Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 15
«r hugikoN «Woodv Jlllen > hv»» ■ KeyprU / kosta FoKELDP/IR JOLAKpRTlM. MÍMR /ev/nle&a ÚRELTA hlut/, AF Þl/l þetR WR<J dpýpAR/. HANN KEyPTl HUNP HANPA MdR J) ÚT6ÖLU HJÁ PORNOR/PASALA. O Kirvj Fealurcs Syndicate. inc 1978 Worio riqhls ■: yed 4=^OAPf>ie/. Vika úr lífi Jóels Framhald af bls. 3. haldiö, á meöan hann lá. „Nú, ert þaö þú aftur? Og hvaö í dauðanum viltu eiginlega núna?“ „Þaö var klárt hjá þér, að fara út í gærkvöldi. Hún er oröin logandi hrædd um þig. Ekki skella á, ég verö nauösyn- lega að hitta þig.“ „Heyrðu góöa mín, þú hlýtur aö" vera orðin vitlaus, eöa varstu þaö allan tímann?“ „Mér er alvara. Ég skal viðurkenna, aö ég hafi sagt bjánalega hluti í símann, en ég geröi þaö eingöngu, vegna þess, aö ég hélt, að þú bitir á agnið og héldir, aö ég hefði áhuga fyrir þér. En þaö er svolítið annaö, sem ég hef í huga.“ „Ég get ekki setiö lengur í símanum, ég er fárveikur." „Allt í lagi, ég hringi aftur í kvöld, þegar frúin fer út, þá getum viö rætt máliö betur." Hann staulaöist aftur inn í rúm. Mollý var eitt spurningarmerki í framan. „Hver var þetta eiginlega?“ „Einhver konubjálfi, sem hefur þaö fyrir siö, að hringja í mig í tíma og ótíma.“ „Þú hlýtur þó aö vita hver hún er?“ „Hef ekki minnstu hugmynd.'1 „Þaö var einkennilegt. Er hún aö hóta þér, eða hvað vill hún?“ „Hóta mér?“ Þaö haföi hann ekki hugsað út í fyrr. Kannski voru einhver glæpasamtök á bak viö þessa konu. Dablööin voru full af fréttum af svoleiðis samtökum. Þau rændu fólki og þau höföu hrætt fólk svo, meö nafnlausum bréfum og stöðugum hringingum, aö viðkomandi haföi sturlast og jafnvel framiö sjálfsmorö. Var þetta kannski byrjunin á svoleiöis löguðu? En hvers vegna heföi einhver átt aö velja hann? Hann átti ekkert og var ekkert, nákvæmlega ekkert. Þetta var nú ekki uppörvandi uppgötvun, og þó. Á þessu stigi málsins, var hann hálft í hvoru feginn. „Hvaö er eiginlega að gerast hér? Þú ert úti hálfa nóttina, kemur draugfullur heim og neitar aö segja, hvar þú hefur verið. Síðan hringir einhver kona, sem þú neitar aö segja hver sé. Ertu búinn aö flækja þér í eitthvaö vafasamt?“ „Hvurslags yfirheyrslur eru þetta kona? Ekki læt ég svona viö þig? Hefurðu einhverja ástæöu til aö gruna mig um græsku, þótt ég lyfti mér upp eitt kvöld, á meðan þú dandalast á kóræfingum fram eftir allri nóttu? Og meö þennan konuræf- il, sem hringir, ekki er ég aö biöja hana að hringja, og ekki get ég sagt þér hver hún er, þar sem ég veit þaö ekki sjálfur Láttu mig í friöi, ég skal ræöa viö þig seinna í dag, en þessa stundina líður mér hreint ekki sem best.“ Hann setur sængina yfir höfuð og kúrir sig niöur. Mollý stendur og gónir. En hvaö þaö er einkennileg tilfinning, aö uppgötva svona nýja og óþekkta hlið á manninum sínum, eftir aö hafa veriö gift honum í rúm 20 ár. En þá man hún eftir leikfimistímanum sínum og hraðar sér út. En vikan líöur og Mollý minnist ekki meira á næturralliö hans. Ókunnuga konan hefur ekkert látiö í sér heyra. Og nú er aftur kominn miövikudagur. Jóel kemur heim úr vinnunni. Lífiö hefur aftur fengiö sinn gamla svip. Þaö er miðviku- dagur, Mollý veröur heima í kvöld. Reyndar hefur hún verið meira heima þessa viku, en áöur. Nú bregður svo viö, að hún þarf nauösynlega aö fara á miðilsfund. Vinkonur hennar úr vinnunni höföu haft svo mikiö fyrir því aö fá