Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Blaðsíða 3
og stóö Valdimar Jónsson viö stýriö á meöan. Jón hefur líklega grundaö, aö land væri fyrir stafni, því sjólag breyttist mjög skyndilega til hins verra. í sömu andrá grillti Valdimar í háreista hvít- freyöandi bárukamba og öskrar á skipstjóra, sem samstundis var kominn upp og kallar: „Ég skal taka viö.“ Jón haföi naumast rétt skipiö upp, er ógurlegan brimskafl braut á því, fleygöi á hliöina og keyröi nánast í kaf. Öll segl voru í sjó. Þá, sem á dekki stóöu, tók út: skipstjóra, Valdimar Jónsson og Júlíus Kr. Jónasson. Tveim tókst aö komast aftur um borö: Valdimar náði í kaöalenda og las sig upp eftir honum, og kvaö raunar enga mannraun veriö hafa, þar eö hann féll út miöskips, en ööru máli heföi gegnt um félaga hans, Júlíus stýrimann, sem brauzt aftur um borö viö stefni, og þótti ótrúlegt afrek. Jón skipstjóri hvarf í skaflinn, — sáu þeir honum aöeins bregöa fyrir, því aö svolítill vindur hélzt í stakknum. Litlar horfur þóttu á, aö Pólstjarnan rétti sig, þar sem hún lá meö segl í sjó. Eftir stundarfjóröung geröust þó þau undur, aö hún reis úr kafinu hægt og sígandi. Nú varö margt svo til samtímis. Skipiö haföi borizt inn á grunnbrot og reiö brotsjórinn skáhallt yfir þaö aftanvert, miösegliö tættist sundur, skipsbátinn tók út, allt lauslegt sópaöist í sjó ásamt mönnunum, sem fyrr getur, þar á meöal kassinn meö stjórafærinu, og mun hafa oröið til bjargar: Þegar skipiö fór að taka í kaöaltrossuna, snerist þaö upp í vind, lyfti sér og rétti viö. En hvað geröist í lúkarnum? Þegar brotsjórinn hvolfdist yfir skipiö, fór „kabyssan" á hliðina, og reykröriö brotnaöi viö dekk, sjór fossaöi inn um gatið og svo huröarop. Hásetar brutust upp, reyndu að ná handfestu, en voru meira og minna í sjó, sem reið sífellt yfir skipiö. í hryöjunum sást ekkert fyrir myrkri og hríö, flughálka á klakabrynj- uöu þilfarinu, náhljóö kvað viö utan úr sortanum. Er skipiö rétti sig og hófst, þaut Júlíus aö stýrinu, sem leikiö haföi laust síöan Jón skipsjóra sleit frá því. Svo mikill sjór komst í lúkar, aö flaut í kojur, en káetan svo vel lokuð, aö vatn náöi ekki í hana. Lestin var aö heita mátti þurr, lúkarsþiliö svo traust, aö sjór rann ekki aftur eftir skipinu, sem lá á nösunum. Brugöu menn skjótt viö og hjuggu burt miöseglið og stórbómuna, sem haföi brotnað, og losuöu stjórafæriö. Jafn- framt þurfti aö brjóta göt á lestarrúmið og hleypa sjónum aftur, svo aö skipiö næöist upp aö framan, en þaö reyndist svo þétt, aö þaö hreinsaöi sig ekki. Haröfengi þurfti til aö kafa niöur í jökulkaldan sjóinn í lúkarnum og höggva göt á skilrúmin. Þar munu tveir menn hafa unnið aö: Guöjón Jóhanns- son og Anton Árnason. Þegar því lauk, fleyttist skipiö vel. Reynt var aö koma upp segldulum, en skipið hrakti undan sjó og vindi eftir sem áöur, vissi enginn, hvert stefndi, enda sá ekkki út úr augum. Hásetarnir hímdu flestir í lúkar og áttu verri vist en fyrr, og mátti enginn greina annars mál. Trúlega hefur hugur þeirra hvarflaö heim í dalinn. Skyldi guö gefa