Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 3
FJÍftÖFLUMABll Smásaga eftir Ebbe Kjerstrub Þokan kringum hann kom frá honum sjálfum, smá andský eins og sjást yfir ísilögöu vatni eöa gömlum gufujárn- brautarlestum. Verst meö útlimina, þaö lak úr þeim eins og þeir væru kvefaðir. Kvef þessi hlægilega ómerkilegi sjúk- dómur, sem ætti aö vera sérgeröur fyrir skrópsjúka ritara, haföi breitt sig frá smitbúrum og básum og lagt hann, forstjórann, ekki reyndar í gröfina heldur í dauðalegan þyrnirósarsvefn. Hann kæröi sig ekki um fleiri skammta af honum, hérna megin dómsdags. Þá var betra aö taka farseöil aöra leiðina og reyna aö prútta viö Sankti Pétur. Þessi dvali, sem hann var að losna úr, var óhugnanlegur, eins og aö fá dauöann aö láni og taka viö eilíföinni í ábætisskálum. Að vakna af frostdauðanum var næstum eins óþægilegt og aö frjósa í hel. Þá reynslu átti hann þó eftir. Guö mátti vita hvaö þeir höföu skrifaö á frystivottoröiö. Læknirinn hans myndi aldrei leggja nafn sitt viö yfirlýsingu eins og þessa: Banamein kvef. Heldur myndi hann finna upp stórhættulegan vírus, sem ef til vill og ef til vill ekki væri hægt aö verja frá vísindalegu sjónarmiöi. Dýr haföi aö- stoö hans veriö — helvíti dýr. Gott aö maður undirbjó sig vel. Líftryggingin framar öllu. Myndarlegt bandlaust hagsýnt Kólumbusaregg, sem aldrei myndi brotna, heldur lyfta drengjunum með gulldúnkrafti gegnum menntaskóla og háskóla og fata móöur þeirra glæsilega í svörtu svo lengi sem mannsminni entist, án þess aö hún freistaðist til aö punta sig meö nýju eftirnafni. Erföaskráin svipti hana faglega hverju pút og plaggi þann dag sem hún færi í nýjan brúðarkjól. Jú, hann haföi sko undirbúið sig. Áskriftin hjá „Hraöfryst Paradís" var heldur ekki léleg fjárfesting, þó svo aö vextirnir væru lágir og stór hluti heföi fariö í kostnað við öryggisbúnað í hans eigin frystikistu, haföi fyrirtækiö sammt skilað hagnaöi. Mannúðarstefnu haföi hann ekki fylgt sér til skaöa um dagana og hagsýnn var hann fram í dauöann. Hagurinn viö aö leggja í svona milljaröa fyrirtæki eins og „Hraðfryst Paradís" var aö leggja fram fyrstu afborgun og hrökkva svo upp af, láta svo fyrirtækið sjá um allan frekari kostnaö og liggja sjálfur í ís — þangaö til gullbryddingarnar á hlutabréfunum náöu yfir allan pappírinn. Og hann var ekki dauöur í gær, þaö fann hann á sér. Þaö heföi ekki veriö líkt honum. Mannveran sem birtist yfir þiönandi líkama hans líktist heldur ekki þeim manni morgundagsins, sem hann haföi ímyndað sér. Þaö hlutu aö vera liðnir margir morgnar. Ef þetta var þá maöur, karl eöa kona, hugsaöi hann, þegar þetta kynlausa turnfyrirbæri laut yfir hann, ekki ólíkt Nilfisk ryksugu á löppum, ályktaöi Wyntermeer forstjóri, ánægöur meö að sjá eitthvaö sem hann kannaöist viö. Fyrirbæriö var mjúkt í línum, vel á þriöja metra, þaö meira en sýndist hafa vott af brjóstum og lindregin hakan var skegglaus. Þetta gat vel veriö kona, en lóöréttur standur í skrefinu á kynlausum klæönaðinum vakti aðrar hugmyndir. Röddinni gat hann ekki farið eftir, hún hljómaöi eins og kristalskær hugsun í daufum heila hans: „Jákvæö viöbrögö viö Uni-serum innspýtingu nr. 1.“ Hann saup hveljur og leit af þeim, sem var aö nudda dofna útlimi hans og rétt í þessu dró enn eina sprautu úr lærinu á honum, á þöglan áhorfanda eins klæddan. Heilbrigö, frumstæð eölisviöbrögö og óskemmdar kippihreifistöövar kom frá einhverjum viöstaddra, líklega plagara hans, en því hreyfði maöurinn ekki munninn? Ruglaöur heili hans reyndi aö fá einhvern botn í þetta þegar svariö var þar: — Eðlilegt, Wyntermeer, öll samskipti eru tjáö meö hugsun, radd- böndin eru úrelt og ekki notuö nema viö sérstaka listtjáningu eins og í óperum eöa viö fyrirlestra í Raddasafninu. Skilaboöin voru stutt ós skýr, þolinmóö og róandi. — Wyntermeer, Wyntermeer, nafniö hans sem haföi skeflt margan ritarann, konan hans haföi allsstaöar lánstraust út á og sem fékk línurnar til aö sveiflast í kauphöllinni og lokaöar dyr til að opnast upp á gátt á veismuröum hjörum. — Hér hljómaði þaö holt, nefnt meö þöglum ásakandi vörum. Hljóölaus ásökun gagnvart liöinni tíö, hans tíö, sem spekúleraði í nöfnum, peningum, lífi og dauða — og eigin lífsafkomu