Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Blaðsíða 11
Framhald af bls. 3. notaöi hverja stund, sem gafst frá öðrum störfum, til þeirrar iöju. Allar þær jaröir, sem hann nytjaði, báru minjar mikils atorkumanns, Sandar þó miklu mest, Hann færði svo út tún, að töðufengur áttfaldaöist, og hlóö í king 750 faðma torfgarð, 4—5 feta á hæð, og voru tveir gaddavírsstrengir ofan á honum. Sandabærinn gamli stóð mjög nærri sjó, og höföu tún þar eyözt af sandi. Fóstri Jóns Skúlasonar flutti hann því ofar. Aö rústum gamla bæjarins bar skipbrotsmenn um nótt- ina. Jón Skúlason haföi reist timburhús mikiö á Söndum, er hér var komið, eitt hiö veglegasta og rammgervasta í sýslunni, og stendur þaö enn. Síðar reisti hann annað, og getur þaö einnig enn aö líta. Jón tók mikinn þátt í félagsmálum bænda, varö fyrstur til aö panta til Boröeyrar vörur frá Englandi, og átti þau skipti við Coghill fjárkaup- mann, geröist einnig mikill áhugamaöur um félagsverzlun. Sandahjón voru kunn að frábærri rausn og mannkostum: „Hann var hjálpsamur mjög, og í ööru ísárunum frá 1880—1890, þá er sigling komst eigi til Borðeyrar fyrri en um og eftir Jónsmessu, var vanalega mikiö bjarg- ræöi sótt aö Söndum, eftir aö kaup- staöurinn var þrotinn. Sömuleiöis hey, þegar þess þurfti við. Mörgum mun einnig minnistæö hjálþ hans voriö 1899, þá er margir voru í heyþröng og útlit fyrir felli mikinn; þá fór enginn synjandi frá honum, og kvaöst hann láta hey sín viöstöðulaust, meöan þau entust, þó ske kynni aö það yröi aðeins til þess aö gera sig jafnan þeim, er í vandræöunum voru ...“ segir í grein samtíöarmanns um Jón. Þeir skipbrotsmenn uröu þess og varir dagana, sem þeir dvöldust á Söndum, aö tíðum komu menn þangað til aö sækja hey og trúlega einnig matvæli. Þau hjón, Jón og Steinunn, voru samhent, og húsfreyja engu ófúsari til að miðla, og er því lýst, hvernig skipbrotsmönnum gazt að henni. Jón á Söndum missti konu sína, Steinunni, eftir fárra ára sambúö, áriö 1891, aðeins 41 árs. Þau eignuöust 6 börn, 4 dóu í æsku, en synir tveir uxu úr grasi, Jón og Ólafur og eignuðust báöir afkomendur. Einar J. Skúlason, kaupsýslumaöur í Reykjavík, er t.a.m. sonarsonur Jóns og Steinunnar, og dóttir Ólafs er Margrét ekkja eftir Björn Daníelsson skólastjóra á Sauöárkróki. Jón á Söndum kvæntist aftur Guö- þstjóraá Hliði; ö ekki bar^ ón aö mest ni tll hinztu Tanns björgu Ólafsdóttur Álftanesi, en þí auöjþ; Sex síö rúmfastur, en stundar. Hanr fæddur var har bakkfF LHrútafiröi. Björn R. Árnason haföi þaö eftir Valdimar á Jaröbrú, aö þaö heföi oröiö þeim félögum „lífslán" aö lenda á þessu rausnarheimili, sem svo vel gat gert til þeirra, og taldi hann meö öllu óvíst, aö þeir heföu allir heilum vagni heim ekiö, ef þeim heföi veriö kjálkaö niöur á heimili í sveitinni. Skipverjar dvöldust viku á Söndum í bezta yfirlæti, eins og fyrr segir. Þeir ‘ Rangt er farió meó dánarár Jóns f grein beírri í Óöni, sem áöur er vísaö til. uröu hríðtepptir þar og af þeim sökum langþurfamenn, einnig kom þaö til, aö þeir þurftu mikinn og góöan ferðabún- aö. Þeir unnu þessa daga að því aö bjarga öllu lauslegu úr skipinu. Tókst þeim aö ná mestu af farangri sínum, auk þess miklu af veiöarfærum og farviöi. En Pólstjarnan lá á lögginni, barin hreggi, rúin reiöa og ööru öllu, sem ofanþilja var. Auösætt þótti, aö hún kæmist ekki aftur á flot. Skipverj- um rann til rifja umkomuleysi þessarar áður fríöu leytu, sem svo oft haföi vaggað þeim inn