Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Blaðsíða 8
WjlWBpPP1 w. i " iSi 1 ’eMLiilfJ •’ /Vr’" ('iúA’:
¥ L. ^ ' V.v-
» * r X ' ) . &
BL i - t ....* .... •* f f- J- Wmxsw, jti
• *•> '>* -■, % >
Verksmiðjuhúsin á Djúpuvík. I núverandi ástandi geta pau engan
veginn talist hættulaus. Fossinn Eiðrofi í baksýn.
Leifar af Suðurlandinu gamla sem eitt sinn flutti farpega milli
Borgarness og Reykjavíkur en var síðar notaö sem vistarvera fyrir
verksmiðjufólk á Djúpuvík.
Bryggjan á Djúpuvík, sem ekki lítur út fy
Dagstund
á Djúpuvík
Þeim sem aka um Noröur-Strandir í
fyrsta sinn má margt verða að umhugsun-
ar- og undrunarefni, að minnsta kosti varð
sú reynsla undirritaðrar. Ökuleiðin sem þá
er einkum átt við er nánar tiltekið frá
Bjarnarfirði, framan undir Balafjöllum og
áfram aö Gjögri. Þar um liggur leiðin á víxl
fyrir friðsælar víkur og voga, yfir háar
heiöar milli fjarða og um snarbrattar uröir
og kleifar með hengiflug í sjó niður á aðra
hönd en himingnæfandi bergstapa á hina.
En þótt landslagiö sé mikilúðlegt og
heillandi í senn, er það í sjálfu sér í engu
ósamræmi viö það sem fyrir augu ber víða
annarsstaðar á íslandi. Hitt er undarlegra
og ekki eins algeng sjón enn sem komið
er, þegar ekið er um íslensk byggðarlög,
aö hér liggur akvegur svo að segja um
hlaðið á hverju eyðibýlinu af öðru.
Nöturleiki sá sem oftast einkennir eyöibýli
er þó ekki áberandi á þessum slóðum því
húsum er flestum vel viö haldið, flest
nýmáluð að því er virðist, hverju sem það
sætir. Ef til vill er fólkið nýflutt í burtu eða
eigendur sýna eignum sínum meiri sóma
hér en venjulega tíðkast um yfirgefna
mannabústaði í sveitum landsins.
Á Ströndum er
fagurt en fámennt
Leiðin liggur m.a. framhjá eyðibýlunum
Asparvík og Eyjum, fyrir Eyjahyrnu og
Kaldbakshorn upp af Brimnesi og áfram
inn að Kleifum og Kaldbak við samnefnda
vík. Fjöruborðið er þakið breiðum af
rekaviði og æðarfuglinn hreiðrar búsæld-
arlega um sig í eyjum og skerjum skammt
utan við flæðarmálið, lambfé makrátt á
beit í grænum brekkum og hlíðum.
Undirlendi er takmarkað en sjávarflötur-
inn blár og víður kemur þess í stað.
Allmikill ferðamannastraumur er um þetta
undraland en heimamenn eru allir á bak
og burt. Þó fáum við sönnun fyrir því að
þeim er átthagatryggð í blóð borin ekki
síður en öðrum íslendingum, en einmitt
um þessa tilteknu helgi eru um 60 manns
að halda fjölskyldu- og átthagamót í
sveitinni og hafast þar við í húsum og
tjöldum. Og brátt sannfærumst við enn
frekar um átthagatryggð Strandamanna.
Með vegahandbók og fjórðungskort að
leiöarljósi höldum viö þjóðveginn fyrir
Kolbeinsvík og Byrgisvík. Þar er fátt til
frásagna um horfiö mannlíf annað en
grænar tóftir og á stöku stað gömul
uppsátur niður við flæðarmáliö. En inni í
botni Veiðileysufjarðar blasa við augum
snyrtileg og vinaleg íbúðarhús, en engir
eru þar íbúar fremur en annars staðar á
þessari leið. Sæluhús hefur nú tekið við
hlutverki gestrisinna húsráöenda á býlinu
Veiðileysu um fyrirgreiðslu við vegmóða
ferðamenn sem kunnu að þurfa á
aðhlynningu og aðstoð að halcla áður en
lagt er á brattan heiðarveg yfir til næsta
fjaröar. Þaö er Reykjarfjöröur, girtur
háum hamrabeltum og bröttum hlíöum.