björg af sjó eöa var haldiö áfram aö skera af fóörum? og skyldu þeir fara niöur? Þá hneit hjarta næst, er þeim varö hugsað til skipstjóra síns og Pólstjörnunnar, sem reiöur sjórinn haföi leikið svo harkalega. Hún var hluti af þeim sjálfum og nú titraöi hún stafna á milli, tók andköf, stundi viö þungan og milli hryöja mátti greina ekkasog hennar, eftir aö hún haföi rifiö sig upp úr sjónum, sem hún varðist æ verr sökum klakans, sem á hana hlóðst. Örstutta stund svifaði hríöinni frá, og sáu þá þeir, sem uppi voru, aö skipiö bar inn á þröngan fjörö meö hæöir eöa fjöll á bæöi borö. En ekki þekktu þeir sig aö heldur. Þeir mældu dýpi og létu landakkeri falla, en svo mikill var veöurofsinn, að þaö gagnaði lítiö, skipiö rak enn inn í sortann. Og tíminn leiö. landi í mjúkum sandi, og þar hallaöist hún eilítiö á hliöina, svo sem til merkis um, aö þá væri þessari þraut lokiö. Köld þótti landtakan og ekki sumar- legt um aö litast, en þarna var þó svolítiö hlé fyrir veöurofsanum. Viö lóöninguna reyndist dýpi ekki meira en svo, aö ætla mætti vætt. Gildum, þó vel greiptækum kaöli var brugöiö um einn skipverja, og skyldi hann freista þess aö vaöa til lands, en reyndist óstætt þá ætluöu félagar hans aö draga hann um borö aftur. Maðurinn komst greiölega í land, og innan lítillar stundar höföu þeir allir lesiö sig eftir kaölinum og stóöu í fjöru. Víst munu skipverjar hafa fagnaö landtökunni, þótt þeir heföu ekki mörg orö um. Sumum mun samt hafa þótt ráölegra aö hýrast í skútunni enn um sinn, fremur en freista þess aö leita bæja í glórulausum byl. Þeir voru þjakaöir af vosbúö, höföu hvorki neytt svefns né matar í þrjú dægur, kaldir og klökugir. Þótti sýnt, aö hverju drægi, næöu þeir ekki skjótt til bæja. Meöan þeir stóöu í fjörunni og réöu ráöum sínum, var sem rynni á þá híma. Brátt uröu allir ásáttir um aö leita byggöa. Kaöalinn höföu þeir á milli sín, svo aö veðurofsinn sliti þá ekki hvern frá öörum, síðan eigruöu þeir af staö út í sortann og óvissuna. Snjór reyndist ekki meiri en svo, að þeir fundu, aö leiö lá um sléttlendi. En seint sóttist. Hýrnaöi yfir skipbrotsmönnum, er þeir komu auga á hrossahóp, jafnvel þótt hann hyrfi þeim aftur út í dökkvann. Enn glæddist lífsvonin, þegar sá, sem fyrir fór, rak tærnar í einhverja þúst, er viö athugun reyndist vera mykjuhlass. Þá þótti sýnt, aö skammt væri bæjar aö leita, en þaö reyndist þó lengra en skipbrotsmenn hugöu. Aö kalla á samri stundu komu þeir auga á bæjarrústir. Aö þessu athuguöu, greiddu þeir för sem þeir máttu, þótt allt væri í óvissu um leiðarlok. Eftir langa göngu, er hinum sjóhröktu mönnum þótti, haföi einhver þeirra á oröi, aö hann þættist Skipbrotsmönnum varö fyrst fyrir aö spyrja, hvar þá heföi aö garöi boriö. Heimilismaöur kvaö þá komna aö Söndum í Miðfirði og þar réöi húsum Jón Skúlason — og væri hann maðurinn. Baö hann þá þegar inn aö ganga og segir um leiö, aö hann sjái, aö þeir séu skipbrotsmenn. Nú voru skipverjar leiddir til dagstofu. Konur þrjár eöa fjórar komu þegar á vettvang og einnig karlar. Fyrst var þeim boöin