Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 4
Idi Amin á forsíðu Newsweek. Það hefur kitlað hégómagirnd hans að verða fréttamatur á Vesturlönd- um. Heíma i Uganda er engmn öruggur fyrir honum og böðlum hans. Úrdráttur úr bók eftir Henry Kyemba, fyrrum heilbrigðisráðherra Uganda, sem fjallar um valdarán Idi Amins, glæpaferil hans og ógnarstjórn, sem bókarhöf undurinn flýði. Þeim, sem ekki Þekkir til, viröist stjórn Amins óskiljanleg. Hvernig gat slíkur maöur náó og haldíð völdum? Þó að sagnfræðingar framtíðarinnar muni komast að lokaniðurstöðum, tel ég, að svarið sé fólgið í nánustu fortíð Uganda og Þeirri atburðarás, sem gaf Amin tækifæri til að fá notið hinnar merkilegu skapgerðar sinnar. Hana skyldi ekki vanmeta. Það er rétt, að hann er nær ólæs. Hann er einfeldn- ingur í stjórnmálum, gjörsamlega óútreiknanlegur og algjörlega miskunnarlaus. En Þó er hann við- felldinn, glaðsinna og örlátur. Og hann hefur frábæra hæfileika til að grípa til hagnýtra skyndiaðgerða, til að snúa augljósum veikleika sér í hag og til að tryggja sér hollustu ópokka peirra, sem hann hefur í pjónustu sinni. Bretar settu Uganda saman Þó að áhrif mín á málefni Uganda hafi að mestu leyti verið óbein, því að ég var borgaralegur ráöherra í stjórnkerfi, sem herinn réð, hafa atvikin hagaö því þannig, aö ég hef fylgzt náið með stjórn landsins alla ævi. Ég er kominn af ætt stjórnenda. Frá því innan við tvítugt hef ég verið kunnugur helztu persónunum, sem tekið hafa þátt í opinberu lífi í Uganda fram til þessa. Ég liföi það aö starfa lengur sem ráöherra en nokkur annar, og mér tókst aö sleppa lifandi frá því fyrst og fremst vegna þess, að ég hafði ekki sýnt ■ neinn pólitískan metnaö aö heitið gæti og virtist sýna slíkt afskiptaleysi, aö Amin óttaðist ' ekkert af minni hálfu. Þaö sem gerðist Fyrsti hluti. Sveinn Ásgeirsson tók saman. og ástæðan til þess, hvernig það geröist, er saga, þar sem opinberir viðburðir og persónuleg.reynsla fléttast oft þannig saman, aö ekki veröur sundur greint. Ég er ættaöur frá Bunya héraöi í landi Bosoga-ættflokksins í Suöaust- ur-Uganda, rétt norður af Viktoríuvatni, ekki langt frá upptökum Nílar. Afi minn og faðir voru æðstu menn okkar landsvæðis, sem fyrir hundrað árum var eitt af hinum mörgu, litlu, óháðu og sjálfum sér nægu umdæmum á hálendi Mið-Afríku. Bretar settu Uganda saman úr um þrjátíu slíkum landsvæðum ættflokka seint á nítjándu öld. Bretar höfðu mikilla hagsmuna aö gæta í Uganda, því að þar voru upptök Nílar, sem er lífæð Egyptalands, sem ræður yfir Suez- skuröi, sem opnar beinustu leiðina til Indlands, sem var glmsteinninn í kórónu brezka heimsveldisins. Og þar sem Uganda var Bretum mikilvæg þeirra sjálfra vegna, voru landamærin sett án mikils tillits til þeirra þjóöflokka, sem í hlut áttu. Þannig var ekki samræmi milli iandamæranna og landsvæða ættflokk- anna, og þau liggja því sums staðar yfir nágrannalöndin Zaire, Sudan, Kenya, Tanzaníu og Ruanda. Innan hins nýja Uganda uröu fjögur gömul og rótgróin konungdæmi: Bugunda, Bunyoro, Ankole og Toto. Hvert þeirra haföi sinn konung, en þeirra jsekktastur var Kabaka í voldug- asta ríkinu, Bugunda. Og reyndar er það úr stofni þess orös, sem Uganda dregur nafn sitt. Þessi fjögur konung- dæmi réðu yfir hinum frjósama suöur- hluta Uganda. Þar er einnig fjöldi minni ættflokka og minn eigin, Busoga. Þó aö hiö opinbera tungumál í Uganda í dag sé enska, eru þar töluö nær jafnmörg mál og ættflokkarnir eru. Þaö var venjan, aö Útvarp Uganda sendi út fréttir á 24 tungumálum. Þegar Bretar komu í lok nítjándu aldar, fannst þeim tiltölulega auövelt aö halda uppi stjórn í suðurhluta landsins, þar sem traust samfélagskerfi voru fyrir. Landsvæöin þar uröu umdæmi í heimsveldinu og konungarnir þar í reynd landstjórar. Meðan þeir stjórn- uðu í friði meö aðstoð brezkra stjórnarfulltrúa, voru þeir aö mestu leyti sjálfráöir. Kabaka í Buganda var áfram á vissan hátt konungur konunga. Hinir ólíkari og dreifðari ættflokkar í norðurhluta landsins sköpuöu vanda- mál. Sumir, eins og til dæmis Kakua, ættflokkur Amins, sem bjó á svæöi, þar sem nú eru landamæri Uganda og Zaire, voru lítið annaö enn samfélög í þorpum. En aörir réðu yfir víðáttumikl- um landsvæðum, og sumir í norö- austurhlutanum reikuöu um víöáttumikil ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.