Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1978, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1978, Blaðsíða 4
Innan veggja sovézku geðvelkrahœlanna LUDMILLA THORNE. STöari hluti. SUMIR RATBAÐU VERA AFTUR í FANGELSI Þrengslin voru ekki eins mikil á deildinni, sem Plyushch var fluttur á, eftir 10 daga í sóttkví. Hann fékk aö skrifa konu sinni, Tatiönu og sonum sínum. Lesik og Dmitri, sem voru 7 og 13 ára að aldri. Hann bað þau um að senda sér bækur um strúktúralimsa, sálfræði tilfinn- ingaiífsins og ævintýri. f staöinn sendi hann þeim stærðfræðiþrautir og skýringa- myndir til aö dreifa huga þeirra. Þá var hann fluttur á hina illræmdu deild nr. 9 og lyfjaskammturinn aukinn. Tóninn í bréfun- um frá honum breyttist. „Ég á erfitt með að skrifa . .. ég ætlaði að útbúa handa ykkur þrautir til úrlausnar, en nú get ég þaö ekki. Elskurnar mínar, skrifið mér oftar, bréfin ykkar veröa mér æ meiri stuöningur núna.“ Þaö voru allmargar sjúkrastofur á deildinni og Plyusch var hafður í eftirlits- klefa ásamt ofsafengnum geðsjúklingum. „Þeir voru alltaf aö slást, vættu rúmin og reyndu að fyrirfara sér. Þetta var hreinasta vitfirring.“ Geðlæknir sá, sem var fyrirsvari á deildinni, hét Nina LEONID PLYUSHCH. Las bók um sálgreiningu og hugöist með því móti öðlast innsýn í atferli lækn- anna, sem sprautuðu í hann deyfandi lyfjum. Bochkovskaya. Hún var offursti í innanrík- isráðuneytinu og þótti bæði kaldrifjuö og kæn. Ef pólitískur fangi neitaði að svara spurningum hennar eða reyndi að fara í kringum þær, sagði hún: „Þú svarar ekki af einlægni, þú ert truflaður á geði.“ Hún beitti óspart brennisteinsinnspýtingum í refsingarskyni, og margir sjúklinganna fengu taugaáfall af þeirri meðferö. Plyusch fékk orðsendingar frá öðrum pólitískum föngum á spítalanum, þar sem honum var ráölagt að „gefast upp“, en pólitískir fangar munu hafa veriö um 70 talsins af 1.000 vistmönnum. Konan hans þekkti hann ekki 22. ágúst 1973 var Plyushch gefinn stór skammtur af halóperidól án gagnverkandi lyfja. Tveim mánuöum síðar fengu Tatiana og Dmitri að koma í heimsókn til hans. Tatiana sagöi mér svo frá fundum þeirra: „Ég þekkti hann ekki aftur, þegar komið var meö hann. Hann gat varla talað, og ég sá aö hann var aö reyna aö ná tökum á sjálfum sér þá fór hann allt í einu að súpa kveljur og hneppa frá sér fötunum meö skjálfandi fingrurn. Hann engdist sundur og saman og krampakipp- ir fóru um andlit hans.“ Hann bað þau um að fara, 10 mínútum áöur en heimsóknartíminn rann út. „Ég vildi ekki láta son minn sjá mig í þessu ástandi," sagði hann, „fór inn í herbergið mitt og bað um gagnverkandi lyf. Mér var synjað um það, og þá öskraði ég. Félagi minn, sem falið hafði lyfin sín, gaf mér af þeim, og þá leið mér dálítiö skár. „Aö lokum gáfu læknarnir honum eitthvað í viðbót. Eftir þetta fékk hann insúlínsprautur. „Frá 9 að morgni til 1 eftir hádegiö, var ég bundinn við rúmið með leðuról. Þegar þessu var lokið fór ég fram á baðherbergi og kastaði upp, Mér var illt fyrir hjartanu.