Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Qupperneq 6
Ævar R. Kvamn „HÉR í borg Þessari, Hardec Kralove í Tékkóslóvakíu, langt fyrir austan járntjaldið, hefur mér verið leyft aö skoða vísindalega vél, sem svo mikil leynd hefur hvílt yffir, aö ég er fyrsti maðurinn frá Vest- ur-Evrópu og fyrsti blaða- maðurinn í heiminum, sem fær að sjá hana.“ Með þessum orðum byrjaði blaða- maöurinn Theo Lang skýrslu sína eða frétt til stórblaðsins DAILY MIRROR í Lundún- um í janúarmánuði 1964. Eins og sjá má af framansögðu er blaðamaðurinn allhreykinn og þykist hafa frá einhverju að segja, sem ekki sé á hvers manns vörum og frábrugðið venjulegu fréttaefni. Má segja að hann hafi haft nokkuð til síns máls. Hvað er þá svona sérstakt við þessa vél, sem hann talar um? Til hvers er hún? Hann segir að tæknifræðingar hafi smíðað þessa vél fyrir flokk virðulegra vísindamanna, eðlisfræö- inga og lækna, sem lagt hafi útí rannsóknir á sviði vísinda, sem frábrugðn- ar séu flestu sem maðurinn hafi nokkru sinn reynt. Takmark þeirra væri hvorki máninn né Marz. Þaö væri miklu dular- fyllra. Þeir væru að þreifa sig áfram útí hið ókunna. Að hreyfa hluti með hugarafli Með vél þessari eigi að rannsaka á vísindalegan hátt fyrirbæri það, sem kallað hafi verið telekinesis en þaö tákni hæfileika til að geta hreyft efnislega hluti úr stað með hugsuninni einni saman, án líkamlegrar snertingar eða annara sýni- legra tækja. Þeirri kenningu hafi nefnilega verið haldið fram, að hægt væri að hafa vald á hreyfingum hluta úr fjarlægð með hugarafli einu saman. Og ef þessari virðulegu rannsóknarnefnd takizt að sanna að þetta sé hægt, geti verið komin fram skýring á ýmsum fyrirbærum, sem hafi verið uppspretta hjátrúar og skelfing- ar öldum saman. í þessari sérstöku rannsóknarnefnd voru mjög kunnir eðlisfráeðingar, líffræð- ingar, lífefnafræðingar, sálfræðingar og stærðfræðingar, sem þannig voru allir á kafi í rannsóknum á fyrirbærum, sem nú mundu heyra undir dulsálarfræöi aöal- lega. Blaðamaðurinn er bersýnilega gáttaður á þessu öllu saman og segir frá því, að sumir þeirra séu þegar orðnir þeirrar skoðunar, að fyrirbæri sem lýsa sér í því að hlutir færist til innanhúss, eins og af sjálfum sér, högg og skilaboð, sem frá hafi verið greint, sé nú hægt að útskýra á vísindalegan hátt. Þeir telji nefnilega að þetta gerist fyrir telekinesis, sem kannski mætti kalla á íslenzku hughreyfiafl. Kenningin er sú, að hlutir þessir séu hreyfðir eða höggin framleidd með hugarafli fólks, sem hafi hlaðist þessum öflum, iðulega án þess að vita af því. Töldu þeir að hægt væri að sannprófa kenningu þessa meö vélinni, sem þlaða- maðurinn fékk að sjá í líffræðideild háskólans í Kralove. Tæki sem gengur fyrir hugarorku Formaður rannsóknarnefndarinnar var dr. Ctibor Veseley, fyrirlesari í rafmagns- líffræði og einn af yngstu og áhugamestu vísindamönnum Tékkóslóvakíu. Þetta tæki virtist fremur einfalt við fyrstu sýn: samanbrotin koparþynna, næfurþunn, vóg salt á nál sem snerist lauflétt. En þetta er þó miklu margbrotn- ara en virðist í fljótu bragði. Það tók þrjú ár að smíða það. Þetta hófst árið 1962, þegar miöaldra tæknifræðingur Robert Pavlita kom frá smáborginni Horice í Noröaustur Bæheimi. Hann hafði með sér frumstæða vél sem hann hafði smíðað sjálfur. Hann hélt því fram, aö hann gæti haft áhrif á hreyfingu hennar með því einu aö beita hugarafli til þess, vilja aö hún breytti hreyfingum sínum. Dr. Veseley tók þá ákvörðun að rannsaka hve haldgóðar fullyrðingar hans voru. En sem vísindamenn kröfðust þeir margbrotnara tækis, sem útilokaði minnsta grun um tilviljun eða svik. Og árangurinn var þessi vél, sem blaöa- manninum var leyft aö skoða. Allt hugsanlegt var