heit mjólk, síöan færöir úr öllum fötum og dúöaöir ofan í rúm. Kvaö Valdimar Jónssonar síöar, aö þaö mundi vera í eina skipti á ævinni, sem hann heföi hvílst undir æöardúnssæng. „Þaö var eins og aö koma í opinn móöurfaöm,'1 sagöi Baldvin Baldvins- son, er hann lýsti viðtökunum. „Viö vorum strax klæddir úr hverri spjör og látnir hátta ofan í rúm og gefin heit mjólk aö drekka. Síöan fengum viö kaffi og brennivín út í, og svo heitan mat. Já, þvílíkum móttökum gleymir maöur aldrei." Sumir skipverja geröust allþorstlátir, aörir fóru hægt í sakirnar. Hrollurinn hvarf úr þeim og svefninn sigraði. Sváfu þeir allt til kvölds næsta dag. Þá veröa þeir þess varir, aö kona kemur inn í svefnhús þeirra, og töldu vera mundi húsfreyja. „Nú, þeir eru þá vaknaöir," kallaði hún fram fyrir, og innan skamms var þeim borin rjúkandi kjötsúpa. Það var Steinunn Davíðsdóttir, kona Jóns bónda sem inn haföi komiö til aö huga aö þeim. Piltarnir geröu matnum góö skil, sofnuöu síöan aftur og sváfu væran til næsta morguns, vöknuðu þá úthvíldir og sæmilega hressir. Þegar þeir gáöu til veðurs, var sem helgrindahjarn yfir aö líta, og Miöfjöröur fullur af hafís. Jón bóndi á Söndum haföi fæözt upp með móöurbróöur sínum, er þar bjó, og keypti jöröina aö honum 1879. Hann sat áður nokkrar jaröir, en festi ekki yndi. Þótti þaö sannast á Jóni ungum, aö hann væri afbragö annarra manna fyrir Skv. frásögn þeirri er Snorri reit eftir Baldvini, kveöst hann hafa senzt útbyrðis, en allar aðrar heimildir nefna Júlíus og Valdimar auk skipstjóra; samtímaheimild getur aöeins þriggja, en nafngreinir ekki mennina. Trúlegt er, aö Baldvin hafi hrotið út í annarri hryðju, sem á skipiö reiö. — Allar heimildir segja þrjá menn hafa fallið útbyröis (m.a. samtímafrétt) nema Skútuöldin, er telur þá fjóra, en nafngreinir þá ekki. Pólstjarnan kastaöist til, lá á lögginni, reisti sig. Enn lét Stýrimaöur mæla dýpi. Þaö reyndist fjórir faömar. Landakkeri var varpaö út, samt hrakti sem fyrr. Loks hattaöi fyrir landi í upprofi: hvítfreyöandi brimgarði á sendinni strönd, aö því er virtist. Hásetar brugöu þá skjótt viö og vörpuöu akkeriskeöj- unni út, svo aö skipið kæmist betur upp; varð aö ráöast hversu til tækist. Pólstjarnan hlaut óskabyr hinzta spölin; síöast tók hana niöri skammt frá greina mishæö framundan eða einhvern dökkva, sem hríöarsortann braut á. Hugsazt gat, aö þar væri klettur — eöa hús. Stefnt var í áttina, og innan stundar bar þá aö timburhúsi miklu. Einn þeirra félaga gekk aö glugga og baö um hjálp. Karlmaður svaraöi inni fyrir, baö komumann ganga aö bæjar- dyrum, sem skjótt yröu fyrir honum, kvaðst sjálfur þegar mundu bregða viö og opna. Þegar aö dyrum kom, stóö þar karlmaöur á nærklæöum. sakir „framúrskarandi atorku og hag- sýni". Á vinnumannsárum hjá fóstra sínum græddist honum nokkurt fé, þótt kaupgjald væri lágt, fékk tíma á sumrin til aö heyja fyrir sig og haföi skepnur sínar á þeim heyjum á vetrum og fór vel með. Hann þótti bráðlaginn til smíöa og SJA SÍÐU 11 J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.