“ Móðirin ekki talín ala börnin upp í „Kommúnistíakum anda“ í nóvember 1974 var farið að sprauta nýju taugalyfi, triftazin. í janúar 1975 fékk Tatiana stutta orðsendingu frá honum, þar sem sagði, að hann gæti ekki lengur svarað bréfunum frá henni og að hún skyldi hætta aö senda honum bækur. Tatiana skrifaöi öllum hugsanlegum mönnum bréf og beiðni um aðstoð. Fyrir bragöiö var hún kölluö til viðtals við K.G.B., og þar var henni hótað handtöku, ef hún hætti ekki þessum skrifum. Ennfremur var hún ávítuö fyrir að ala ekki börn sín upp í „kommúnískum anda", og stöðugt var fylgzt með feröum hennar. Dag nokkurn tók hún áætlunarbíl frá Kiev til Moskvu, þar sem hún ætlaði að leita ásjár hjá nokkrum kunningjum sínum, en lögreglan stöðvaði bílinn á miöri leið og skipaði henni að fara út. „Daginn eftir fékk ég fargjaldiö endurgreitt hjá lögreglunni," sagði hún. Þegar hér var komið var Plyushch farinn að óttast, aö „geðveilan væri óyfirstígan- leg“. Tatiana skýrði honum frá því, að hún hefði sótt um leyfi fyrir fjölskylduna til að flytjast tl ísraels, en hann hafði ekki mikla trú á að það bæri árangur. Hann vissi hins vegar ekki hvílíka mótmælaöldu fangelsun hans og meöferð hafði vakið í Vestur-Evr- ;ii'ismvm&n %y; |£ ALEKSANDR YESENIN- VOLPIN. Hann veittist að Stalín i Ijóði og var handtekin og lýstur geðveikur. ópu og í Bandaríkjunum. Þúsundir stærðfræöinga fóru þess á leit í bænar- skrám að hann yröi látinn laus, og sósíalista- og kommúnistaflokkurinn í Frakklandi báöu þess sama. Skyndilegur brottflutningur „Skyndilega var farið með mig á fund framkvæmdarstjóra sjúkrahússins, og hann sagði að ég væri á förum. Ég spurði hvert. — Þangaö sem kona yöar vildi að þið færuö, svaraði hann. Þeim var ekkert gefiö um að segja ísrael. — Þér eruð í óhreinum fötum, — sagði hann. — Við höfum keypt ný föt handa yður. — Ég vil þau ekki. Látið mig fá gömlu fötin mín aftur. — Nei, — svaraði hann. — Þér eruð að fara til Vesturlanda og þér skulið fara í þessi föt. Setjið líka á yður bindið. — Ég geng aldrei með bindi. — Setjið það á yður!“ í janúar 1976 kom Leonid Plyushch í lest til Vínarborgar ásamt konu sinni og börnum. Hann var klæddur í fötin frá ríkisstjórninni, þó ekki með bindið, og var þrútinn í andliti eftir að hafa verið á taugalyfjum í tvö og hálft ár. „Mér var jafnvel skipað aö gleypa nokkrar trifta- zin-töflur daginn sem ég fór.“ Dr. Gery Loeb-Beer læknir við Horton sjúkrahúsið í Epsom á Englandi, rannsakaði hann við komuna og og taldi hann algerlega yfirkominn, en þó andlega heilan þrátt fyrir þessa meöferö. Fjölskyldan ákvað aö setjast aö í París. Þegar ég ræddi við þau, eftir að þau höfðu komið sér fyrir þar spuröu þau mig, hvort ég hefði heyrt um þennan andófsmanninn eða hinn, sem talið var að væri á geðveikrahæli. Ég kannaðist við flest nöfnin, en ég velti því fyrir mér hversu margir dveldust alheillr á slíkum stofnunum án þess að nokkur hefði hugmynd um, jafnvel ekki innsti kjarni sovézkra andófsmanna. En þegar Yesenin-Volpin var lagður inn á geðsjúkrahús í fimmta sinn, *rar ýmsum nóg boöiö. Hann var aö vísu andófsmaður en hann var einnig framúrskarandi stærðfræðingur, og niðurstöður hans höföu verið birtar í sovézku vísindaaka- demíunnar og sovézkum blöðum. 95 stærðfræðingar, þar á meðal meðlimir ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.