Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Blaðsíða 5
Nokkur andlit úr safni Ernu Plachte. Efst til vinstri er myndin af de Gaulle, Frakklandsforseta sem dreift var yfir Frakkland á stríðsárunum. Þá er teikn. af Thor Thors, sendiherra. í neðri röö er norski landkönnuðurinn Fridtjof Nansen, Prof. Halfdan Koth, utanríkisráðherra Noregs um tíma og loks Mussolini. de Gaulle, Ólaf krónprins í Noregi o.m.fl. Myndin, sem ég teiknaöi af de Gaulie var prentuð í hundruð þúsunda eintaka. Þeim var dreift úr flugvél yfir Frakkland með hvatningu til Frakka um að ganga í franska frelsisherinn. Ég hef nokkrum sinnum haldiö sýningar á teikningum mínum og málverkum. Áriö 1942 hélt ég sýningu í Worchester College í Oxford. Sú sýning varð til þess að ég var ráöin til aö teikna myndir af hermönnum og liðsforingjum í bandaríska flughernum sem staðsettur var í Bretlandi. Ég held aö þær teikningar hafi skipt hundruö- um. Eftir stríöiö sótti ég enn fjölda alþjóölegra funda og teiknaði myndir af fundarmönnum hvaöanæva aö fyrir dagblöð, einkum Christian Science Monitor og Arbejderbladet í Osló. Ég var á friðarráðstefnunni í París 1946, á Alþjóðaráöstefnunni í New York 1945, á Atómráöstefnu í Genf 1958 en þaö var síðasta ráðstefnan sem ég sótti á vegum Christian Science Monitor. Árið 1964 fór ég í fyrsta sinn eftir stríðiö aftur til Þýzkalands til að teikna mynd af Willy Brandt fyrir Arbejder- bladet en hef komið þangað oft síðan. Ég hef veriö mikið á flakki og víða feröast, en síöustu ár aðallega í Svíþjóö og Noregi. Til Noregs fer ég árlega og tel það mitt annað fööurland. Þar á ég mína beztu vini og mér fellur svo vel bæði viö landiö og fólkið. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til íslands og hér hef ég dvaliö í góöu yfirlæti hjá vinafólki, sem allt vill fyrir mig gera. Mér finnst landið ævintrýra- lega fallegt og mig langar mikiö til aö teikna og mála hér. — í gær stóð ég niðri viö höfnina og málaöi Esjuna, þangað til ég var oröin krókloppin á höndunum og varð að hætta — “ Engan bilbug er að sjá á þessari 84 ára gömlu konu aldurs vegna. Hún er kvik í hreyfingum og glettni skín úr augunum. í samtalinu virðist hún einungis leggja áherzlu á hiö jákvæöa sem hún hefur mætt á langri lífsleiö. „En ég hef ekki alltaf veriö heppin," segir hún. „í júlí 1975 var brotist inn í húsið mitt í Oxford og stolið þaðan 300 teikningum af frægu fólki. Þetta voru frummyndir og undirritaöar af þeim sem myndin er af, en ekki mér. í flestum tilvikum var þetta eina eintakiö sem til var. Nú hef ég veriö aö leita á söfnum og safna teikningum úr dagblöðum þar sem þessar myndir birtust, en þær eru auövitaö ekki jafn góöar. Sem betur fer á ég enn um 160 teikningar af heimsþekktu fólki og nú er veriö aö undirbúa útgáfu bókar í Þýzkalandi meö þeim.“ Siguröur Skúlason Lítið vers Drottinn dýrðarsala, dirfist ég við þig tala og þakkir færi þér. Þú býrö æ hjá mér. Handleiðslan þín er hjálpin mín viðsjálli veröld í. Vitni hef ég að því. Ensk Þýöing á Ijóðinu Lord I rejoice, Raise to Thee my voice, Thanks bringing to Thee, Thou ever — near — me, Thy sustaining hand, My help in the quicksand Of this world’s stresses, Whereof I have witnesses. Enska þýðingin á þessu versi er eftir Thomas A. Buck, kennara í enskum bókmenntum viö kennaraháskóla í Southampton í Englandi. Hann gegndi herþjónustu á íslandi í heimsstyrjöldinni 1940—'45 og læröi þá íslensku prýöilega, enda heillaðist hann brátt af íslenskum bókmenntum. Lengst dvaldist hann í Vestmannaeyjum og batt tryggö viö þær og fólkiö þar. Buck hefur skrifaö margar greinar um ísland og íslenska menningu í ensk blöö og tímarit og er um þessar mundir aö semja ritgerð um enska skáldiö Thomas Hardy og íslenskar þýöingar á bókum hans. Pétur Önundur Andrésson Næturljóð í nóttinni læri eg að lesa nótur hússins laust speldi í skorsteini stunur í sperrum hrollinn úr dimmum hornum eg hlusta á veðurhljóðin gegnum múrinn sé þau frostletruð á glugganum eg stari á hugsanir mínar finn þær týnast á meðan kemur morguninn inn um þakgluggann gengur leyndardómsfullur niður stigann og sest að í húsinu. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.