Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Qupperneq 4
; .......................................-
Alda og Siguröur ríöa yfir Jökullóniö. Jónas segir til á bakkanum A móti.
Maöur er nefndur Jónas og er Guö-
mundsson. Hann býr á Hellu á Rangárvöll-
um og hefur þann starfa aö slá skeifur í
eldi. Þegar hestaferöalög í Þórsmörk voru
í algleymingi, var Jónas þekktur leiðsögu-
maður þangaö, enda upprunnin í Fljóts-
hlíöinnl, frá Núpi. í þeim feröum var jafnan
riðiö yfir Markarfljót og þótti Jónas vel
duga í vötnunum enda afarmenni að
buröum og karlmenni hiö mesta.
Jónas er mikill hestamaður og ræktar
hross sín aö Núpi. Hann áttl hryssu þá er
Brún hét en hún þótti slíkt afbragö, aö
Þorkell Bjarnason hrossaræktarráöunaut-
ur ríkisins taldi hana fegurstu hryssu á
íslandi sem og fleiri. Brún féli níu vetra úr
hrossasótt. Varð hún öllum mikill harm-
dauöi. „Svona er lífiö," sagöi Jónas, þegar
hann frétti lát hryssunnar. Hann hefur
þetta að orðatiltæki.
Siguröur heitir maöur og er Karlsson.
Hann er olíufursti þeirra Rangæinga, þar
sem hann dreifir vörum British Petroleum,
BP í héraðinu. Sigurður á fjölda hrossa og
hefur ekki alltaf haft við aö gefa þeim
nafn. Tveir hestar í eigu Sigurðar,
leirljósir, voru meö í ferö þeirri, er brátt
greinir frá. Voru þeir úr Þykkvabænum, en
vantaöi á þá nöfnin. Kom þá upp sú tillaga
aö annar skyldi heita Gullauga en hinn
Helgu-Leiri í höfuöiö á tveim frægustu
afuröum þeirra Þykkbæinga. Þótti Siguröi
þetta afbragö, enda drægu aliir nokkuð
dám af uppruna sínum. Kom líka á
daginn, aö þeir leirljósu reyndust ómiss-
andi viö allar aöstæöur, líkt og kartöflur
eru ómissandi með öllu því, sem ís-
lendingar láta ofaní sig.
Þessir tveir höföingjar buöu undirrituö-
um meö sér í Þórsmerkurferö. Þar sem
þetta var eitt af þeim tilboöum, sem ekki
veröur hafnaö, var boöiö þakksamlega
þegið.
í svona feröir þarf góðan trússabíl og
bílstjóra. Ekki sízt í Þórsmerkurferð, þar
sem vötn eru mörg og ströng. Á leiðaþingi
um málið vorum viö einnig allir mjög
sammála um þaö, aö viökomandi þyrfti aö
vera skemmtilegur, svo aö hann hæföi nú
félagsskapnum.
„Arni Jónsson," sagöi Jónas, „hann er
mín tillaga í þessu máli. Hann er öllu vanur
þarna í Mörkinni, á nýjan Rússa-jeppa og
er jafn lagviss í söng sem hann er viss á
áttunum í þoku."
Málið var afgreitt og Árni gekkst inn á
starfiö.
„Þá er þaö eldamennskan," sögöu þeir
Jónas og Sigurður og horföu á mig. Ég
fullvissaði þá um aö ég væri bezti kokkur í
heimi. „Já, viö vissum þaö náttúrulega,"
hummaöi í þeim, „en þar sem viö viljum
nú frekar lifa þessa ferö af, og ekki veröa
algjörlega afétnir, þá leggjum viö til, aö þú
geymir hæfileika þína til betri tíma og aö
okkur fjarstöddum."
Ég skildi aö vandamáliö væri brýnt,
enda ekki á hvers manns færi aö vera
kokkur, þar sem ég væri kostgangari.
„Ég tala viö Öldu," sagöi Siguröur og ég
heyröi feginsstunu líða frá Jónasl.
Alda var kona Siguröar ættuö frá
Bjóluhjáleigu og Árbæ í Holtum, þaðan
sem hvaö mest mannval hefur komiö úr
Rangárþingi á vorum dögum.
Þarf ekki aö fjölyröa um það, aö viö
grenntumst ekki í þessari ferö, en mikið
mega kokkar duga í svona feröum, því
þvílíkan lystauka sem fjallaloftiö getur
ekkl.
Til forna þótti ekki hæfa annaö en hafa
meö sér hestasveina í stórræöi og þar
sem ekki mátti minna vera nú, var talsvert
af yngri kynslóðinni meö í feröinni.
Jónas haföi meö sér kaupamann sinn er
Valur heitir, en hann mátti jafnan þola þaö
aö vera nefndur „Valur, sem tapaöi fyrir
Skagamönnum", í tilefni úrslita bikar-
keppninnar í knattspyrnu.
Alda og Siguröur höföu meö sér syni
sína Þröst og Sigurö, en undirritaöur son
sinn Valdimar Karl.
Viö vorum meö 21 hest. Sigurður, Alda
og strákarnir meö 9, Jónas og Valur meö
7 og viö Valdi meö 5.
Mínir hestar voru allir vanir feröahestar,
þar sem ég haföi afrekaö þaö aö ríöa uppí
Borgarfjörð fyrr um sumariö.
Fyrst skal telja jarpan hest frá Áshóli í
Holtum. Hefur hann gengiö undir ýmsum
nöfnum um dagana. Álfur, Osmond,
Villidýrið eöa bara Jarpur. Þó hefur hann
náö svo langt aö kallast Fagri-Jarpur og
skeöi það inní Jökulgili á Landmanna-
afrétti. í rekstri þangað inneftir, þegar
fariö var á Fjall, fékk hann viöurnefniö
Villidýriö, vegna slægðar og styggöar.
Þegar ég svo á hinn bóginn haföi komist
fyrir rollu á honum inní Jökulgilinu, sem
allir töldu tapaöa, fékk hann nafnbótina
Fagri-Jarpur. Svona eru jafnvel nöfn
afstæö eftir viöhorfi manna á hverjum
tíma.
Þá nefni ég Þyt, bleikskjóttan Skagfirö-
ing frá Kýrholti eöa Flugumýri. Þyt var
lengi hleypt á yngri árum, en er sem
reiöhestur alhliöa gæöingur. Þó kemur
kappiö upp í honum á stundum og gerist
hann þá nokkuö stífur í taumum.