Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Blaðsíða 8
Myndir: Hrafn Jökulsson Kolbrá á ströndinni í Lignano. eftir JÚHÖNIMU KRISTJÓNS- DÓTTUR Úr Hertoga- höllínní Forhlið Markúsarkirkjunnar. Bam ætlaöi ég í framtíðardraumun- um til Feneyja og sigla á gondól. Ég hélt í aöra röndina að það væri plat og vitleysa að þar væru engir bílvegir, auðvitað voru götur meðfram síkjunum. Og altént voru Feneyjar óraunverulegur staður; mér finnst núna að þær hafi líka veriö Ijósrauðar og mjög bjartar. Tignarlegar í hugrenningunum, umfram allt rómantískar. Svo líöa árin og loks erum viö komin til Feneyja. Þá rekur mann í rogastanz og finnst að enginn hafi nokkru sinni upplifaö aðra eins stund. Aö fara um síkin — og þaö eru hvergi neinar bílagötur — í borg sem er að deyja. 'Fyrst í strætisbátnum eftir Stórál og síöar um daginn á gondól í hringferð um helztu umferöarsíkin. Horfa á þessa stoltu borg sem einu sinni var allt að því nafli heimsins, hefur verið skáldum hvati og innblástur, sögusvið heims- verka og nú er hún aö deyja. Háleit húsin horfa á mann brostnum augum, allt um kring blasir við máttur eyðingarinnar. Hér þarf ekki að spyrja hvar sé fornaldarfrægðin, það glyttir í hana hvarvetna, því dramatiskari verð- ur þessi lifun. Um öngstræti frá Rialtobrúnni upp á Markúsartorgiö og þaö eru eiginlega engir hér nema .mýgrútur af túristum sem eru leiddir um í halarófum. Og svo nokkrir tugir þúsunda Feneyjabúa sem taka þátt í aö þjóna feröamönnum, sem hafá komiö hingað með mismunandi hugmyndir. Kannski sumum hafi fundizt Feneyjar Ijósrauöar og bjartar áöur en þeir komu eins og mér fannst. Loftiö hér er svo rakt aö fötin límast viö okkur, svo skellur á ærlegt þrumuveður og eftir andartak skín sólin af íviö meira offorsi en áöur. Síkin eru ekki blá og lygn frekar en Dóná, heldur grá og menguö. Viö öngstrætin standa lítil notaleg pensjónöt eöa reisuleg hótel. Það hafa margir andans jöfrar leitað hingað og tyllt niöur tá. Hér hlyti að vera stórkostlegt að hafast við í litlu pensjónati í fáeina daga. Hverfa síðan á braut með feginleikatilfinningu og kökk í hálsi líka og skilja fleira en áður, meöal annars tímans tönn sem er ásamt nútímavæðingu aö naga upp þessa borg. Við reikum um þröngar göturnar frá Rialtobrúnni upp á Markúsartorg og Kolbrá stoppaöi við hverja búö til aö skoöa glitrandi perlufestar og þjóöbún- ingadúkkur og hún tók andköf af hrifningu. Aftur á móti lét hún sér færra finnast um Markúsarkirkjuna, enda ekki von, bara sex ára. Hrafn hafði meiri skynjun á því dramatiska ævintýri sem viö vorum aö upplifa: hann keypti sér enda perlusleginn kuta og eftirlíkingu af gondól. Öðru hverju uröum við að setjast niður í mollunni og fá okkur hressingu. Kannski líka vegna þess aö áhrifin voru svo sterk að það lá við borö þau orkuðu á mann ekki síður en hitinn og rakinn. Svo komum við á Markúsartorgið og sjáum kirkjuna og hertogahöllina og dúfurnar sem eru næstum jafnmargar og ferðamennirnir. Við röltum um og sjáum líka fáeina skandinaviska hippa sitja í vímu undir kirkjuveggnum, spila á gítar og láta pípuna ganga á milli. Spila dapurleg lög sem ekki eru einu sinni músík í mínum ómúsikölsku eyrum og ég heyri þau stundum hreyta þreytuleg- um skætingi eöa niörandi orðum aö feröamönnunum sem hlykkjast í hala- rófum framhjá þeim. Um kvöldiö sigldum við á gondól. Fyrir fylkingunni fer forystubáturinn og harmoníkuleikarinn spilar slagara og létta músík sem allir kunna og þrútinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.