning og martröö pessa lands. í gamla daga, meðan umferðin á helstu langleiöunum nam svo sem tíu til hundrað bílum á dag, dugði íslenska vegakerfiö vel. Þá nægðu útskotin sem mig minnir að vera skyldu með Þrjú hundruð metra millibili. Þess má geta að flestir ökumenn litu Þá alvarlegri augum á hlutverk sitt en litið er á bifreiða- akstur nú á dögum. Hraðakstri munu Þó ýmsir hafa brugðið fyrir sig í samræmi viö tækifæri og aðstæöur. En að geta ekki haldiö bíl á vegi og aka út af og kannski velta Þótti bera vott um klaufaskap — ekki dirfsku! í raun og veru var íslenska malarvegakerfiö fullmótað á fimmta og sjötta áratugnum. Þá Þjónaöi Það prýðilega tilgangi sínum. Þeir, sem ráð höfðu á að fara í skemmtiferð um landið á eigin bíl, sneru heim meö bros á vör. Gallinn var aöeins sá að tiltölulega fáir nutu slíkra forréttinda. Sorgarsagan er hins vegar sú að Þá loks, er bílainnflutningur var gefinn frjáis upp úr 1960, skyldi vegakerfið allt í einu reynast svo gersamlega ófullnægjandi sem raun ber vitni. Malarvegirnir íslensku eru nú orðnir svo einstætt furðufyrirbæri að enginn bílafram- leiðandi í víðri veröld tekur lengur mið af slíku. Ekki einu sinni svokallaðar torfærubif- reiðar eru framleiddar með Þvílíkar aðstæöur fyrir augum. Venjulegir fólksbílar miðast auðvitað við dáðsléttar og ryklausar hrað- brautir Þar sem stálstyrkt radíaldekkin eins og líma bílinn við veginn. Á. grófum malarvegi eru radíaldekkin eins og kerruhjói. Allt fram á Þennan dag hefur stefnan í vegamálum verið sú aö lengja vegakerfiö — á kostnað gæðanna! Sá, sem bregöur sér á milli landshluta, getur átt um tvær, Þrjár eöa fleiri leiðir að velja, ekki vantar Það — en allar jafnafleitar. Fyrir nokkrum árum var snjó- mokstri bætt viö önnur verkefni vegagerðar- innar. Nú er svo komið — bæöi vegna lengdar vegakerfisins og umferðarÞungans á öllum aðalleiðunum — aö ekki er lengur unnt að halda vegunum sómasamlega við. Ég minnist Þess frá vegavinnuárum mínum í gamla daga aö fyrir kom að bálreiður bílstjóri kom askvaðandi og kvartaði um holu eða hvarf einhvers staðar á leið sinni. Var Þá strax brugðiö viö; fjórir, fimm strákar sendir á bíl meö haka, skóflur — og jafnvel svo sem eina hrífu. Hlassi var dembt í holuna, dreift úr með skóflum, síðan rakað yfir með hrífunni. Svona vinnubrögð Þættu bæði hlægileg og aulaleg nú. Þá Þótti sjálfsagt að vegir væru góðir. Nú Þykir eðlilegt að Þeir séu vondir. Gegnir mestri furðu að Þessi mjög svo kröfuharða bílaÞjóð skuli láta sér Þetta lynda. Ástæðan er auðvitað sú að hér er naumast lengur hugsað um landsmál, Þvi síöur um hinn margfræga Þjóðarhag, heldur aðeins flokksmál! Fyrir kosningarnar í vor lagði Sjálfstæðis- flokkurinn fram áætlun um varanlega vegagerð á fimmtán árum. Hvað ætli hann hafi uppskorið mörg atkvæði út á Það? Aðrir flokkar nefndu varla vegina í kosningaáróðri sínum; lofuöu að minnsta kosti fáu í Þeim efnum. í komandi ríkisstjórn munu Þeir eiga fullerfitt meö að efna Það sem Þeir hafa lofað og getur Þá hver sem er rennt grun í hvenær Þeir munu efna hitt sem peir aldrei lofuöu. Við eigum Því eftir að aka á versnandi vegum næstu árin, kannski áratugina. Ljósi punkturinn í vegakerfinu eru hrað- brautirnar út frá Reykjavík. Að aka á slíkum vegum er bæði skemmtun og heilsubót. Þar að auki hljóta góðir vegir að vera pjóðhags- lega arðbærir ef. dæmið er reiknað til enda. Geta ekki allír fallist á Það? Erlendur Jónsson Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu sWíKfi SKflar VBip- A»”l- r<a- Mflí K -ý 5 *í L -4-> V B k i T Ct r T f’iCPÐll Díltfi A L 1 H K FUC*L L A t» c. V V A 5;r4 K R A 1 í* N P </ KOMfl o 4 r t*" ’ HO r 0 T 7 » öTpT A S 1 £ 0 R ú r V r FLc-K 4R p O F A R m r 'o C, L A $ * A SKA? ILL V ' ' fc P K Á r i K 6 ( P ( r <> \liu- m (k A r A N VE'OAC n*' N b T ARLfl r a j., -• II 61 !> A M í A r / u S.M.D P A c 3 i w i' A F fcMD - U L V P i í> (AV’ \* rsrr f Ct R s b F L u R 3-; £ L L £ A T A R A P Z A p ■ 1 tflL' 4 '4 Úi-JA F Lt L ( (L A K a <L r & r / L F ( N U / M Ct ^v’ K A L ( H i L J> UL £ D»R'0 1 u N A L fí 'A T |v*lTlA A £> L 1 R CU.t> 1 Ð A * • y* R -€> $ R u r r? Ki/£N- p/A+M B ’o K-l F-l U «. I sm h - O Rf) SKVlD-I M fAJNH / N | M^ H P - Æ€>' SLfl a e, - / rJ /J AMS- /MÖ. í/tM D FUUL s;, o C< ta ÞfíCL - LeiÐiP fk ftN Pí iVt- K) ft Veku KoMAóJ E L- D - K£flfl 0 5' auf> Hfí PP- I £> Ffí/JRrt- HRÚciP) (ViflRK- An 'A í-ir- /VS) frtMfi hcTí- d-) R Fauifl EVD D HlMlM 4>?t/A/- AR APA Lf- riTiLL + Ffl > 't <-A P Roll- A£>u Lnrtf. AfL SK'_ þvo 5 /?M- HiT. /flflM - íJÍJUB. t\S>E\C- evo hr. 5 t-'*TX /A f> I /Ar AR HwaiPi A R Fuc.l'. FJÆIZ ► l okk- /vei l7ka*S~ humfí lt> sf - /vt> a e- M/\ eue 3 e/NÍ a e UM/X' VJ t ■€> I S K YL0((K m 1 CöR KT- aftuR íjLoÐ L-* \Tu> R U- pcÆaii Hú£> » IH <5 e/JO- (VL ItJN C>S0£) / N L yUU (S? r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.