í svefninn sem móöir barni og þeir höföu átt ótalda hamingju- daga meö á hafi úti. Heimferðin tók fjóra daga og gekk slysalaust. Höföu þeir þá veriö þrjár vikur aö heiman. Úr Skagafiröi fóru þeir félagar Helgardalsheiöi og komu fyrst til bæja á Hæringsstöðum. Þá bjó þar Árni bóndi Runólfsson, faðir Björns, er skrásetti frásögn Valdimars Jónssonar, og kona hans, Anna Sigríður Björns- dóttir. Uröu þar miklir fagnaöarfundir, því flestir töldu þá drukknaöa, sem fyrr segir. Hjá þeim hjónum stöldruöu þeir viö og þágu beina. Anna húsfreyja lét orö falla á þá lund, er hún hlýddi sögu þeirra, aö miklar heföu þær mannraunir veriö, en þeir kváöu ekki umtalsvert, enda heilir heim Sandar í Miðfirði. Ekki gátu þeir látið vita um afdrif sín heim í Svarfaöardal. Þeir voru taldir af Þegar feröaveöur kom, sagöi heim- hugur æ meir- til sín. Jón bóndi lét dögum áöur bleyta stórgripshúö og rista niður í skæöi, en konur sátu löngum aö skógerö. Loks var hverjum manni búin væn nestisbudda, því aö húsbændur töldu auðsætt, aö óvíöa yröi mat að fá vegmóöum mönnum sökum búsveltu, göngumannahópurinn aukin heldur stór. Sú ágizkun reyndist rétt. Konur á Söndum luku skógeröinni í tíma, einkum leöurskóm og sauð- skinnsskóm á hvern manna. Sauð- skinnsskórnir áttu aö vera til vara, og kváöu húsbændur svo á, að þeim skyldi bregöa á fætur í þar sem ferðalangar heföu náttstaö. Allir voru skórnir bryddir og illeppar nýir fylgdu. Nú var þeim félögum ekkert aö vanbúnaöi, þótt feröaveöur gæti ekki talizt gott. Þeir spuröu Jón bónda, hvaö þeir skulduöu fyrir veittan beina og aðhlynningu alla. Hann svaraöi af bragði: „Tvær krónur fyrir hverja leðurskó, annaö ekki.“ kö bil, er Svarfdælir héldu frá Söndum. Gátu þeir hvergi fengiö fylli sína þar, sem þeir föluðu mat á bændabýlum í Húnaþingi. Þegar þeir svo komu til Sauöárkróks, en þangaö fóru þeir í matarleit, „var skonroks- mylsna í klútshorni þaö eina ætilega, sem viö gátum þar fengið.“ Reyndist fólk svo aðþrengt á sumum bæjum, er skipbrotsmenn gistu, aö þeir máttu miðla heimafólki af nesti sínu. Gætti þess ekki hvaö sízt í Skagafirði, en þar haföi ísinn farið aö reka inn 26. apríl, og fylgdi frost og kuldaþræsingur í kjölfar hans. komnir, en sárt aö missa skipstjóra og skip. Þegar skipseigendur spuröu tíöinda og aöhlynningu alla, sem skipbrots- menn nutu á Söndum, fannst þeim mikiö um. Fengu þeir Þorstein Þorkels- son á Syðra-Hvarfi til aö semja þakkarávarp í bundnu máli, létu skrautrita og sendu þeim hjónum. Þaö mun nú glatað, og kvæöiö hefur ekki fundizt. Mörg hákarlaskip uröu fyrir þungum áföllum í sumarmálagarðinum mikla. Þaö er frá Stormi aö segja, aö hann komst hrakinn inn á Sauöárkrók. í blaðafrétt um miöjan maí segir m.a. svo: „Sumariö byrjaöi — eins og getiö er um í síðasta blaöi Norðurljóssins — meö afskaplegu illviöri. Föstudaginn fyrstan í sumri var ógurleg grimmdar- harka, og stórhríö úti á hafi. Uröu því hákarlaskip þau, sem þá voru úti, aö hleypa til lands, og komust flest nauöulega undan, mörg skemmdust og sum rak á land og braut. Sum vo^u aö því komin að^ökky landi, sökum klaka I úröu ekki. ifles Istjarhan" rákst á boött utarlegé tirði, og vált þar á hliöina svo segl fsjó. Lá hún þannig í 15 mínútur, en rétti sig viö aftur. Þrjá skipverja tók út, og komust tveir þeirra aftur innbyrðis en einn formaöurinn Jón Gunnlaugsson, drukknaði ... Elliði“ komst inná Hindisvík austaná Vatns- nesi, en haföi áöur rekiö yfir boöa þar úti