Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 7
staönum, og hefur þeirra nú veriö getiö hér í þessum pistlum. Theódór Georgsson, nemandi í 5. bekk Verzlunarskólans. Hann lét lítið yfir sér. Hélt sig mest aö skólapiltum úr Verzlunar- skólanum og Menntaskólanum. Var þaö eölilegt. Á þessum árum voru nefndir skólar í svipuöu áliti, þar sem þeir útskrifuöu stúdenta. Kennaraskólinn var ekki í miklu áliti á þessum tíma og nokkuð lengi þar eftir. Kennarapróf var ekki nema sæmilegt gagnfræöapróf hvaö almenna menntun snerti, en haföi þaö framyfir aö veita atvinnuréttindi. Nemendur úr kenn- araskólanum áttu lítil skipti viö mennta- menn þessara skóla. Hins vegar var talsvert um samskipti Kennaraskólans og Samvinnuskólans. Dansæfingar voru þannig aö sömu laugardagskvöld í þessum tveimur skólum, heldur til skiptis. Annaö mál er þaö, aö undirritaður kynntist nokkuö nemendum úr hinum læröu skólum höfuöstaöarins vegna sameiginlegs verkefnis: útgáfu bindindis- málablaösins Hvatar, sem gefiö var út af Sambandi bindindisfélaga í skólum. En þaö er víst steindautt nú og enginn áhugi lengur á bindindi hjá skólaæskunni. Er Tómas er Ijúfur maöur í viökynningu, glöggur og ákveöinn þó. Á matsölunni vakti hann athygli: hávaxinn grannur og bar sig vel. Þórður Árnason, vann hjá S. Árnason & Co. Hár maöur vexti meö mikiö Ijóst hár. Hann var einn í hópi hinna fínu manna á staönum, en þeir voru í miklum meirihluta, eins og komið hefur fram. Þetta er hvorkf sagt til lofs né lasts, heldur sem staðreynd. Þórhallur Arason frá Patreksfiröi, nemandi í Verzlunarskólanum. Meðal- maður á hæö, grannur, dökkhæröur, smáger í andliti. Fálátur. Gaf sig helzt aö piltum úr sínum skóla, en þeir voru nokkrir þarna eins og fram hefur komiö. Þórhallur er nú framkvæmdastjóri Fata- verksmiöjunnar Solido í Reykjavík. Þóroddur Oddsson menntaskóla- kenna.ri frá Hrísey. Hákarla-Jörundur (Jörundur Jónsson útgerðarmaöur í Hrísey) var móöurfaðir hans. Mikil kempa á sinni tíð. Þóroddur var (og er enn) hár maöur, grannvaxinn, beinn, með Ijóst liðað hár. Hann borðaði oft árbft meö undirrituöum, sem aö því búnu rölti sem stæröfræöi og fellur á lokaprófi af þeim sökum. Veröur þá ekki aö leita allra færra leiöa til aö sá hinn sami komist áfram, svo aö framtíö hans sem menntamanns lokist ekki endanlega? Um þórodd má segja eins og um Erling á Sóla: Öllum kom hann til nokkurs þroska. Og sem betur fer eiga þau ummæli viö um marga kennara á hinum ýmsu skólastigum. í tilefni af aldarafmæli Menntaskólans í Reykjavík voru mikil hátíðahöld við skólann hinn 16. júní. Var byggingin mjög skreytt í tilefni þessa afmælis. Var ekki laust viö aö undirrituðum væri nokkur öfund í hug aö vera ekki einn af stúdentahópnum, sem hann heföi vafalítiö veriö, ef aöstæður heföu veriö ögn hagstæöari. En örlögum sínum ráöa menn víst lítt eöa ekki. Hann vissi aö menntun var vænlegasta leiðin til aö komast áfram í þessum heimi. í staö þess aö fara í menntaskólann var sezt í kennaraskólann, þó aö honum værl þaö engan veginn Ijúft. Hann haföi ekki vitaö til þess aö kennarastaöa væri neitt mikiö. Kennarar voru ekki virtir menn í þjóöfélaginu, já, nema kannski menntaskóla- og háskóla- ritaöur á horni Suöurgötu og Túngötu og virti mannfjöldann fyrir sér. Þekkti hann ýmsa í sjón. í árganginum frá 1917 gaf aö líta Vilhjálm Þ. Gíslason og Lárus Jóhannesson. Sá síöartaldi setti þrjú lærdómsmet í einu er hann lauk lögfræöi- prófi: yngstur, meö hæstu einkunn og stytztan námstíma. í árgangi 1921 voru m.a. Tómas Guðmundsson skáld og sr. Gunnar á /Esustöðum. Fannst undirrituö- um menn furöu aldurslegir, sem voru þetta 20—30 ára stúdentar, menn á bezta aldri þó. Nú á dögum merkjast menn ekki eins af aldri og fyrr, aö minnsta kosti ekki á ytra borði. Er skarinn var kominn að skólanum söng kór skólans tvö lög. Þá flutti Tómas Guðmundsson skáld ræöu. Var hann þá 25 ára stúdent og í broddi lífsins, 45 ára Löngu viðurkennt þjóöskáld og átrúnaöargoö æskunnar. Og þá mun mála sannast, aö ekkert skáld hafi sungið sig eins inn í hug ungs fólks sem hann. Fyrst meö sinni Fögru veröld og síðar Stjörnum vorsins. Og hann er einn af fáum skáldum háskólagengnum, því aö hann lauk lögfræöiprófi, með „einkunn sem var nógu stór og þó í mesta hófi“, eins og hann segir í kvæöi sínu Þegar ég þaö illa farið. Áfengisneyzla og nám fara illa saman. Theódór lauk