Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Side 10
Hinn gullni meöalvegur þrœddur ö japönsku Síöan efnahagsundur Japana hófst, hafa þaö veriö ær þeirra og kýr aö taka myndavélar, bíla og annaö góss frá hinum gamalgrónu iönaðarlöndum og framleiöa eftirlíkingar, sem stundum eru jafnvel betri — og næstum alltaf ódýrari. Styrkur Japana felst ekki í frumlegri hugsun og nýjabrumi en fremur því aö bæta þaö, sem þegar hefur veriö fundiö upp. i japönskum bílaiönaöi hefur eindregiö veriö tekiö mið af amerískum bílum, enda gekk greiðlega að vinna þann mark- aö í Bandaríkjunum, sem vel hefur dugaö síöan. Toyota er þó ef til vill amerískastur af þeim japönsku. Sá sem hér um ræöir, Toyota Cressida, er í milliflokki hvaö stærö snertir og næstum í einu og öllu í meöallagi. Þaö er eins og allir bílar heimsins hafi veriö bræddir saman og árangurinn veröur bíll, sem stendur aö því er viröist í miöju, þegar dæmiö hefur veriö gert upp, allt frá Trabant uppí Cadillac. Á þessari stundu er ógerlegt aö tilgreina verðiö nákvæm- lega, en þeir síðustu sem seldust fyrir gengisfellingu voru á 3,6 milljónir (fjögurra dyra) og 3,8 milljónir tveggja dyra eins og sá sem hér um ræðir. Líklega er þaö einnig nálægt því aö vera meöalverð. Sem sagt: margir eru betri og margir eru verri. Sé hinn gullni meöalvegur þræddur uppá japönsku, fær maöur þokkalegan fjölskyldubíl, sem er óaöfinnanlegur í frágangi (og betri en í meðallagi aö því leyti), hefur þokkalega snarpa vinnslu, fjöörun, sem ekki er ástæöa 1il aö kvarta yfir, bærileg sæti, góöa hemla, sparneytni og útlit, sem margir BÍLAR geta fellt sig viö og er lausleg stæling á Chevrolet Monte Carlo. Mælaborðið er á- améríska vísu, en samt ívið betra en gengur og gerist í amerískum bílum; bæöi er niöurrööun góö og helgidagar sjást ekki í frágangi. Stjórn- tækin liggja vel viö og vinna eölilega aö mestu leyti. Árgerö 1978 þykir mér betur teiknuð en áöur, en línurnar eru aö öllu leyti kunnar úr öörum bílum og ekki snefill til af frumlegri hugsun þar í. En Toyota hefur annaö, sem kannski er betra en frumlegheit. í bandaríska blaöinu Consumers Report, fær Toyota sérlega góöa einkunn, þegar litið er á rannsóknir, sem þar í landi hafa farið fram á endingu bíla síöastliöin fimm ár. Athugunin náöi til 18 atriða og öll reyndust þau annaöhvort í meöallagi, eöa betri en í meöallagi, þar sem Tyota Mark II átti í hlut og Cressida er í raun sami bíllinn. Bæöi vegna góörar endingar og eins hins, aö útlitiö fellur aö hinum almenna smekk, er Toyota góöur í endursölu og einnig þaö er umtalsveröur kostur. í akstri er Toyota Cressida lipur og léttur, þó án þess aö vera nokkursstaöar framúr- skarandi. Fjöðrunin er góö, en það þreytir og spillir ánægjunni af akstrinum hvaö stýriö er losaralegt. Hér hafa höfundar bílsins stælt þaö sem síst skyldi; nefnilega stýrisein- kenni amerískra bíla yfirleitt. Toyota Cressida er sem sé eins og aörir slíkir; sífellt flöktandi til og frá, alltaf veröur aö hafa athyglina vakandi vegna stýrisins og bíllinn liggur illa á vegi fyrir bragöiö. Hér er um aö ræöa tannstangarstýri, sem er gott aö því leyti, aö enginn titringur berst uppí þaö, ellegar högg frá holum. En þaö er aö öllu samanlögöu veikasti hlekkurinn í þessum bíl. Fimm gírar eru áfram og þaö er ekki bara hégómi og stælar heldur hefur það raunverulegt gildi í þá veru aö spara bensín. Ekki verður þeim sparnaði þó við komið nema í þjóðvega- akstri. Þegar ekiö er á miðlungs feröahraöa 80—90 km á klst, gengur vélin á 3000 snúningum á mínútu í 4. gír. Þá er hægt aö skipta í 5. og við það fellur snúningshraði vélar- innar niöur i liölega 2000 snúninga og eyöslan fer þá niöur í 9 lítra á hundraöiö. Fimmti gírinn er framaf bakk- gírnum og er skiptingin frekar stirö, en kemur ekki svo mjög aö sök, því hann er ekki þaö oft notaður. Vélin er fjögurra strokka, vatnskæld, og 89 DIN-hestöfl viö 5000 snúninga á mínútu. Svissneska bílabókin telur hámarkshraöann 155—165 km á klst, en tölur um viðbragöshraöa er hvergi aö finna. Viöbragöiö er þó allgott, sennilega nálægt 12 sek í hundraðið. Lengdin er 4,53 m og breiddin 1,68 m og óhlaöinn vegur hann 1095 kg. í tveggja dyra geröinni, sem hér um ræöir, er farangurs- kista mikil aö flatarmáli, en nýtist illa vegna þess hve grunn hún er. Fáanlegur er hann sjálfskiptur. Lakkiö var um árabil mjög slæmt á Toyotunni, en taliö aö eitthvaö hafi veriö bætt úr því. Á öryggissviðinu eru ýmsir Ijósir punktar: Lagskipt framrúöa stýrisstöng, sem gengur saman viö árekstur, sætisbelti aö aftan jafnt sem framan, upphituö afturrúöa, varinn bensíntankur „mjúkur" fram- og afturendi. í dönskum auglýsinga- bæklingi, sem umboöiö útbýt- ir, stendur aö „smukkere kan det ikke göres“. Undir þaö er ég ekki alveg tilbúinn til aö skrifa, en Toyota Cressida á vissulega skiliö viöurkenningu fyrir smekklega hönnun, vand- aöa smíöi og sparneytni. Allt bendir og til þess, aö endingin veröi góö sem fyrr. Gísli Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.