fyrir alla muni. Þetta hér var verra en kommúnismi. Þaö voru alls ekki hans eigin hugsanir sem kviknuöu í heilanum heldur var sprautað í hann. Um leið og blóðrásin örvaöist var hann rændur rétti einstakl- ingsins til aö hugsa sjálfur. Hann hryllti sig og hárin risu á höföi hans. Róandi hönd, sem honum fannst glóðheit þó hún væri ekki nema 37 gráöur, klappaöi honum á herðarnar og klóaraði honum í höföinu. Löngun og óttakenndur úr sér gengin og úrkynjuð voru næstu skilaboö. Víðsjáin í þessari kynlegu og dýrt keyptu fögru nýju veröld ofbauö svo Wyntermeer forstjóra aö hann missti meðvitundina aftur. Þegar þokunni svifaöi frá, áttaöi hann sig fyrst á hvaö hann var nakinn. Aö vísu haföi veriö lagt yfir hann teppi úr einhverri gerviull og maö því reyndi hann aö hylja sig og taldist til aö viðstaddir skiptust nokkuö til helminga í karla og konur. Þaö var hann líka viss um aö engin viöstaddra þarna í konulíki gæti fengiö pílviöargrein hans til aö rísa. — Sterkar og ótamdar kynferöis- eölishneigöir, sagöi einn viöstaddra, — eru einkennandi fyrir manninn frá þessu tímabili, sem viö í kennslubókum köllum klámaldirnar (svo kölluö eftir ríkjandi bókmenntastefnum þess tíma). Maöur þessa tímabils er sérkenndur meö þessari gráöugu eftirsókn erföri aftan úr frumtíð — eftir konum. peningum og völdum. Samtímis geröi kvenkyniö stríðar kröfur til ólíkustu hluta. Á klámöld fóru fram stríö milli kynjanna meö öllum tiltækum vopnum. Kvenkyniö var sérlega herskátt og heimtaöi rétt sinn, allt frá því aö ráöa kiæönaöi sínum og til aö bera hann ekki. ' — Maöur klámaldarinnar var ekki af úrvali Darwins, eöa úrveljandi tegund- um hans. Sjálfsdýrkandi eðlistilvera hans gat ekki gert sér grein fyrir eyðingu kynstofnsins, jafnvel ekki þótt allar eyöingarhættur sjálfsdýrkunar- formsins væru honum sýndar. Viö sjáum því, aö á næsta tímabili, útöldinni, er „orðinn réttur hins veika“. Rótina aö samstilltu, leitandi og göfugu samfélagi okkar er að finna frá útöldinni. — Útvalning kynstofnsins er ekki lengur meö höppum og glöppum en loks komin á vald vísindalega háþróaöra afla. Eftir þaö hafa einungis hæfustu og gáfuöustu tegundir rétt til aö fjölga sér. Umsjón þessa réttar er, eins og allir vita, í höndum kvenna í dag. — Fundurinn á þessu frumstæöa en sérlega vel varðveitta eintaki er í sögu okkar einstæöur vitnisburöur um sigur einfeldninnar yfir skynseminni. Eins og viö vitum, getum viö alltaf skipt um sjúk líffæri, en þaö fyrirfinnast engin dæmi um slíkan flutning eftir dauöamörkin, sem væri líka þýöingarlaust. Fjölungar- útvalningaraöferöir okkar gera slíkar framlengingar meö öllu óþarfar. Hér höfum viö tilfelli af vírus — þá álitinn dauöaorsök, dulbúinn sem kvef. Meö nýjustu affrystingaraöferö okkar hefur okkur tekizt aö ná efninu óskemmdu. Maöurinn var ekki dauöur þegar hann var frystur. Hann var kviksettur, ef svo má segja. Þaö gefur okkur loksins tækifæri til aö rannsaka atferli þessarar frumstæöu tegundar bæöi í búri og lausgangandi. Viö finnum þá ýmsar skýringar á hegöun þessarrar tegundar, sem þrátt fyrir allt er þó skyld okkur. — Þaö er engin ástæða til aö ætla, aö verur meö svo ófullkomna heilabyggingu (t.d. geta þær ekkert gert grein fyrir sér meö venjulegum hugsanaflutningi) hafi næmt tilfinningalíf. Sársaukaskynjun er mjög dauf, nánast tjáö meö kippum. Sem sagt, viö höfum hér einstakt tækifæri fyrir vísindaráöiö, sem fjallar um fjölgunarat- hafnir klámtímabilsins. Fyrir þennan merkilega fund legg ég til að upp- götvunarmaöur Uni-serumsins, doktor Blum fái úthlutaö aukaleyfi ársins til fjölgunar. Síöar vil ég meö leyfi háttvirtra viðstaddra ræöa fundinn nánar í Dýragarössafninu, klámaldar- deild. Viöstaddir fögnuöu þessari ákvöröun steinþegjandi og Wyntermeer forstjóri, sem aldrei á allri sinni klámævi haföi skenkt rannsóknarstarfsemi eina hugsun eöa eyri, staröi skefldur á tólf pör af miskunnarlausum augum vísindanna vísindanna vegna. Hann vætti brennandi varirnar og korraði og reyndi að koma meiningu sinni á framfæri en úr því varö ekkert nema ógreinilegt hræösluöskur. Doktor Blum Ijómaöi af stoltu brosi. — Heyriö þiö bara, (hugsanaflutti hún), hann syngur. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.