Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 13
um, þ.e. byggja þétt og í litlum einingum, stalla húsin inn í hallandi land o.s.frv. En þetta heyrir til algerrar undantekninga og yfirleitt eru þetta æði kostnaöarsöm mannvirki. Mér er ekki kunnugt um eitt einasta dæmi þar sem hugmyndafiug hvers og eins íbúa hefir fengið að ráða í jafn ríkum mæli um leið og heildarsvipur- inn er jafn sterkur eins og t.d. í þessum litlu þorpum. Hitt er öllu algengara að sjá að húsum og byggingum er raðað saman án tillits til heildarinnar, þvert á móti er gert allt til þess að láta þau skera sig úr og gera þau sem mest áberandi. Þetta er maðal annars algeng sjón hér á íslandi. Með steinsteypunni höfum við fengið bygg- ingarefni í hendurnar sem leyfir okkur að byggja næstum hvað sem er. Ekki einu sinni hið fræga íslenzka veðurfar er þess megnugt að knýja fram byggingarstíl sem „týpiskur" væri fyrir þetta land. 2000 ára gamalt dæmi er rómverska borgin Pompei undir eldfjallinu Vesúvíus. Það sem grafið hefur verið upp af henni gefur ótrúlega góða mynd um mjög þétta og fjölbreytilega byggð svokallaðra atríumhúsa, þ.e. íbúðarhús með inn- byggðum garði. Hvaö mönnum getur dottið í hug í trjálausu landi sézt vel í dal einum milli Barí og Brindísi á Suður Ítalíu. Þar er hið svokallaða „trúlli" svæði, en trúlli eru smáþyrpingar úr hringlöguðum steinhús- um með keilumynduðum þökum úr flötum náttúrusteinum. Veggir hvítkalkaðir en þökin í steingráum lit. Hér búa smábænd- ur á víð og dreif og er hvert bændabýli samansett af fleirum slíkra trúllis, í kvöldsólinni hin sérkennilegasta mynd. SpHsólar og skugga á hvít- um flötum Öðruvisi en á ítalíu og í Júgóslavíu er hvíti liturinn mjög áberandi í grískumk bæjum. Hér eru jafnvel götur og gang- stéttir málaðar í þessum lit og lesandinn verður aö ímynda sér bláan hafflötinn, grænu píníuskógana eða gróðurlaus klettafjöll saman meö þessum lit í hinni frægu grísku birtu. í þessari birtu sýnast jafnvel Ijósgulu og steingráu litirnir á tröppum og súlum hinna fornu musterisbygginga hvítir. Seint mun ég gleyma þeirri mynd þegar Akropol- iskletturinn hátt uppi yfir húsahafinu t Aþenu varö okkur aö glæstu leiðarljósi þegar við vorum aö villast í þessari 3ja milljóna manna borg í skítugu bílaverk- stæðishverfi í noröurhluta hennar, laugar- dagsmorgun fyrir hvítasunnudaginn. Og það var engin tilviljun — því að hingað til hefur tekist að takmarka hæð húsanna í borginni svo aö enn stendur Akropolis yfirgnæfandi eins og klettur í hvíta hafinu og vonandi verður hún það áfram. Þessi takmörkun á þaö nauðsynlegasta í litum og lögun kemur enn sterkari fram í minni bæjum úti á landsbyggöinni og á eyjunum. Þetta eru í sjálfu sér ósköp einfaldar byggingar með flötum eöa hallandi þökum, en þéttleiki þeirra, spil sólar og skugga á hvítum flötum í fögru umhverfi gera þessa bæi svo óviöjafnanlega skemmtilega. Annað sem setur sterkan svip á grískt landslag og gríska bæi eru klausturbygg- ingar grísk othodoxar kirkjunnar. Klaustr- in eru — eins og „póparnir" eða klerkarnir í víðum svörtum klæöum, háum pípu- löguðum höttum, fléttaöa háriö og síöa alskeggið — ómissandi hvar sem maöur kemur í Grikklandi. í hinni frægu miöaldarborg Mistras skammt frá Spörtu, standa mörg klaustur meöfram göngugötunum, en maöur sér þau alveg eins í miöborg Aþenu mitt á gatnamótum tveggja breiðgatna, og Bóndabær — Trulli — hjá Brindisi á Suður Italíu. Húsin eru hlaöin úr hvítkötkuðu grjóti og sérstakt keilumyndað pak úr hellum á hverju