þennan fund við miöil, og svo haföi ein þeirra helst úr lestinni. Þær grátbáöu hana að koma, svo aö hópurinn væri af réttri stærö. Hún kæmi svo beint heim á eftir. Það yröi •áreiöanlega góö mynd í sjónvarpinu í kvöld, svo að honum þyrfti ekki aö leiðast. Hún kyssir hann, og svo er hún rokin. Hann sest viö sjónvarpið og kemur sér vel fyrir. Síminn hringir. Hann stendur upp, bölvandi. „Hæ elskan, þetta er ég, sú ókunnuga. Fyrirgeföu mér, aö ég skuli ekki hafa hringt fyrr, en konan þín hefur veriö óvenju mikið heima.“ „Nú, ert þetta þú. Hvaö viltu eiginlega?“ „Ég vil aö við bindumst samtökum um aö lækka svolítiö rostann í þessari eiginkonumynd þinni.“ „Hvað meinarðu kona?“ „Hún skilur þig einan heima öll kvöld, en verður svo snarvitlaus, ef þú ferö einu sinni út og skemmtir þér. Kallaröu þetta réttlæti? Ætlarðu aö láta hana kúga þig svona þaö sem eftir er? Veistu þaö, að þú eldist meö hverjum deginum, já, auövitað veistu þaö. Viltu ekki njóta svolítillar skemmtunar áöur en þú leggst í kör? Komdu og hittu mig í kvöld." „Þú ert rugluð. Hvernig veistu aö konan mín er ekki heima? Njósnaröu um mig? Ég kann ekki viö svona lagað. Láttu mig í friði. Ef eitthvað er variö í þig, hlýturðu aö geta oröiö þér úti um karlmann á heiðarlegan máta, en þetta, aö vera stööugt að hringja í harðkvæntan mann og njósna um hann og konu hans í tíma og ótíma, þaö er ókurteisi, vægast sagt. Ég læt lögregluna vita af þessum hringingum þínum, ef þú vogar þér aö hringja aftur." Jóel Steinsson henti tólinu á símann, settist aftur fyrir framan sjónvarpiö og reyndi aö láta fara vel um sig. Helvítis dónaskapur þetta hrein ósvífni. Kannski var hann kúgaður, en þaö kom honum einum viö. Hann færi frekar í eitt glanna-partý, heldur en að hitta þetta dónagerpi, sem lagðist svo lágt, aö hringja stööugt í kvæntan mann og bókstaflega bjóöa sig. O svei. Já, hann ætti kannski aö skreppa yfir til „glanna". Hann slökkti á sjónvarpinu, skellti sér í sturtu, klæddi sig eins unglega og hann kunni og hringdi á bíl. Hinum megin götunnar, þar sem Jóel Steinsson bjó, var lítið kaffihús. Þar inni sátu tvær ungar konur, meö blað og blýant. Þær fundu nafn Jóels og síma- númer hans á blaöinu, og geröu breitt svart strik yfir þaö. „Hann er vonlaus þessi, hver er næstur?" „Þaö munaði nú samt ekki miklu, fannst þér þaö? Viö hreyföum þó viö honum, sjáðu, þarna stoppar leigubíll fyrir framan hjá honum, og sjáðu hver kemur þarna eins og smástrákur." Stúlkurnar hlæja. Auðvitaö höföu þær ekki ætlaö að hitta skrögginn, aðeins aö hugga hann, meö því aö kitla svolítið hégómagirnd hans. Það var þeirra köllun, aö leita uppi einmana, kúgaöa, kvænta menn og hugga þá. Þær töldu þeim trú um, aö ennþá væru til konur, sem heföu áhuga fyrir því aö vera nálægt þeim, vegna verðleika þeirra. Nú? Var þaö nokkuð furöulegri köllun, en hver önnur? Sumir vilja stööugt vera að leika á hljóðfæri fyrir annaö fólk, aörir mála myndir og vilja gleðja aöra, meö því aö sýna þeim þær og svona mætti lengi telja. Þeirra köllun var aö vísu óvenjuleg, en áreiðanlega ekkert verri en hver önnur. riuríandi: II f Vr\aKur. H« >kja\ík rramk\ s|j llaraldur Swinsson HilNljúrar: Mallhla> JuhannrsNen Si> rmir (iunnarsstm Rilslj.fllr.: (ífsli SmurAssntt \tn;l>snmar \rm (.arrtar Krisimssun Kilstjúrn: Vflalstra'li ♦>. Siini ininu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.