Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 6
UM BILLY THE KID einn nafntogaðasta bófa vilta vestursins á öldinni sem leið Ófáir útlagar og skógarmenn eru orönir heimsfrægir af sögum og kvikmyndurrj um „villta vestriö" svokallaöa. Þetta voru menn, sem lögöu fyrir sig lestarrán, manndráp og annaö í þeim dúr, og voru á stöðugum flótta undan vörðum laganna. í sögum og myndum hér áöur fyrr voru þeir yfirleitt hugumprúöar hetjur. Oft var látið svo sem þeir hefðu lent á glapstigum af einhverjum meinlegum „misskilningi" og „orðiö" aö drepa menn og ræna lestir og banka upp frá því. En fáir uröu þeir sóttdauðir; flestir létu lífið meö voveifleg- um hætti — og sorglegum. Seinna breyttust viðhorf kvikmyndahöf- unda til þessara útlægu hetja. Og á undanförnum árum hafa þeir verið leiknir heldur grátt í kvikmyndum. Billy the Kid er oröinn morðsjúkur stigamaður, fæddur skepna. Pat Garrett fjöldamoröingi, sem lenti réttu megin laganna af tómri tilviljun, og Wild Bill Hickok haldinn kvalalosta og ofsóknarbrjálæöi og verð ekki meira um það að skjóta fólk en kanínur. Það er sem sé búið að gera þessar gömlu hetjur flestar að geðsjúkum manndrápurum. Öðru vísi mér áður brá. Þá völdust ævinlega eftirlætisgoð kvik- myndaunnenda til þess að leika þessa kalla. Robert Taylor, Audie Murphy, Kirk Douglas og Burt Lancaster. Söguhetjurn- ar voru oftast ógæfumenn en góðir inni við beinið og samkvæmt því voru Kid Curry, margfaldur moröingi og ræningi. Hér er hann ásamt vin- konu sinni einni; viröulegur og sómakær borg- ari að sjá ... uþplýsingar. En þannig er, að menn þykjast eiga ýmislegt sökótt viö mig frá því í borgarastríðinu í Lincolnsýslu, og get ég ekki gefið mig fram vegna þess, að óvinir mínir mundu drepa mig. Ég var viðstaddur, þegar hr. Chapman var drepinn og ég veit, hver var þar að verki. Ég hefði skýrt frá öllu fyrir löngu, ef ekki væru þessar sakir, sem ég nefndi. Vilduð þér vera svo vænir að svara mér bréflega og láta mig vita, hvað þér getið gert í málinu. Meöan ég bíð svars er ég yðar auðmjúkur þjónn. — W.H. Bonney." Borgarastríöið, sem Billy nefnir, var nokkurs konar innansveitarstyrjöld í Lincolnsýslu. Það voru skærur milli samtaka stórjarðeigenda, auðugra fjár- bænda, annarra fjármálamanna, og spilltra yfirvalda annars vegar, eins konar mafíu, en smábænda, heiðarlegra yfir- valda og fjármálamanna hins vegar. Fyrsta fórnarlambið, sem eitthvað kvað að, í þessum skærum, var vinnuveitandi Billys, bóndi að nafni Tunstall. Hann hafði „gengið of langt" og var drepinn fyrir vikið. Vinur hans einn, McSween að nafni, fór að hlutast til um það, að málið yrði upplýst og morðingjarnir sóttir til saka. McSween lifði ekki lengi eftir það, eins og við mátti búast. Þá tók kunningi McSweens, Chapman sá sem Billy nefnir í bréfinu, viö og hélt málinu til streitu. Hann hlaut sömu örlög og hinir. Billy hafði oröið vitni að öllum þessum morðum þremur. Hann hafði líka reynt aö hafa uppi á moröingjunum seinna. Lew Wallace beiö ekki boðanna, er hann fékk bréfið frá Billy. Hinn 15. marz ritaöi hann svolátandi; „W.H. Bonney: Þér skuluð koma til húss Wilsons gamla (ekki Wilsons lögmanns) klukkan níu á mánu- dagskvöldið. Þér skuluð fara meö fjalls- rótum sunnan við bæinn, koma hérna megin aö og berja að dyrum aö austanverðu. Mér hefur veriö veitt heimild til að heita yður griðum, ef þér viljið skýra frá öllu, sem þér vitið að því er þér segið í bréfi yðar. En við verðum að fara aö öllu með mikilli leynd. Komið þér einir yðar MONNUM STOÐ SKELPING AF NAFNI HANS leikararnir valdir, — þær stjörnur, sem áhorfendur dáðu mest. Og samúð áhorf- enda var náttúrlega öll með ógæfumönn- um. James D. Horan heitir bandarískur rithöfundur og hefur ritað margar bækur um villta vestrið, eina tvo tugi, að ég held. Horan hefur verið bæði laginn og iðinn við það að hafa uppi á gleymdum eða týndum heimildum um villta vestrið; einnig hefur hann lesið margt nýstárlegt úr heimildum, sem þekktar voru. í einni bók sinni, „Authentic Faces and Voices of the Wild West: The Gunfighters", fjallar hann um atriöi, sem hér verður gert að umtalsefni. Hann kemst svo að oröi á einum stað, að það sé ekki furða, að geðfelldustu