herbergi. Þorpið Castel Di Sangro í Abruzzofjöllum á Ítalíu. Byggingarnar fylgja alveg landslaginu. Þökin eru hallandi, en snúa í allar áttir og setja mikinn svip á heildina. heilaga fjallið Aþos sem er óháð munka- lýðræði innan gríska ríkisins með landa- mæraverði, vegabréfsáritun o.fl., er þakið fornum klausturbyggingum. Þangað er öllum kvenlegum verum (ekki aðeins mannkyns) bannaður aögangur og skip með konu um borð verður að sigla í minnst 500 m fjarlægö frá ströndum fjallsins heilaga. Gatan: allsherjar svœöi mannlegra samskipta í Júgóslavíu búa eins og allir vita mörg þjóöarbrot. Þetta lýsir sér best í bygging- arlist á ferö um þetta hrikalega og um leiö fallega land. í skógarsvæðum Serbíu hátt uppi í fjöllunum búa bændur í timburhús- um þar sem ekki einungis veggir, heldur einnig þakklæðningin er úr tréborðum. í borgum og bæjum þessa landsvæöis minna grannir steinturnar bænahúsanna (mínarettur) á aö hér eru menn múhameös trúar síöan á tímum Tyrkja. Niöri viö Adríahafið í Montenegro á landamærum Albaníu og Júgóslavíu er vatn mikið sem heitir Skútarivatn. Þar vaxa heilir skógar út í vatninu þar sem þaö er grynnst, en annarsstaöar rísa brött fjöll beint upp úr því. Hér hefur báturinn Hluti af hinu fræga Parpenonhofi á Akropolishæö í Apenu. íbúöarhúsagata í bænum Limni á eyjunni Euböa í Grikklandi. Þarna næst einstæð stemning með einföldum meðulum. verið aðalfarartækiö í ómunatíð milli bæja við vatnið og þessvegna standa húsin við ströndina. Á Adriaströndinni er klettaeyja ein sem heitir Sveta Stefan. Þorpið á henni þekur hvern einasta byggilegan bletthennar, húsin verða svo að segja hluti af klettinum. Hér áttu um tíma sjóræningjar heima og síðan fiskimenn; beggja hags- munamál var að verjast árásum utanfrá en lifa sáttir innan veggja. Öll hús eru hér um bil eins, en þvílík fjölbreytni, þvílíkt listaverk varð úr þessu! Af öllum borgum er okkur e.t.v. Dubrovnik minnisstæðust. Höfnin og gamla borgin öll eru innan þykkra borgarmúranna, sem hægt er að ganga um og skoöa húsahafið. Því stærri sem borgirnar eru þeim mun erfiðara hlýtur aö vera að mynda samfellda mynd úr þeim. Þetta hefur svo sannarlega tekist í Dubrovnik, jafnvel enn betur en t.d. í Feneyjum. Allt er byggt úr samskonar gráhvítum náttúrusteini — húsaveggir, opinberar byggingar, kirkjur, borgarmúrinn og ennfremur strætin. Manni gæti dottið í hug að þetta hlyti aö leiða af sér ansi einhæfa mynd, en reyndin er sú að varla hef ég séð fjölbreytilegri borg. Það gerir efnisval, hæöamismunur á húsum og þökum, stallar í veggjum, skipting á þröngu og breiðu göturými og mannlífið allt. Þröngar tröppugötur liggja niður hlíöina og enda allar á aflöngu aöaltorg- inu. Húsin standa svo þétt aö ekki var pláss fyrir garöa á milli þeirra, svo íbúarnir veröa aö nota göturnar undir trjá- og blómarækt — vegfarendum til mikils augnayndis. Sá sem gengur á götunum lítur inn um opna glugga og dyr, og sá sem vinnur inni í húsunum fer gjarnan með vinnu sína út á strætiö. Þannig veröur gatan að allsherjar svæöi mann- legra samskipta. Aöaltorgiö virðist enn í dag draga til sín íbúana eftir hita dagsins, alla vega var þaö troöfullt á kvöldin af fólki sem stóð og talaði saman. Húsaþökin veröa aö „landslagi", þetta eru ekki kuldalegir fletir úr áli eöa biksvörtum þakpappa heldur er þaö þvert á móti hið mesta yndi að horfa niður á þetta haf af rauðbrúnum þaktígulsteinum sem svo einkennandi eru fyrir öll Miöjarðarhafslöndin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.