Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Side 4
Hulda Valtýsdóttir ræöir vid ERNU PLACHTE, sem nýlega var stödd hér á landi. Ema Plachte. Myndin var tekin, Þegar hún gisti ísland nú í sumar. Hefur teikn aó hundruð mynda af heimsfrægu fólki hvaðan- æva að úr heiminum Nýlega var stödd hér á landi kona, Erna Plachte aö nafni. Hún hefur gert þaö aö ævistarfi sínu aö teikna myndir af frægu fólki fyrir dagblöö víöa um heim og hefur þótt einna fremst á því sviöi. Hún er nú orðin 84 ára — en lætur engan bilbug á sér finna aldurs vegna. Þaö hefur sjálfsagt þótt nokkrum tíöindum sæta á hennar ungu dögum aö kvenfólk væri í slíku starfi, ekki síöur úti í heimi en hér á landi. Hún var því beðin aö 'segja lesendum Lesbókar svolítiö af sjálfri sér. „Ég er fædd í Berlín áriö 1893, einkabarn foreldra rninna," sagöi hún. „Faöir minn rak og stjórnaöi vefnaðar- vöruverksmiöjum. Ég hef frá ungum aldri haft áhuga á myndlist og þaö kom snemma á daginn aö ég haföi sérstak- lega næmt auga fyrir andlitsdráttum. Ég hóf myndlistarnám þegar ég var 15 ára og var viö nám í 10 ár, fyrst hjá Max Fabian, sem var frægur málari, en síöar varö aðalkennari minn þróf. Lovis Corinth, sem margir munu kannast viö. Áriö 1917 fékk ég leyfi, ásamt annarri stúlku sem var aö læra höggmyndalist, til að sitja tíma í líffærafræði viö háskólann, enda þótt kvenfólki væri þá meinaður aðgangur að háskólanum. Konur fengu ekki aðgang aö háskólum í Þýzkalandi fyrr en 1919. Aöalkennar- inn þar og rektor í læknisfræðideild var þróf. Wirchow. í fyrstu vissi hann ekki hvaöa erindi viö stúlkurnar áttum þarna og ég fékk ákúrur frá honum fyrir hvað myndirnar mínar væru „lifandi". Áriö 1920 eignaöist ég fyrst mína eigin vinnustofu en naut þó tilsagnar Lovis Corinth enn um skeið. Á þessum árum geröi ég mikið af því aö teikna í leikhúsum bæöi á sýningum og viö æfingar og þaö var eiginlega upphafiö aö því aö ég fór aö fást við manna- myndir fyrir alvöru. Eitt sinn er ég sat viö teikningu í leikhúsi vildi svo til að Thorstein von der Burg sem var í þjónustu Gústafs Svíakonungs, fór að fylgjast meö vinnu minni og svo fór aö hann bauð mér til Stokkhólms. Hjá þeim hjónum dvaldist ég um skeiö og teiknaði og málaði. Eugen prins sá nokkrar af myndum mínum af hendingu þar sem þær voru í innrömmun. Hann sendi mér bréf og bauö mér aö koma og sjá listaverk sín. Þannig komst ég í kynni viö marga framámenn í Svíþjóð og teiknaði af þeim myndir. Áriö 1925 fór ég að teikna fyrir dagblöö andlitsmyndir og sviðsmyndir úr leikhúsum, m.a. fyrir stórblaðið Christian Science Monitor og vann reyndar fyrir þaö blaö í rúm 30 ár. í september 1926 fór ég til Genf í fyrsta sinn aö beiðni blaöakóngsins Ullstein til aö teikna myndir af fulltrúum á fundi Þjóöabandalagsins. Ég man aö sá fyrsti sem sat fyrir hjá mér af þeim hópi var Aristide Briand og svo tók hver við af öðrum. Síðan fór ég til Genf árlega meöan fundir Þjóöabandalags- ins voru haldnir þar, til aö teikna fundarmenn. Næstu árin bjó ég í Berlín meö móöur minni en fékk mörg verkefni viö teikningar fyrir blöö. Ég fór á Olympíu- leikana í Amsterdam 1928, Alþjóöa- fundinn í Haag 