Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Side 13
Lesið í barnaskóla. Hér er undirstaðan lögð. en ekki betur en það. að fæstir íslendingar verða læsir að mati greinarhöfundarins. en hafna skal þá jafnframt flámæli, kv-framburöi og linmæli. Samkvæmt þessu skal t.d. bera fram 1) lifa, muna vera, för, en ekki lefa, möna, vira, fur. 2) Hvalur, hvítur, hvolpur, en ekki kvalur, kvítur, kvolpur. v 3) tapa, láta, sækja, aka, en ekki taba, láda, sægja, a-ga. III. Jafnhliða þessari samræmingu skal stuöla að varðveislu ýmissa fornra og fagurra mállýskna, sem enn ber nokkuð á í landinu og komið gæti til greina, aö síöar yröu feldar inní hinn samræmda framburö (Þ.e. sérstaklega rn,- rl- framburöinn skaftfellska og raddaða framburðinn „norðlenska". Og hvernig var svo tillögum drs. Björns Guðfinnssonar tekiö? Mjög vel. Prófess- orar norrænu deildar háskólans sömdu meira aö segja þegar reglugerð um kennslu í framburði þeim, sem dr. Björn lagði til. Nægir í þessu efni að vitna í bréf, sem dr. Sigurður Nordal prófessor sendi menntamálaráðuneytinu um þessar merkilegu rannsóknir og tillögur drs. Björns. Bréfið endar á þessum orðum: „Tillögur mínar í þessu máli eru í fáum orðum þær, að menntamálaráðuneytiö staðfesti tillögur dr. Björns Guðfinnssonar um samræmingu framburðarins í aðalatr- iðum og gefi út fyrirmæli eða reglugerð um það, að í Leikskóla Þjóöleikhússins og kennaraskólanum fyrst og fremst verði keppt aö pví markvisst að kenna framburð málsins í samræmi við þær. Annars staðar verði samræmingu fram- burðarins hagað eftir því, sem hægt er og með samráði sérfræðinga í þessum efnum. (Auk dr. Björns eru fremstir sérfræðingar þeir prófessor dr. Stefán Einarsson og dr. Alexander Jóhannesson, háskólarektor).“ Ég vil taka það fram, að þessir sérfræöingar voru á sama máli og dr. Björn. þetta bréf er dagsett 14. ágúst 1950. Og dr. Björn var reiðubúinn aö hefjast handa, en þá dró hinn hættulegi sjúkdómur hans hann til dauða. Síöan eru liðin 18 ár og enginn hefur gert neitt í þessu stórmáli íslenskrar tungu. Allir menntamálaráðherrar og skólamenn hafa steinsofiö á þessu máli. Er ekki mál að vakna? Auðvelt að kenna harðmæli og hv-framburö Ég hef kennt framburð, framsögn og mælt mál í 30 ár. Ég kynnti mér þegar rannsóknir og tillögur drs. Björns Guð- finnssonar og hef alla tíð síðan kennt réttmæli sérhljóða, hv-framburð og harðmæli. Ég hafði þegar stofnað minn eigin leiklistarskóla áður en slíkur skóli var stofnaður viö Þjó'ðleikhúsið og kenndi þar síðan í mörg ár. Sérfag mitt var einmitt framsögn, svo leiklistarnemendur fengu þau árin einmitt kennslu í því, sem dr. Sigurður Nordal lagði áherslu á í bréfi sínu til menntamálaráðuneytisins, þótt aldrei kæmi staðfest reglugerð um þetta frá ráðuneytinu. Ég hef einnig kennt fjölda annarra á námskeiðum og í einkatímum, þ.á m. háskólakandidötum og doktorsefn- um, því jafnvel háskólinn hefur ekki fremur aö aðrir skólar neina kennslu í mæltu máli, svo ég viti. Þó útskrifast þar menn á hverju ári, sem ekki eiga lítiö undir málfari sínu, svo sem prestar, kennarar og lögfræðingar. Guðfræðideildin ein hefur sýnt þá rögg af sér að krefjast þess að kancjjdatsefni sýni vottorð um kennslu frá viöurkenndum framsagnarkennara til þess að geta fengið að Ijúka prófi. Af langri reynslu veit ég að það er auðvelt að kenna t.d. harðmæli og hv-framburö. En ég er fæddur í Reykjavík þar sem hvorugt tíðkast og varð því að byrja á sjálfum mér. Við af linmælissvæð- unum á landinu þurfum aö temja okkur harðmæli og hætta að rugla saman t og d, p og b og k og hörðu