Fjallið Kambur er furöuleg náttúrusmíð,
sem gengur fram milli fjaröanna. Önnur
sérkenni virðist Reykjarfjörðurinn ekki
geyma umfram aðra staðhætti á þessu
landshorni.
Síldarbræöslustööin
á Djúpuvík
Þess vegna bregður okkur allmjög í
brún, að aka svo aö segja fyrirvaralaust
inn í þyrpingu stórhýsa og nokkurt
þéttbýlishverfi á þessari eyðiströnd. Við
erum sem sé stödd hjá hinni margfrægu
ævintýrastofnun, Síldarbræðslustöðinni á
Djúpuvík. En þar heyrir ævintýrið og um
leiö byggðin í þorpinu aö mestu fortíðinni
til, og ber raun vitni. Steinsteypt húsbákn,
leyfar verksmiðjunnar, stara galopnum
gluggum í augu feröamannsins: en þau
gefa um leið hugmynd um stórhuga
framtak, enda mun hér hafa risið stærsta
mannvirki sinnar tegundar á landinu á
þeim tíma, þótt atvikin og ef til vill óhófleg
bjartsýni og óforsjálni hafi sameinast um
að dæma starfsemina úr leik, svo sem enn
gerist. Eitt af því sem minnir á önn og
umsvif á þessum stað er allstór skips-
skrokkur, sem hefur endanlega hafnað á
landi uppi, en er nú ekki annað en
ryðbrunnin skel; þó má enn lesa nafn á
skipshliöinni: Þetta er Suðurlandiö gamla,
sem í eina tíð flutti farþega og annan
flutning milli Reykjavíkur og Borgarness.
Reyndar minnist sú sem þetta ritar að
hafa á barnsaldri fariö sína fyrstu ferð út
í heiminn á þeim farkosti í kringum 1930.
Sú breyting sem átti sér staö með
uppbyggingu og starfsemi Síldarbræðsl-
unnar á Djúpuvík hefur verið svo snögg
og hröö og staðið svo stutt, að helst
mætti ætla að þorpsbúa hefði verið að
dreyma, ef ekki væru til staðar þau
verksummerki, sem líkleg eru til að standa
lengur en byggðin í þorpinu, ef svo heldur
sem horfir. Þótt all-nýstárlegum bjarma
hafi brugðið á byggðarlagið í Djúpuvík
með kvikmyndinni „Blóörautt sólarlag"
svo sem skammt er að minnast, þá hefur
trúlega lítil breyting oröið á lífi íbúanna á
staönum frá þeim tíma. Og meöal annars
af þessum ástæðum vaknar spurningin
um það hvernig mannlífið gangi í reynd
fyrir sig á Djúpuvík, og hvers vegna fólk
flytjist ekki einfaldlega til annarra byggö-
arlaga fremur en að hafast við í nábýli við
niðurnídd atvinnutæki, sem að engu gagni
mega koma. Hins vegar mætti einnig
spyrja hvað mæli á móti því, að fólk heyi
sína lífsbaráttu á Djúpuvík, fremur en á
öörum byggðum bólum á landinu, og ekki
síst nú, þegar þjóðvegurinn liggur um
þorpið og tengir staöinn öðrum byggðum
landleiðina, þann tíma ársins sem hann er
akfær. Svipuð aöstaða til samgangna er
ekkert einsdæmi á íslandi.
Börnin á Djúpuvík
vilja hvergi fremur vera
Með þessa spurningu í huga leitum við
fyrst svara hjá ungu kynslóðinni á
staðnum og tökum tali nokkur börn og
unglinga, sem sitja í hóp á gömlum vagni
á auðu svæöi, einskonar Lækjartogi í
miðju þorpi, en þar hefur einnig verið
komið upp fyrir þau nokkurri aöstööu til
boltaleikja. Þaö kemur á óvart hvað
margir krakkar eru þarna saman komnir,
og í Ijós kemur aö fimm systkin eru í
hópnum en þó vantar eitt, því sex eru þau
Verksmiðjan á Djúpuvík á blómaárunum 1935 og 36.
©