Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 12
Fyrir meira en þrem aldarfjórð- ungum skrifaði dr. Jón Stefánsson málfræöingur og sagnfræðinguf grein, sem birtist íTímariti Hins íslenzka bókmenntafélags 1898. Þessi ritgerð fjallar um „Tjlraunir Danakonunga til að selja ísland" samkvæmt fyrirsögn hennar og höfundur rekur hér nokkra atburði varðandi sögu íslands og tveggja Danakonunga á fyrri hluta 16. aldar. í raun og veru er hér þó ekki um að ræ’ða tilraunir til aö selja ísland, eins og dr. Jón lætur í veöri vaka, er hann setur grein sinnj fyrirsögn, heldur er hér um að ræða tilraunir tveggja Danakonunga til aö afla sér rekstrarfjár meö því að veösetja ísland. Þaö mun hafa veriö afstaöa höfundar til danskra yfirráða á íslandi, sem varð þess valdandi, að hann hefur kveöiö of fast aö orði, er hann skrifaði fyrirsögn greinar sinnar, en sú afstaða kemur vel fram í lok ritgeröar hans. Hér segir: „Nú var svo komið, aö Danir vildu láta ísland af hendi rakna viö England fyrir svo sem ekkert, en Hinrik haföi þá svo mikiö aö vinna innanlands, að hann sinnti því ekki. Þannig fórst það fyrir, að Hinrik áttundi eignaöist ísland, en víst er um þaö, aö ekki haföi hann sleppt Jön Kristvin Margeirsson Parruk, pípur og dýrar veigar og einhversstaöar noröur í höfum er land til leigu eöa jafnvel til sölu, — en pví miöur — áhuginn á pví er lítill. Tilraunirtveggja Danakonunga til að veðsetja ísland tangarhaldinu á því, ef hann heföi tekið þaö aö veði. Hitt er líka víst, aö betra heföi veriö fyrir ísland aö komast undir England á öndveröri sextándu öld, áöur en einokun og hrörnun og hnignun var byrjuö aö neinu ráöi, en aö sæta þeim kjörum, sem þeir uröu viö aö búa næstu aldirnar undir Dönum.“ Ekki er þaö öruggt, aö þessi skoöun dr. Jóns Stefánssonar eigi miklu fylgi aö fagna meöal íslend- inga nú á dögum, en grein hans er skemmtileg og fróðleg og þess viröi aö rifja hana upp, þótt ekki sé öllum atriðum í henni treystandi. Um þaö leyti, er stjórnartíð Hinriks konungs 8. hófst á Eng- landi, ríkti ófriöaröld á íslandi, segir dr. Jón í upphafi greinar sinnar. Hinrik kom til vaida áriö 1509 og eitt af fyrstu verkum hans var aö nema úr lögum bann viö fiskveiðum og verzlun brezkra þegna á íslandi, en slíkt bann haföi faöir hans fallizt á í samningi viö Danakonung. Aö vísu haföi þetta bann ekki verið virt, en nú, þá er þaö var úr gildi numiö, hljóp vöxtur í siglingar Englendinga til íslands, og nefnir dr. Jón, að 300—400 Englendingar hafi komiö viö í Hafnarfiröi árlega. ' Þeir færðu sig upp á skaftið, segir höfundur, og hér dregur hann fram vitnisburö danska sagnaritarans Arild Huitfelds,( 1546—1609), sem segir, aö Englendingar hafi slegiö eign sinni á Island, svo bændur vildu ekki borga Danakonungi skatt. Hafi Englendingar komiö sér upp vígjum á Islandi og fariö ránshendi um eignir landsmanna. Kristján Hansson sonur Hans Danakonungs, stjórnaöi þá Noregi sem ríkisstjóri fyrir fööur sinn, og sendi Hans Rantsov til íslands til aö stökkva Englendingum úr landi. Þessi sendiför bar tilætlaöan árang- ur og var eitt skip tekiö af þeim en ööru sökkt. Englendingar hugöu á hefndir og komu liðfleiri næsta ár. Létu þeir greipar sópa um skip þaö, er á var konungsskattur og mikiö af öörum vörum, en drápu umboösmenn konungs og 8—10 af mönnum hans. Tjónið var metið á 10.000 sterlingspund, en lítt varö úr því, aö gengiö væri eftir skaöabótum, og gefur dr. Jón þá skýringu, aö ekki hafi veriö hagkvæmt í svipinn fyrir Danakonung vegna stööunnar í utanríkispólitíkinni aö ganga hart eftir skaöabótum hjá Englandskon- ungi. Fáum árum síðar settist Kristján Hansson í hásætið í Danmörku og nefndist hann Kristján 2. sem konungur. Honum varö fjár vant, einkum vegns hernaöarleiöangra á hendur Svíum í því skyni aö tryggja völd sín í Svíþjóö, en draumurinn um Kalmarsambandið, þ.e. Norður- lönd sarneinuö undir einni stjórn, hélt þá enn vöku fyrir Danakonung- um. Kristján 2. þóttist sjá tækifæri til fjáröflunar í því aö veösetja ísland. í þessu skyni geröi hann út sendimann, Hans Holm aö nafni, og átti hann aö halda fyrst til Niður- landa og reyna aö útvega lán par gegn því aö lánveitandi héldi Islandi sem panti, unz lániö væri greitt aö fullu. En ef þetta mistækist, átti sendimaöur aö fara til Englands og reyna fyrir sér hjá Hinrik 8. Erindisbréf sendimanns var sem hér segir (í þýöingu dr. Jóns): „Fyrst á hann aö bjóöa Hollend- ingum í Amsterdam og Water- landische (noröurhollenzku) bæjun- um líka Antwerpen, eins og erindis- bréf hans sýnir, landiö ísland aö veöi fyrir 30.000 gyllinum eöa aö minnsta kosti 20.000. Ef Hollend- ingar vilja alls ekki taka þessum boöum, þá skal hann, er hann kemur til Englands, bjóöa konungi þar landið fyrir 100.000 gyllini eöa aö minnsta kosti 50.000. Hann á ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.