g. En hins vegar þurfa norðlendingar að gera greinarmun á hv og kv. Það sem mér kann að hafa tekist að kenna í þessum efnum í leiklistarskólum hefur vafalaust fljótlega gleymst, þegar nemendur héldu áfram námi í öðrum skólum eða tóku að leika í leikhúsum þar sem enginn skeytir um fagran framburð íslenskrar tungu. Það liggur í augum uppi, að í þessu stórmáli fá einstakir kennarár ekki rönd við reist tilhneigingunni til þess aö lina og fletja framburðinn. Það er skylda þeirra sem stjórna menningarmál- um þjóðarinnar aö taka þessi mál almennilegum tökum úr því þeir hafa fengið fyrirskipun alþingis um að gera það. Þetta þolir ekki frekari bið. Það hefur dregist alltof lengi. Allir þeir sem hafa einhvern áhuga á fegurð íslenskrar tungu og vilja ekki láta hana subbast niður í það sem aumlegast er, verða að gera sér Ijóst, að ef ekki er gripið í tauma er til dæmis aðeins tímaspursmál hvenær harður framburður er horfinn með þjóðinni og sama er að segja um hv-framburöinn. Rannsóknir drs. Björns Guðfinnssonar hafa sýnt, svo ekki veröur um villst, að hvorttveggja framburðinn er á hröðu undanhaldi. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því, að menn láti sig það engu skipta hvað veröur um mælt mál, en komist í hinar ótrúlegustu geðshræringar, þegar um ritmálið er að ræða. Hversvegna hljómar lestur öðruvísi en mælt mál? Þá er enn ónefndur sá þáttur mælts máls, sem kemur fram í því, þegar maður les upphátt. Sé miðað við þann þátt lestrar kemur fram sú ömurlega stað- reynd, aö fæstir íslendingar eru læsirl Ög það stafar auðvitað af því, að lestrarkennsla í skólum er öll vitlaus. Við skulum íhuga þetta svolítið nánar. Hvað á sér stað, þegar tveir menn tala saman? Flutningur hugsunar. Og hvað er lestur? Flutningur hugsunar. Ég vil taka það fram að hér og eftirleiðis í þessari grein á ég við lestur upphátt, þegar ég tala um lestur, þ.e. lestur sem öðrum er ætlað að heyra. Að sjálfsögðu er lesari að flytja sínar eigin hugsanir, þegar hann les þaö, sem hann sjálfur hefur samiö. Sama máli gegnir, þegar hann les þaö, sem einhver annar hefur samið. Hann er þá að flytja hugsanir höfundarins. Hann er enn að flytja hugsanir. Lestur er því flutningur hugsunar. Ef mælt mál er flutningur hugsunar og lestur einnig, hvers vegna hljómar lestur þá hjá langflestum íslendingum allt öðru vísi en mælt mál? Er þetta ekki sama tungumáliö? Venjulegur íslendingur les upphátt þylur orð í stað þess að flytja hugsanir. Hann les orð, sem hefur verið raðað saman í setningar og áherslur eru annað hvort rangar eöa meira og minna brenglaðar. Eðlileg hrynjandi tungunnar hverfur með öllu og orðin koma eins og út úr vél en ekki hugsandi veru. ímyndaðu þér að þú heyrir einhvern mælskan vin þinn halda ræðu uppúr sér. Mann sem veit, eða a.m.k. þykist vita, hvað hann er að tala um og allar áherslur hans og öll hrynjandi er fyllilega eðlileg. Láttu sama mann skrifa niður þessa ræðu og flytja hana af blaðinu og þú þekkir hana ekki lengur. Biddu einhvern að lesa eitthvað fyrir þig upphátt, vin þinn eða einhvern á heimili þínu. Hvernig lýst þér á? Er þetta fólk ekki læst? Jú, vissulega. En hvernig stendur þá á því aö það les allt öðruvísi en það talar? Okkur virðist hafa verið kennt að lestur felist í því að bera fram orð í stað þess að flytja hugsanir jafneðlilega og viö tölum. Ekki á aö heyrast hvort maður les eða talar Þetta er auðvitað hverjum einasta manni Ijóst sem gefur því minnstu gætur. Enda fór svo að einhver snjall maður fann upp nýtt orð til þess að skýra þennan heimskulega mismun á lestri og mæltu