Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 14
Teikning af umsátri Kristjáns III. um Kaupmannahöfn 1536. ekki handbæra peninga til aö greiöa heimanmund hennar; höföu þær ekki veriö leystar út. í samtali þeirra Cromwells og Suaveniusar ber þetta á góma, og segir hinn síðarnefndi svo frá í dagbók sinni, aö hann hafi þá tjáö Cromwell, aö eyjarnar skuli seldar í hendur Hinriki 8. meö sömu skilyrðum og Skotakonungur hafi þær nú, ef Englandskonungur greiði honum umrædda upphæö. Ennfremur bætti Suavenius því viö, aö ísland, sem fjöldi af enskum og þýzkum kaupmönnum sæki, yröi kannski selt í hendur Hinriki konungi sem veö fyrir tiltekinni fjárhæö um tíma. Annar enskur ráögjafi, Edmuhd Boner aö nafni, kemur einnig viö þessa sögu. í bréfi, sem hann ritar Suaveniusi í janúar 1536, segir hann, aö kanslari Hinriks og annar ráögjafi hans, Wolf Powys, séu því hlynntir, aö konungur taki ísland og Færeyjar aö veöi gegn þeirri hjálp, sem hann kynni aö veita Kristjáni 3., en sjálfur sé Hinrik á annarri skoöun. Enn einn af embættismönnum Hinriks 8, kemur hér viö sögu og er hann nefndur Richard Cavendish. Hann mun hafa veriö sendur til Danmerkur til aö kynna sér aö- stæöur. í bréfi til Suaveniusar, dags. 27. janúar 1536 kveöst hann hafa haft samband við Kristján 3., sem haföi boðizt til aö greiöa væntanlegt lán aö fullu og afhenda Englandskonungi ennfremur sem gjöf ísland og Færeyjar. í dagbók sinni segir Cavendish, aö hann hafi beöiö um Kaupmannahöfn að veöi, en kanslari Kristjáns 3. hafi svaraö þeim tilmælum á þann veg, aö herra sinn ætti ýmsar eyjar, sem Englandskonungi kynni aö lítast vel á. Daginn eftir þetta samtal átti Cavendish fund meö Kristjáni 3., sem sagöi honum, aö Hinrik gæti fengiö tvö stór lönd, ísland og Færeyjar, og væru í ööru þeirra, íslandi, miklar gnægöir af brenni- steini. Þetta veö þótti Cavendish of lítiö fyrir þeirri lánsupphæð, sem Kristján óskaöi eftir, 100.000 pund- um. Fór þá Kristján og ráðgaðist viö ráögjafa sína, og er hann kom aftur, kvaöst hann engum hluta af ríki sínu vilja sleppa nema þessum eyjum, sem Hinrik skyldi fá í kaupbæti auk endurgreiðslu á láninu. Viröist þá máliö hafa strandaö. III. Dr. Jón Stefánsson telur, eins og þegar hefur komiö fram, aö nú hafi verið svo komiö, aö Danir hafi viljaö láta ísland af hendi viö Englendinga fyrir svo sem ekkert, en Hinrik hafi þá haft svo mikið aö vinna innan- lands, aö hann hafi ekki sinnt því. Einnig hefur komiö fram sú skoöun, aö þessar miklu annir Hinriks 8. hafi aöallega snúist um þaö aö koma góöri skipan áeigin kvennamál. Þegar þetta mál er athugaö, kemur í Ijós, aö vígstaöa Kristjáns 3. í borgarastyrjöldinni haföi breytzt mjög til hins betra fyrri hluta vetrar 1535—36. í desember 1535 vann hershöfðingi hans afgerandi sigur á Jótlandi og uröu þá straumhvörf í styrjöldinni. Síöari hluta vetrarins fór staöa hans einnig hraðbatnandi og þaö viröist ósköp ólíklegt, aö hann hafi þá viljaö láta ísland af hendi fyrir sama og ekkert. Hitt væri trúlegra, aö Hinrik 8. hafi alls ekki átt kost á íslandi, er líöa tók á áriö 1536. Borgarastyrjöldin stóö í tvö ár, 1534—36, og slapp Kristján 2. aldrei úr fangelsinu þann tíma, sem hún entist. Hann átti einkum fylgi aö fagna meðal borgarbúa og Kaupmannahöfn veitti honum liö af miklu hraöfylgi. í júní 1535 settust herir Kristjáns 3. um borgina, og þegar kom frá á áriö 1536, tók vistir aö þrjóta. Brauð var bakaö úr drafi og leðri og menn lögöu sér til munns hunda, ketti og krákur, sem keypt var á okurverði. Samtíma- heimild segir, aö áöur en yfir lauk, hafi ríkt slík hungursneyö, að margir hafi falliö niöur dauðir á götum úti. Einnig dóu margir svo aöframkomnir, aö þeir gátu hvorki staðið né gengiö. Sums staöar fundust mæöur dánar meö börn sín deyjandi á brjósti. I júlílok 1536 gafst borgin loks upp og réöi þá Kristján 3. öllu Danmerkurríki. Styrjöldin haföi kostaö mikiö fé og Kristján haföi safnað miklum skuldum, en ríkis- tekjurnar allt of litlar til aö standa straum af afborgunum af stríös- lánunum. Fram úr þessu var ráöiö þannig, aö eignir kirkjunnar voru gerðar uþptækar. Kristján 3. hóf ríkisstjórn sína 1536 skuldum hlaðinn, en þegar hann andaðist 1559, lét hann eftir sig gildan sjóö í fjárhirzlu ríkisins í Kristjánsborgar- höll. Ekki er hins vegar getið neinna lána, sem hann þurfti aö endur- greiða Hinriki 8.. Englandskonungi eöa eftirmönnum hans. Hafliði Vilhelmsson ÞIÐ NEYTENDUR ÁSTAR Allir mínir vinir viröast hafa lent í því sama; aö elska og hætta að elska til aö elska aftur einhverja aöra allt upp á nýjan leik. Þiö ungu hjón sem giftust af því þiö funduð ekkert betra hættiö aö leita. Látiö fundinn nægja, byggiö upp þaö sem þiö hafiö og látiö annaö vera. Látiö ekki eins og ástin sé ekki neitt nema eitthvaö sem hægt er aö kaupa og neyta meö bestu lyst, og umbúðunum fleygt þegar innihaldiö er etið. Ragnar Ingi Aðalsteinsson UGGVEKJA Umvafinn nóttu á yfirboröiö ég árum slæ. Fullur máni á fegurð vatnsins slær fölum blæ. Einn á báti einn á vatninu einn ég ræ. BLOM OG VINDUR I litlum hvammi langt frá byggöum er lítiö blóm. Líf þess er stutt samt á þaö sér ævi og örlagadóm. Og vindurinn, lífiö, kveöur því kátur kahkvísum róm.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.