lögfræðiprófi og hefur starfað í Vestmannaeyjum viö lögfræðistörf, en þar er hann fæddur og upp alinn. Hefur nú í mörg ár starfað sem lögfræöingur hjá Olíuverzlun íslands. Tómas Óskarsson, nemandi í 6. bekk Verzlunarskólans. Hann kvæntist korn- ungur. Er undirrituöum minnistætt, er hann mætti Tómasi meö. barnavagn á undan sér uppi í Hlíðum í Reykjavík, nýútskrifaöan stúdent. Fannst víst snemmt að verki verið í þeim efnum. Á þessum árum var sjaldgæft aö menn staðfestu ráö sitt sem kallaö er fyrr en um hálf þrítugt eöa síöar. Brúökaupið fór aö minnsta kosti ekki fram fyrr en námi var lokið, þó aö sambúð væri hafin nokkru fyrr. Aö námi loknu gerðist Tómas sölumaöur hjá Olíuverzlun íslands og var viö þaö starf í tólf ár. Þá stofnaði hann fyrirtækiö Hitun og stjórnaöi því þar til fyrir fáum árum, aö ,hann geröist fjármálastjóri í rekstrardeild Skipaútgerð- ar ríkissins. Tómas er ágætt dæmi um mann, sem vinnur sig upp sem kallaö er. Menn þurfa ekki alltaf aö Ijúka háskóla- prófi til aö komast áfram í heiminum. leiö liggur suöur Þingholtsstræti og Laufásveg í kennaraskólann gamla. Styttra var á vinnustaðinn hjá Þóroddi en undirrituðum, rétt steinsnar í hinn viröu- lega menntaskóla. Þar hóf hann kennslu í stríösbyrjun nýkominn frá háskólanámi í stærðfræöi í Borginni viö Sundiö. Þór- oddur er einkar þægilegur maður í viðkynningu og getur undirritaöur um þaö borið af eigin raun, því að hann naut kennslu hans í stæröfræöi máladeildar undir stúdentspróf utanskóla, sem honum fannst þá hann þurfa aö Ijúka til aö geta talizt maður með mönnum. Kennslan fór fram heima hjá Þóroddi. í Menntaskólan- um í Reykjavík kenndi Þóroddur stærö- fræöi og efnafræöi. Og mörgum hefur hann veitt aðstoð í þessari merku fræðigrein í einkatímum og komiö þeim upp sem kallaö er, sem ella hefðu falliö og horfiö frá námi aö fullu og öllu. Slík aöstoð veröur seint fullþökkuö eöa metin sem skyldi. Það er og hart, ef ein grein getur fellt annars nýtan nemanda í öðrum greinum. Þá geta einkatímar bjargaö málinu. Ótaldir munu þeir líka vera, sem eiga þá reynslu. Hugsum okkur stórgáfaö- an mála- og sögumann, sem er slakur í kennarar. Og ekki haföi hann kynnzt vel stæöum kennara enn. En fyrst vikið er aö afmæli menntaskólans er fyrst aö geta hinnar velheppnuöu skrúögöngu stúdenta. Hófst hún við skólann. Gekk hver árgangur sér meö merkisbera fyrir, þar sem letrað var á ártal hópsins. Fremstir fóru suður Lækjargötuna þeir elztu, sem þá voru á lífi af stúdentum hérlendis (Sá elzti var í Vesturheimi, stúd. 1873). í árganginum frá 1881 var einn maöur, fæddur 1860. Var þaö sr. Árni Þórarinsson. Sat hann í vagni, því að hann var orðinn æriö hrumur líkamlega og víst alblindur. Eftir því sem nær leiö nútíman- um fóru hóparnir stækkandi. Allir báru stúdentshúfur sumar býsna snjáðar og gamlar. Þarna mátti greina Svein Björns- son forseta íslands, í árganginum frá árinu 1900. í kirkjugarðinum viö Suðurgötu nam skrúögangan staöar við leiði Sveinbjarnar Egilssonar, fyrsta rektors skólans, eftir aö hann var fluttur til Reykjavíkur. Þar flutti Siguröur Nordal (stúdent 1906) prófessor ræðu. Frá kirkjugaröi var gengið um Suðurgötu að skólanum og nú voru yngstu stúdentarnir fremstir og öldungarnir ráku lestina. Stóö undir- praktíseraði. Léttleikinn og hiö góðlátlega skop einkennir mjög Ijóö Tómasar. Margir telja Tómas síöasta fulltrúa hinnar eldri skáldakynslóöar, sem fyrst kom fram á sjónarsviðið skömmu eftir fyrri heims- styrjöld. Þó aö Tómas eldist veröa Ijóð hans síung og vafalaust skín stjarna hans lengi enn. í lok júnímánaðar 1946 hætti Guörún matsölu og uröu kostgangarar aö leita fyrir sér um fæöi annars staöar. Menn vildu gjarna aö frúin heföi haldið áfram matsölu á þessum ágæta stað í bænum. Þarna var maður eins og heima hjá sér. Og kunningsskapur manna á milli skapaöist og það góður. Guörún tók aö stunda verzlunarstörf upp úr þessu og vann lengi viö afgreiðslu í vefnaðarvöru- verzlun Olafs Jóhannessonar á Grundar- stíg 2. Þægileg í umgengni þar sem annars staöar. Er nú hætt aö vinna utan heimilis. Enginn getur hlotiö betri laun en þakklæti samferðamanna sinna. Þaö á Guörún Karlsdóttir. Og þá er bezt aö binda enda á þessa langloku en missagnir ef einhverjar eru, skrifast á minn reikning. Skrifaö í febrúar 1978. Auöunn Bragi Sveinsson. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.