Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Qupperneq 2
— Þaö er víst bezt aö fara aö opna, sagöi hann og rétti svolítiö úr bognu bakinu, ja, klukkan er alveg aö veröa. — Hana vantar nú korter ennþá, svaraöi hún, þín klukka er alltaf of fljót og þú ferö eftir vitlausri klukku nú sem fyrr. — Nú hverju breytir þaö eiginiega þótt mín klukka sé of fljót? Þaö munar ekki um tvær til þrjár mínútur. — Þaö er eins og vant er hjá þér! Klukkan þín er korteri of fljót. — Oh, ekki korteri, en kannski svona fáeinum mínútum, stillimyndin hlýtur aö vera komin á skerminn. Þú lætur nú alltaf svona. Þú villt helzt ekki opna fyrr en fréttirnar eru byrjaöar. Eg kann nú bezt viö aö horfa á frá byrjun ... Þau hættu aö þrátta og Brynjólfur gamli haföi sitt fram og settist í hægindastólinn og mjataði værukær. Eftir skamma stund birtist þulurinn og kunngjöröi hungursneyö í Nígeríu og aö tveggja ára birgöir af skreiö væru til í landinu. — Kannski gjaldeyrisstaðan fari aö batna. — — Og hvað eigum viö nú aö vera aö hugsa um þetta? spuröi hún. — Æi, þaö er eins og vant er meö þig, þú getur ekki um neitt hugsaö sem ekki snýst um pottana og pönnurnar, lætur þig engu varöa heimsmálin né þjóömál. — Eg held nú aö þetta þjóömálavafstur hafi aldrei oröið þér til heilla. Þú ert aö belgja þig upp hérna í eldhúsinu eða stofunni þegar einhver kemur bara til aö koma af staö ófriöi á heimilinu. Þaö er paumast aö þú hefur tekiö sinnaskiptum frá því viö vorum heima í sveitinni, nú heitir allt oröiö alþýöuveldi. Sér er nú hvaö! — Svona, reyndu nú aö þegja meöan ég hlusta á fréttirnar. — Já, ég skal þegja og vonandi gerir þú þaö líka, þú eyst ekki yfir mig kommúnistaáróðri rétt á meðan. Þaö er meiri hörmungin. Þau sátu þegjandi um stund undir fréttalestr- inum, en svo fór Brynjólfur gamli aö leggja út af tekstanum. Ekki sat Þorbjörg gamla heldur þegjandi. Bynjólfur úthúöaöi bandarísku setu- liöi um allan heim en Þorbjörg varaöi viö rauöu hættunni og öllum þeim sóöalegu áformum, sem Rússar heföu í hyggju. Þaö var nú einu sinni svo, aö þótt þau gömlu hjúin heföu veriö gift í 35 ár, höföu þau aldrei veriö sammála í orði, en um verulegan ágreining haföi ekki veriö aö ræöa á borði. — Þaö er nú meira ævintýriö þetta sjónvarp, sagöi Þorbjörg. Hérna getur maöur setið heima hjá sér og horft á myndirnar eins og í kvikmyndahúsi. Hún strauk svuntuna niður um sig. — Já, hún er mikil tæknin og allt er þetta í ófriöarþágu, því aö ekkert er fundiö upp nema til hernaöarnota, nöldraöi Brynjólfur gamli niöur í bringu sér. Dyrabjöllunni var hringt og Þorbjörg fór til dyra. Hún fylgdi syni þeirra inn, sem kominn var til aö vitja um gömlu hjónin. Björn heilsaði fööur sínum og settist á milli þeirra. Þeir skiptust á almæltum tíöindum en annars var eins og Björn væri eitthvaö utan viö sig. Hann fór aö tala um erfiöleika og dýrtíö og aö endar næöu ekki saman í heimilishaldinu og fleira í þá áttina. Gamli maöurinn gat samsinnt því aö dýrtíö væri í landinu en aö ekki væri hægt aö halda heimilinu vel aflögufæru átti hann bágt meö aö samþykkja. Hann minntist á kæruleysi í þeim efnum, minnugur kreppunnar og baslinu sem henni fylgdi. Þá var erfitt aö halda heimili. En núna var peningaflóöiö svo mikiö aö alltaf var hægt aö taka frá til brýnustu lífsnauösynja. Loks kom Björn sér aö efninu: — Eins og þú manst, pabbi, keyptum viö ný húsgögn í stofuna fyrir nokkrum mánuöum og nýja eldhúsinnréttingu, og borguöum auövitaö með víxlum. Nú eru margir þeirra fallnir og mér er hótaö gjaldþroti ef ég get ekki borgaö þá strax. — Þaö grunaöi mig, aö eitthvaö væri erindiö, tautaði Brynjólfur gamli svo lágt aö vart heyrðist. — Erindiö var nú þaö aö vita hvort þiö gætuö hjálpaö mér um einhverja peningaupp- hæö og ábyrgöir svo aö ég komist út úr þessum vanda. Þaö væri illt til afspurnar ef ég missti búslóöina og yröi aö borga margfaldan innheimtukostnaö meö peningum sem ég hef engin ráö meö aö útvega nema aukin ábyrgö komi til. — Já, þaö er nú meira baslið, sagöi Þorbjörg gamla og herti á prjónunum. En eitthvaö veröur aö gera drengnum til hjálpar. Þaö er þá helzt meö þessum aurum, sem viö höfum dregiö saman, en þaö var meö sparsemi gert og sjálfsafneitun. —Eg hef nú alltaf verið í uppáhaldi hjá þér, mamma mín og ég veit aö þú leggur mér gott orö. — Þú ert nú búinn aö fá miklu meiri hjálp hjá okkur en hin systkini þín. Þau viröast alltaf komast vel af og þurftu ekki á neinni aöstoö aö halda nema rétt meöan þau voru aö byggja, en þú ert alltaf í sífelldum kröggum, sagöi Brynjólfur. Björn hugsaöi sig um lengi, svo sagöi hann og staröi niöur í gólfiö: — Starfi mínu er nú þannig háttaö aö því fylgja allmikil útgjöld. Svo finnst mér aö helzt séu þaö foreldrarnir sem eigi aö hjálpa börnum sínum. — Viö erum oröin gömul, sagöi Brynjólfur og eitthvaö veröum viö aö hafa fyrir okkur aö leggja í ellinni. Hann var brúnaþungur, gamli maöurinn og horföi í gaupnir sér. Mamma þín hefur alltaf dekraö viö þig svo ekki er von á góöu. Viö böröumst meö höndunum en þú notar víst mest höfuöið. Þaö er ekki séö fyrir hvort reynist betur. — Auövitaö veröum viö aö hjálpa drengnum, sagöi Þorbjörg, þó viö veröum aö rýja okkur inn aö skinni. Okkur fellur eitthvaö til... Þaö brutust um í huga Brynjólfs gömul sannindi og nýmóöins fjármálahyggindi. Satt mátti þaö vera aö ekki var þaö beysiö í gamla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.