Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 8
Draumurinn hefur ræzt: Hér er það sem alla hafði dreymt um í grámusku daganna. Myndin er frá Viareggio á vesturströnd Ítalíu, Þar sem er einn vinsælasti sumarleyfisstaður Þar í landi. Allsstaðar var krökkt: Til vinstri er tjal við Port Grimaud í Suður Frakklandi, tjöldum, sem risið höföu í heimildarleyt Sumarið '78: SÓKNIN TIL SUÐ Draumurinn um sumarleyfi í glampandi sól og sjó á suðrænni strönd er ekki bundinn við fáa útvaldá. Menn hafa séð dýrðina fyrir sér í hillingum, þar sem þeir stóðu við færiband í verk- smiðju, á grámuskulegri skrif- stofu eða verzlun. Mr. Johnson í Bretlandi, Guilliome frá Prakk- landi, Schmidt frá Þýzkalandi og Jensen frá Danmörku hafa í heilt ár átt það sameiginlegt að ala með sér þennan draum og á hverjum mánuði hefur þetta sæmdarfólk tekið dálítið af mánaðarlaununum sínum og lagt fyrir til ferðarinnar, sem að sjálfsögðu var búið að panta löngu fyrirfram. Þar við bætist Jón Jónsson og frú frá íslandi, en þau ákváðu þetta mjög skyndilega og lögðu ekki fyrir eina krónu til fararinnar af mánaðarlaununum. Þau verða aö fljúga miklu lengri leið og kaupa sér erlendan gjaldeyri á svörtum markaði en hafa samt meiri fararefni í fórum sínum en hitt fólkið og enginn veit hvernig á því stendur. Rétt eins og farfuglarnir koma og fara á ákveðnum tíma, flykkjast sumarleyfagestir suðurúr í júlí og ágúst, enda þótt allir viti, að kraðakið er á mörkum hins þolanlega. Svo bundið er þetta í skorður vanans, að í Frakklandi til dæmis lokar fjöldi fyrirtækja alveg í ágúst og þá fara allir í sumarleyfi í einu. Bílalestirnar eru þá samfelldar frá París og suður að Miðjarðar- hafi. Á Costa del Sol, Mallorca, Costa Brava, Viareggio, Lido, frönsku Riveriunni og Lignano er kroppur við kropp á hvítum sandinum og þessi sólar- og brúnkudýrkun er þeim mun merkilegri þegar þess er gætt, að á síðustu öld var hér enginn og © menn þekktu ekki þessa nautn, eða kærðu sig ekki um hana. Oft hefur bekkurinn verið þétt setinn, en mönnum kemur saman um, að aldrei hafi sést annað eins og nú, sumarið 1978. Meginástæðan gæti verið, að sumarið í Norður Evrópu hefur verið afspyrnu leiðinlegt og úrkomusamt. Strandhótel á Bretlandseyjum stóðu auð og sama er að Segja um ferða- mannastaði í norðanverðu Frakklandi, í Normandy og á Bretagneskaga. Fátt þykir eins ömurlegt og sumarleyfi á fjörr- um stað, þar sem aldrei styttir upp. Þeir sem lenda í því, gætu tekið undir með einum, sem hélt af stað heimleiðis frá hóteli á Cornwall og skrifaði á afturrúðu bílsins: „Farinn heim, hund- blautur, blankur og dauðleiður". í Þýzkalandi fúnaði grænmeti á ökrunum í vætunni og engin furða að ístöðulitlar sálir verði alteknar af því, sem þýzkir nefna Drang nach Súden, — Á sólarströndum fór hinsvegar flest úr skorðum vegna álagsins; samgöngukerfi, tjaldstæði, hreinlætisaðstaða og sjálf þolin- mæðin. Mengunin í sjónum, sem talin hefur verið við hættumark, varð augljósari en nokkurntíma áður og hvergi varð ástandið verra en á þeirri 160 mílna strandræmu syðst í Frakklandi, sem nefnd er Cote d‘Azur. Um hríð hafa staðir eins og Saint,- Tropez, Sainte-Maxime, Cannes, Nissa og Menton, verið tízku- fyrirbæri og haft sérstakt að- dráttarafl vegna þess. Þar eru þeir ríku og frægu; kvikmynda- stjörnur og þessháttar blaða- matur og verðlagíð er uppúr öllu valdi. Fólk af meginlandinu ekur suðurúr á eigin bílum með tjöld í farangrinum og treystir á að fá afnot af hinum ágætu og skipu- lögðu tjaldstæðum. I þetta sinn var bara allt fullt svo útúr flóði og ferðamálayfirvöld stóðu í að beina þúsund manns á dag upp til Alpanna, — á annað hundraö kílómetra í burtu — í þeirri von að þar væri ennþá rými. Sumir fóru eftir því og aðrir ekki. Þegar ætlunin er að vera við sjó, vilja menn ekki láta senda sig uppí sveit. Draumurinn hafði aldrei snúizt um það. Hvorki meira né minna en 13 milljónir ferðalanga hafa sezt upp á hótelgöngum, ráðizt inn á tjald- stæði, komið sér fyrir á vega- köntum, á vínekrum, á strand- svæðum og hvar annarsstaðar; þar sem auðan blett var að sjá. I þýzku blaði gat að líta frásögn manns, sem hafði ekið á Bláströndina ásamt með tveim- ur vinum sínum. Þeir reyndu fyrir sér á 40 tjaldstæðum án árangurs og ekki var um annað að gera en sofa í Fólksvagninum og allir vita hvernig það muni vera. Að lokum komust þeir inná tún, sem nýlega hafði verið slegið og tjölduðu þar í leyfis- leysi. Aðrir hafa ekki hikað við að slá tjöldum sínum á hinum mjög svo eftirsóttu baðströndum og jafnvel á eyjunni í hringtorgi einu í Cannes. Ekki fælir það fólk frá Mið- jarðarhafinu, þótt sjórinn sé ekki uppá það hreinasta. Þegar sorpeyðingarstöð bilaði í Saint- Rahaáel í Frakklandi, rann óþverrinn í sjóinn og fnykinn lagði uppúr honum. Samt áttu yfirvöld í mesta braski með að ná fólki uppúr sjónum. Á sama hátt syndir fólk óhikað í sjónum útaf Ostia og Fregene á Ítalíu, þar sem klóakinu frá Róm er beint til sjávar. Fátt er svo uggvekjandi, að það verði til fyrirstöðu, þegar sólarstrandaþorstinn er annars- vegar. Þrátt fyrir eðlilegar áhyggjur manna af óöld og mannránum á Italíu, voru meira en 30 þúsund hótel þar í landi fullbókuð á sumarvertíðinni. Ennþá hafa hinir sjúku of- stækismenn þyrmt túristum og hvergi hefur þeim verið hótað illu nema á Kanaríeyjum. Sem betur fer hefur ekki verið staðið við þær hótanir til þessa. Á þessu ári hefur orðið hvorki meira né minna en 20% aukning Nú eru Það ekki bara efnaðir og svokallaöir betri borgarar sem veita sér Þann munað aö sóla sig á Miöjaröarhafsströndum. Ungt fólk og jafnvel skólanemendur eru Þar á meðal og hér er hópur af íslenzkum ungmennum „á pönnunni“ og virðist kunna vel að meta Þaö. Ljósm: Ingólfur Guðbrandsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.