og dáðustu kvikmyndastjörnur voru alltaf fengnar í kvikmyndahlutverk byssubóf- anna hér áður. „Þetta var alveg við hæfi", segir hann. Byssubófarnir voru nefnilega stjörnur á sinni tíö, dáðir og elskaðir engu síður en kvikmyndastjörnurnar síðar meir. Mikið var með þá látið. Tekin viðtöl við þá og ævisögur þeirra ritaðar. Jafnvel hinir aumustu þeirra höfðu ást fjölmargra kvenna; höföu sumar þó aldrei séö þá, hvað þá meira. Og það voru ekki dækjur einar, sem festu ást á bófunum. Höfðings- konur féllu líka fyrir þeim og sumar urðu svo ástfangnar, að þær gengu af göflunum. Astmegir alþýöunnar Harry Logan, Kid Curry öðru nafni, margfaldur banka- og lestarræningi og morðingí, var einhverju sinni settur inn í tugthúsið í Knoxville. Þá varð svo mikil ásókn af konum, sem vildu færa honum blóm, ástarbréf og kræsingar, að lög- reglustjóri varð loks að taka fyrir allar heimsóknir til hans. Ein kvennanna var langáköfust. Hún hét Catherine Cross. Hún haföi fyrir sið, að syngja nýtt kvæði í hvert sinn, er hún kom í heimsókn, Kid Curry og samföngum hans til mikillar skemmtunar. En kvæðin fjölluðu um afrek Currys; voru bæði markmið hans og leiðir hafin þar upp til skýjanna. Stundum stóð Catherine undir fangelsisveggjunum, neð- an við glugga fangans, og söng þar. Einhverju sinni var hún að syngja þarna fyrir utan, er maður nokkur kom að og bað hana hætta þessum fjanda. Hún hélt áfram að syngja. Maðurinn hafði þá ekki frekari orð um — en drap hana! Er þetta til dæmis um það, hversu mannslífin voru metin í villta vestrinu. Annar nafntogaður ástmögur alþýðu á þessum tíma var Henry McCarthy, sem einnig var nefndur William Antrim, William Bonney og Billy the Kid. Hann elskuðu og dáðu allir — nema ef vera skyldi yfirvaldið og eignamenn. Þar kom nú, að hann varð tekinn höndum og honum stungið í fangelsi í bæ nokkrum. Stuttu síöar ritaöi embættismaður einn á þessa leiö: „Bæjarbúar hugsa um hann eins og ástvin sinn. Það er furðulegt". Á hverju kvöldi voru honum sungin lofkvæði og ástarljóð, og margar konur játuöu honum ást sína. Hann gat náttúrulega ekki sinnt þeim eins og á stóð, en það rættist strax úr því, þegar hann var sloppinn út. Hafði hann þá úr nógu að velja. Billy the Kid umgekkst ekki útlaga og óþjóðalýð einan. Hann var líka í slagtogi með heldri mönnum, stóð jafnvel í kumpánlegum bréfaskriftum viö höfð- ingja. í marzmánuði 1879 ritaði hann Lew Wallace, ríkisstjóra í Nýju Mexíkó, dómara og hershöföingja úr borgarastyrjöldinni á þessa leið: „Kæri herra. Mér hefur borizt til eyrna, að þér hafið lagt 1000 dollara til höfuös mér. Mér skilst, að þér viljið ná mér lifandi og láta mig bera vitni. Ég er fús að bera vitni gegn þeim, sem drápu hr. Chapman. Ef ég sé mér fært að mæta fyrir rétti get ég gefið allar nauðsynlegar liös og segið engum lifandi manni, hvert þér ætliö eða hvað þér hafiö í hyggju... Lew Wallace". James D. Horan kallar fund þeirra „einn hinn örlagaríkasta og rómantískasta í sögu villta vestursins". Þarna hittust á næturþeli í afskekktu húsi einn af meiri háttar mönnum landsins og tvítugur stráklingur, útlægur fyrir ótalda glæpi, og réöu ráðum sínum. Þaö fór fyrir Billy eins og öllum þeim, stórmennum og smámennum, sem gengu í berhögg viö „mafíuna" í Lincolnsýslu. Hann var drepinn. Það var gamall vinur hans, Pat Garrett, sem skaut hann. Tom Catron, ríkissaksóknari hafði skipað Carrett lögreglustjóra. En Catron var aðalmaöurinrt í Santa Fé-hringnum, sem svo var nefndur. Það má líka segja með nokkrum sanni, að Billy hafi orðið fórnarlamb bókmennt- anna. Lew Wallace missti fljótlega áhugann á skærunum í sýslunni, enda þótt það væri í hans verkahring að binda endi á þær. Hann þóttist hafa annað og merkilegra að gera. Um þessar mundir var hann önnum kafinn að semja skáldsögu sína „Ben Húr“. Skrifaði hann konu sinni einhvern tíma á þá leið, að hann sæti við skriftir frá 10 á morgnana til 10 á kvöldin, en yrði fyrir miklu ónæði af kvabbi fólks, sem vildi fá vernd gegn byssubófum og indíánum. Tefði þetta hann mjög við ritstörfin. Otlagar auglýsa sig Þaö voru ekki yfirvöldin ein, sem fengust við ritstörf. Byssubófar gripu ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.