fyrir, slitiö og sleppt öllum festing- um. — „Vonin“ hleypti á land á Þingeyrasandi og „Skjöldur“ á Sigríöar- staöasandi. Þessi þrjú síöastnefndu skip eru sögð lítið löskuö og er mælt, að þau séu komin á Siglufjörð. — „Sailor“ bar einnig á land á Þingeyra- sandi; er þaö skip svo laskaö a ö ókleyft er álitiö að gjöra viö þaö, en enn vita menn ógjörla um hversu mikiö Pól- stjarnan er löskuö, því þegar skipverjar yfirgáfu hana var hún þakin utan af klaka. Ekki fórust fleiri menn af þessum nefndu skipum en þessi eini sem áöur er getið, Jón Gunnlaugsson frá Sökku, formaður Pólstjórnunnar. Hann var einn hinn vaskasti sjómaöur viö Eyjafjörð og aflasæll öðrum fremur. Eitt vor aflaöi hann um 800 tunnur af lifur, og hefir aldrei fyr né síöar fengizt hér jafnmikill afli á eitt skip á einu vori. Aö ööru leyti var Jón heitinn einnig mesti dugnaöar- og atorkumaöur, og reglusamur mjög og sparsamur . .. Eins og fyrr segir, tókst ekki aö bjarga Pólstjörnunni. Hún var rifin og brakiö selt, Þótt mannskaöi á eyfirskum hákarlaskipum yröi minni í sumarmála- bylnum en búazt mátti viö, varö áriö 1887 hiö mesta slysaár: Aö minnsta kosti um 150 manns fórust. Leifarnar af Pólstjörnunni voru seldar á vegum eyfirzka ábyröarfélagsins 1888. Jón Skúlason tók einnig aö sér aö hlaupa þar undir bagga. Eggert Laxdal ritar honum í október þaö ár og þakkar honum tvö bréf, „skilgrein yfir kostnaö viö Pólstjörnuna og sölu á því er henni tilheyröi“, ásamt andvirðinu kr. 305.37. Eggert Laxdal lýkur bréfi sínu meö því aö tjá Jóni á Söndum „bestu þakkir fyrir alla yöar mannúölegu framkomu viö skiprekann og umönnun viö strandgóssið ... “ Minningin um Pólstjörnuna lifir og lifir enn meö Svarfdælum. Hús, bátar og skip hafa borið nafn hennar, og enn er urmull eftir af hinum fagra farkosti: Snorra Sigfússyni skal gefiö oröiö: „En svo var þaö á fjóröa tug þessarar aldar, eöa hart nær hálfri öld eftir aö Pólstjörnuna rak upp á Miðfjarðarsand, aö nafni hennar skýtur allt í einu upp á yfirboröiö meö þeim hætti, aö Þorsteinn Baldvinsson frá Böggvistöö- um,... sýnir mér allstóra fjöl úr kjörviöi unna. Stóö á henni nafn Pólstjörnunnar, út skorið. Haföi hann þá fyrir nokkru tekið sér ferö á hendur vestur í Miöfjörö, komiö að Söndum og fengið fjölina þar. Var hún aö heita mátti alveg óskemmd, og bar þar með gott vitni menningu þeirri og umhyggju, sem hana höföu varöveitt öll þessi ár. Og nú vill Þorsteinn, aö ég eignist fjölina — faöir minn haföi skoriö nafniö á hana og gefið Pólstjörnunni hana voriö 1884. Fjölin sé því jafngömul mér og fari þetta ekki milli mála, því aö ártaliö sé á henni, eins og ég sjái. Þótti mér aö sjálfsögöu vænt um aö eignast þennan minjagrip, sem ég hef nú afhent byggöasafninu á Akureyri til eignar og umráöa ... Flestir hugöu, aö nafnfjöl Pólstjörn- unnar væri hiö eina, sem geymzt heföi úr skipinu. Svo reyndist þó ekki. minjasafni Strandamanna og Húnvetn- inga við Hrútafjörö eru til sýnis leifar úr byröingi skipsins: Tveir plankar eöa borö, annar er 6.6 m. aö lengd, hinn 5.8 m; breiddin er 16—17 cm og 17—18 cm cm; þykktin: 3—4.5 cm. Ennfremur má sjá þar bút úr bandi, 1.8 m á lengd. Leifar þessar eru komnar frá Syösta- hvammi í Kirkjuhvammshreppi, en þar voru þær hluti giröingar umhverfis kálgarð. Nú getur aö líta þessar minjar uppi á vegg í sal þeim, sem geymir hákarlaskipið Ófeig — og fer vel á því. Þilskipaeign Svarfdæla var lokið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.