1929 og 1930, hafráð- stefnu í London 1930 og alltaf meö blýantinn á lofti. Um tíma dvaldist ég í Róm og París og var send á vegum Christian Science Monitor til Rússlands til aö teikna mynd af Stalín, sem reyndar tókst ekki því þaö voru alltaf svo margir umhverfis hann. En ég teiknaði Radek og Staninslavski og Pavlovu o.fl. Vegna þess aö ég er Gyðingur aö ætterni fékk ég ekki aö starfa fyrir dagblöö í Þýskalandi eftir 1933 þegar Hitler var kominn til valda. Mér var ráðlagt aö fara úr landi. Þetta voru hræöilegir tímar sem ég átti erfitt meö aö átta mig á. Fyrst fór ég landflótta til Genf, en undi mér þar ekki vegna þess að staðurinn minnti um of á góða liðna daga. Þá fór ég til Róm, fékk þar vinnuaðstöðu og húsnæöi í þýzka sendiráöinu, svo segja má aö ég hafi enn búiö um stund undir þýzkum fána. Sendiherra Þjóðverja í Róm var þá Ullrich von Hassell. Hann var mér mjög hjálplegur og vildi allt fyrir mig gera. Hann var hengdur 1944 fyrir aö hafa átt aöild aö fyrirhuguöu samsæri gegn Hitler. Eg var lengi í vafa um, hvar ég ætti aö setjast aö. Ég átti góöa vini bæði í Svíþjóð og Sviss sem hvöttu mig til aö koma. Um tíma dvaldist ég aftur í Sviss og þangað kom móðir mín til mín. Þar fékk ég dvalarleyfi sem hægt var aö framlengja meö vissu millibili. Um þetta leyti varö ég fastráöin teiknari fyrir Christian Science Monitor á fundum Þjóöabandalagsins. Áriö 1938 fór ég til Þýzkalands til aö heimsækja móöur mína, sem var flutt þangaö aftur. Hún var ekki af Gyöinga- ættum. Þá komst ég naumlega úr landi áöur en fyrirskipanir voru gefnar um aö taka skyldi vegabréf af öllu fólki í Þýzkalands sem ekki var af arískum uppruna. Mér varö Ijóst aö ég gat ekki dregiö það mikið lengur að fá ríkisborgararétt í ööru landi og fékk þá strax augastað á Bretlandi. Árið 1939 varö ég svo brezkur þegn. í Bretlandi voru atvinnu- horfur góöar fyrir mig. Sérstakri skrifstofu hafði verið komiö á fót í London á vegum Cristian Science Monitor og þaö auöveldaöi mér mjög starfið á vegum þess blaðs. Vinir mínir í Oxford hvöttu mig til aö setjast þar aö og þangað fluttist ég ásamt móöur minni og hef búiö þar síöan. Ég fékk strax nóg af verkefnum. Þegar Þjóðverjar hernámu Noreg flúði norska ríkisstjórnin ásamt Hákoni konungi til Bretlands og setti upp stjórnarskrifstofur í London. Prófessor Halvdan Koth, merkur og víöþekktur sögufræöingur, var utanriíkisráðherra Noregs þá og kom meö ríkisstjórninni til London. Hann þekkti ég frá því að hann sat fundi Þjóöabandalagsins í Genf 1935 og ég teiknaði mynd af honum. Þá þegar tókst góö vinátta meö okkur og hélzt alla tíö. Fyrir hans tilstuölan var ég fengin til aö teikna myndir af Johan Nygárdsvold forsætis- ráöherra og Hákoni konungi. Ég man aö ég var ákaflega taugaóstyrk þegar ég átti aö teikna kónginn og hann hefur líklega séö þaö því hann sagði: „Engin hætta, ég bít ekki“. Á þessum tíma var fjöldi þjóöhöfö- ingja, og stjórnmálamanna frá ýmsum Vestur-Evrópulöndum í London. Höföu fiúiö þangaö undan Þjóöverju'm og ég var fengin til aö teikna marga þeirra. M.a. Berndhard prins, Benes, Sikorski,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.