máli. Hann kallaði þetta „lestrartón". Og þar með var málið útrætt. Enginn minntist orði á það framar, fremur en hér væri um að ræða eitthvert óviðráðanlegt náttúru- afl, sem allir yrðu að sætta sig við. En auðvitað er engin ástæða til þess. Nemendur mínir á þrjátíu ára ferli hafa verið á öllum aldri. Allt frá sextán ára til sjötugs. Ég hef orðið að byrja á því í öllum tilfellum að kenna þeim að lesa aö nýju, því ég geri þær kröfur, að enginn munur sé á mæltu máli og lesnu. Ef þú heyrir mann lesa í lokuðu herbergi áttu í rauninni ekki að geta vitað hvort hann er að tala eða lesa. Hvorttveggjá er flutningur hugsunar. Þegar ég hóf að kenna varð ég auðvitaö þegar í stað var við þennan gífurlega mun á lestri fólks og mæltu máli þess. Hvað olli því, að maður, sem í samtali beitir fyllilega skynsamlegum og eðlilegum áherslum og hrynjandi, veröur eins og hugsunarlaus bjálfi á aö hlýða, þegar hann les upphátt? Þetta varð því að rannsaka betur. Alltaf haröur framburður á Þ í lestrí Við þessa athugun kom ýmislegt í Ijós. Hér er aðeins rúm til aö minnast á tvennt, sem t.d. átti drjúgan þátt í vitlausum áherslum. Ég tók eftir því meðal annars, að nemendur höfðu t.d. aðeins einn framburð á p, þegar þeir lásu, þ.e. haröan framburð. En þegar þau töluðu við mig höfðu þau ýmist harðan eða mjúkan framburö á þessum staf, eins og við gerum ósjálfrátt í daglegu tali. Hér virtist lestrarkennurum hafa yfirsést að benda nemendum á þaö, að framburður á p er tvenns konar á íslensku, þ.e. ýmis harður eða mjúkur (ð). En þetta er einmitt eitt af einkennum vitleysunnar, sem fram kemur í lestri fólks. Þegar það les hefur það alltaf harðan framburð á p, sem leiðir til þess að hvert einasta orð, sem byrjar á þessum starf fær áherslu. Má nærri geta til hvílíks fjölda af vitlausum áherslum slíkt leiðir. Viö þurfum vitanlega oft að hafa orð, sem byrjar á p áherslulaust eftir atvikum og hvernig gerum við þaö í daglegu tali? Með því að mýkja framburðinn á þ-inu og breyta því í ö. Dæmi: „Ég sagði þér að koma" lesist því „Ég sagði öér að koma", hvers vegna? Sökum þess aö orðið þér á hér að vera áherslulaust og þetta er eina leiðin til þess. Flestir myndu lesa hér „Ég sagði þér að koma" með hörðu þ-i, sem leiðir til vitlausrar áherslu, því okkur hefur ekki verið kennt að gera greinarmun á þessu. Útúr þessu kemur því þessi einfalda regla: í orðum sem hefjast á p, er p-ið hart í framburði, ef orðið á að hafa áherslu, en mjúkt (ð), ef orðið á að vera áherslulaust. Þótt þessi regla sé ekki til í venjulegum kennslubókum um lestur, þá er hún undantekningalaus. Prófun á hvers konar setningum sem innihalda orð, sem byrja á þ mun sanna það. Þetta bregst aldrei hjá neinum manni í daglegu tali, þótt hann af eðlilegum ástæðum hafi ekki hugmynd um það. Nákvæmlega sömu mistök koma fram hjá nemendum og öðrum við lestur orða, sem byrja á h, svo sem persónufornafna o.fl. Dæmi: „Ég sagði henni að flýta sér á eftir honum." Ef h-in eru borin fram í lestri þessarar setningar fá bæði persónu- fornöfnin áherslu, en þau eiga einmitt að vera áherslulaus. Hvernig stendur á því? Það er aðeins ein leið til þess að hafa orð áherslulaust, sem byrjar á h-i, og það er að sleppa háinu í framburðinum. Ef þessi setning á því aö hljóma eins og venjuleg íslenska á að lesa hana með þessum hætti: „Ég sagð' enni að flýta sér á eftir onum." Þannig tölum við og það á ekki að breyta neinu, hvort það er lesiö eða sagt. Ef setningin er hins vegar lesin, eins og kennt er hér í skólum með því að bera Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.