gert til að einangra hana frá efnislegum áhrifum. Rafvélin sem snýr hverfinálinni er seguleinangruð til þess að útiloka að hún hafi nokkur áhrif á koparþynnuna sem snýst á nálinni. Og sjálfu er tækinu komið fyrir í kassa með ósegulmögnuðum veggjum. Þegar vélin er í gangi eru snúningar koparþynnunnar taldir og skráöir með sérstökum rafbún- aði. Það var ekki fyrr en tæknifræðingar dr. Veseleys höfðu smíðað þetta svik-helda tæki, að þeir levfðu Robert Pavlita að sýna haefileika sína. En árangurinn varö furðulegur. Hann sat í sex feta fjarlægð frá tækinu og starði á koparþynnuna og einbeitti öllum viljakrafti sínum til þess aö fá hana til aö stöðva hreyfingu sína. í sex prófunum af tíu hægði hún á sér eða stöðvaðist að fullu. Þetta reyndist stórkostleg staðfesting á annari tékk- neskri tilraun, sem fréttir bárust af frá Bratislava. Þar hélt maöur nokkur því fram að hann gæti hreyft létta hluti sem flutu á vökva í ákveðna átt meö hugareinbeitingu einni saman. Og hér var enginn fúskari á ferð. Það var hinn frægi tékkneski eðlisfræðingur dr. Julíus Krmessky. í sömu borg vann um þetta leyti annar vísindamaður dr. Drozen og félagar hans við rannsóknir, sem beinazt langt fram í tímann. Dr. Drozen er uppeldisfræðingur og forseti sinnar deildar í háskóla, sem hefur aðsetur í fornfálegri höll á fljóts- bakka. Rannsóknir hans standa í algjörri andstæöu við útlit hinnar fornu hallar, því þar er nútíminn og framtíðin á ferð. Þessar vísindalegu rannsóknir beindust aðallega annars vegar aö því, að gera sér grein fyrir legu og starfi æðakerfis heilans og hins vegar að vísindum þeim, sem kallast cybernetics og fjaila m.a. um aöferðir viö tilfærslu upplýsinga í raf- eindaheilum og heila mannsins. Þessi vísindamaður er algjörlega sann- færður um raunveruleik sálrænna fyrir- bæra og hefur hætt mannorði sínu sem vísindamaður með því að beita hæfileik- um sínum við rannsókn yfirskilvitlegra fyrirbæra, líkt og dr. Shafica Karagulla, sem ég hef áöur skrifað um í Morgunblað- ið. Breytt afstaöa austan járntjalds Sú sannreynd aö virtir vísindamenn skuli dirfast að annast sálarrannsóknir í Tékkóslóvakíu sýnir, að í heimi kommún- ismans hefur orðið bylting í afstöðunni til slíkra hluta. Fyrir 1960 hefði það getað veriö hættulegur leikur, því trú á sálræn fyrirbæri var álitin villutrú í ríkjum kommúnismans. Þannig lýsti hin opinbera alfræðabók Sovétríkjanna t.d. hugsana- flutningi sem lygaþvættingi, þjóösögu í ætt við dulspeki, spiritisma og annan hjátrúarþvætting. En sennilega hefur veslings ritstjóri þessa rits enn orðið að breyta „staðreyndum" rétt einu sinni því kommúnistar hafa gjörbreytt afstöðu sinni til slíkra mála, og skal nú gerð nokkur grein fyrir því, hvað því muni hafa valdið. Þaö mun hafa veriö 1963 aö gjörbreyt- ing varð á þessu öllu saman. Næstum í einni svipan varð rannsókn yfirskilvitlegra fyrirbæra einn þátturinn í kalda stríðinu milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Aðalhetjan í þessari sögu var Leonid Vasiliev, prófessor í lífeðlisfræði við háskólann í Leningrad. í rúm 40 ár hafði dr. Vasiliev fengist við tilraunir í hugsana- flutningi, oftast með mikilli leynd og lagt mikið í hættu. Hann hóf þessar tilraunir sínar aðeins þrítugur aö aldri, en þá hafði hann þegar unnið sér orö sem framúr- skarandi vísindamaður. Hann var skipað- ur forseti líffræöideildar þess hluta Vísindastofnunarinnar í Leningrad, sem fæst við heilarannsóknir. Hann naut stuðning og viðurkenningar sovétskra yfirvalda. Honum var leyft að ferðast til Parísar og Þýzkalands til að ráðgast við aöra vísindamenn og þar komst hann einmitt í kynni við leyndardóma hugsana- flutnings.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.